Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Side 8

Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Side 8
8 Breiðholtsblaðið MARS 2023 Nokkrar nýjar verslanir hafa opnað í verslunar­ miðstöðinni Hólagarði að undanförnu en aðrar hafa verið þar um lengri tíma. Hólagarður á sér bráðum hálfrar aldar sögu eða allt frá að athafnamaðurinn Gunnar Snorrason kaupmaður lagði allt undir, seldi rekstur sinn og íbúðarhúsnæði til þess að byggja upp verslunar­ og þjónustu­ kjarna í byggð sem var að rísa í Hólunum í Efra Breiðholti sem þá var fjærst eldri byggðum Reykjavíkur. Gunnar hafði trú á að verslun mundi festist í sessi í þessu nýja en fjölmenna hverfi. Bygging Hólagarðs rúmaðist vel innan marka þess skipulagt sem Breiðholti var byggt eftir. Áhersla var lögð á þjónustukjarna inni í byggðinni þangað sem fólk gæti sótt lífsnauðsynjar og einnig aðra þjónustu í göngufæri frá heimilum sínum. Gunnar rak sjálfur stóra matvöruverslun í Hólagarði um árabil eða þar til hann hætti verslunarrekstri og seldi verslun og húsnæði. Núverandi eigandi Hólagarðs er Reginn fasteignafélag. Stór matvöruverslun hefur ávallt verið kjarninn í Hólagarði. Síðustu 17 árin hefur Bónus rekið verslun þar. Frá því Hólagarður var byggður hefur margt gerst og sumt orðið með öðrum hætti en smiðir Breiðholtsbyggðanna hugðu. Miklar breytingar urðu á verslunarháttum með tilkomu stórmarkaðanna sem gjarnan voru staðsettir utan íbúðahverfa og aukin bílaeign fólks stuðlaði einnig að þeirri þróun. Þetta varð til þess að draga mátt úr þeirri starfsemi sem komið hafði verið fyrir inn í borgarhverfum í því augnamiði að þjóna íbúum. Saga kaupmannsins á horninu hvarf ekki inn í þessa kjarna heldur stórmarkaðina sem voru í raun og veru hluti af þróun sem átti sér stað víða um heim. Flestir kjarnanna áttu fljótt erfitt uppdráttar í Breiðholtinu sem annars staðar. Hólagarður stóð þessar miklu breytingar í verslunarrekstri af sér. Verslanir og önnur þjónustufyrirtæki hafa þó komið og farið í gegnum tíðina. Sum aðeins staðið við í skamman tíma en önnur eiga sér orðið langa sögu í Hólagarði. Pólsk verslun áberandi Að undanförnu hafa fyrirtæki af erlendum toga sem bjóða erlenda vörur verið að koma sér fyrir í Hólagarði. Nýlega opnuðu tvær pólskar búðir þar. Önnur sérhæfir sig í pólskum matvörum en hin er dæmigerð pólsk kjötbúð. Matvörubúðin býður gesti velkomna á pólsku. Þar stendur yfir dyrum Dzien Dobry sem útleggst góðann daginn og fyrir neðan sklep spozywczy sem býður fólk velkomið. Áhugi á pólskum vörum hefur aukist mikið að undanförnu. Bæði býr fjöldi Pólverja hér á landi en pólskar matvörur hafa einnig vakið áhuga Íslendinga enda um margt frábærar vörur að ræða. Pólverja eiga sér sterka matarmenningu sem kemur vel fram í fjölbreyttu vöruúrvalið kjötbúðarinnar. Litla Afríka Um það bil hefur afrísk búð verði í Hólagarði Afro Zone. Sú fyrsta sinnar tegundar og trúlega sú eina hér á landi. Búðin er í eigu hjónanna í eigu Patience og Þóris Karls son ar. Patience er ættuð frá Gana en þau kynntust þegar Þórir var þar við störf. Þegar komið er einn í Afro Zone er engu leikara en farið hafi verið yfir mörk í aðra heimsálfu. Þar blasir Afríka við enda búðin stundum kölluð litla Afríka í Hólagarði. Sjón er sögu ríkari Stór sérverslun með nikótinvörur er í Hólagarði og Lyfja hefur verið með apótek þar um árabil. Hárgreiðslustofan Kipp Art hefur verið um lengri tíma í Hólagarði. Nýlega hefur Samhjálp opnað stóran afmarkað í Hólagarði og Pizzan pissastaður er þar til hliðar en gengið inn að utan. Í útbyggingu við Hólagarð er að finna Kebab veitingastað og verslun og einnig er Dominos Pizza þar til húsa. Þá má geta þess að hverfiskráin Álfurinn hefur verið í Hólagarði um árabil. Af ýmsu er að taka í verslunarmiðstöðinni við Lóuhóla. Sjón er sögu ríkari. Margt að gerast í Hólagarði Patience í verslun fjölskyldu sinnar Afro Zone. Patience er auk þess að standa fyrir verslunarrekstri menntuð í kennslufræðum. - nýjar verslanir opna Verslun Bónus er hryggsykki í verslunarmiðstöðinni Hólagarði. Lyfja í Hólagarði. Glæsilegt kjötborð í pólsku kjötbúðinni. Nýjasta verslunin í Hólagarði er pólsk matvörubúð. Hún var rétt að opna og von á meira vöruúrvali næstu daga. Sara Kebak og Sara Marked eru verslun og veitingastaður eru í útbyggingu við Hólagarð. Þar sem eitt sinn átti að rísa kirkja. Dominos Pizza er til liðar. Pizzan er á horninu þegar komið er að Hólagarði. Samhjálp hefur opnað fatamarkað í Hólagarði.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.