Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Síða 16
16 Breiðholtsblaðið MARS 2023
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Íslenskunámskeið fyrir fullorðna hefur slegið í
gegn. Frístundir í Breiðholti hafa það að markmiði að
auka þátttöku barna og unglinga. Hluti af því að ná til
barna af erlendum uppruna er að styðja við foreldra
og fjölskyldur með fjölbreyttum hætti og verkefnum.
Íslenskuhornið er eitt slíkt verkefni. Í samvinnu við
Sigurð Inga Ásgeirsson var lagt upp með að æfa sig í
að tala íslensku, þ.e. fyrir fólk af erlendum uppruna.
Mikil þörf kom í ljós meðal þeirra sem komu frá
Venesúela og öðrum löndum í Suður-Ameríku, sem
eru allir spænskumælandi. Af þeim sökum hefur
skapast þörf fyrir spænskumælandi túlk. Caryna Gladys
Bolívar Serge hefur því aðstoðað Sigurð við kennsluna
og hefur það samstarf reynst farsælt. Í byrjun mættu
um 20 manns einu sinni í viku, en mikil fjölgun hefur
orðið og nú sækja um það bil 55 einstaklingar þrjú
námskeið. Mikil ánægja er með framlag þeirra Sigurðar
og Carynu fyrir þessa hópa og einlæg vinsemd ríkir
á meðal þátttakendanna.
Íslenskunámskeið
slá í gegn
Frá Íslenskunámskeiði á vegum frístundar í Breiðholti.
Græn skref á
frístundasviði
Frístundaheimilið Hraunheimar sem er safnfrístund fyrir börn
úr þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla, Leiks
kólinn Hálsaskógur og Félagsmiðstöðin Hólmasel í Breiðholti eru
á meðal starfsstöðva sem taka þátt í grænum skrefum sem tekin
hafa verið hjá starfsstöðvum skóla og frístundasviðs á síðasta ári.
Í grænum skerfum felast 3056 umhverfisvænar aðgerðir sem meðal
annars felast í réttri flokkun, að kaupa umhverfisvottaðar hreinlætis-
og ræstivörur, umhverfisvænni samgöngur, minni sóun, orkunotkun
og mörgu öðru. Samtals eru 18 af 119 starfsstöðvum skóla- og
frístundasviðs skráðar í verkefnið Grænu skrefin eða rúm 15 prósent.
Hraunheimar í Breiðholti.
Ella Rhayne Guevarra Tomarao nemandi í 10.
bekk Fellaskóla komst áfram í Upptakti í ár. Alla
bárust 75 tónverk og aðeins 13 komust áfram og
þar á meðal Ella.
Með Upptaktinum eru ungmenni í 5. til 10. bekk
hvött til að semja tónlist og þau sem komast áfram
taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi
tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess
að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda
Tónsmíðadeildar.
Fagmenn sitja í dómnefnd og velja 12 til 13 verk úr
innsendum hugmyndum.
Tónsmiðjan Valin verk er fullunnin í tónsmiðju með
tónskáldum og fagfólki í tónlist. Tónsmiðjan fer fram
í Listaháskóla Íslands og Hörpu dagana og að því ferli
loknu hafa orðið til ný tónverk. Tónverkin verða síðan
flutt á glæsilegri tónleikadagskrá í Hörpu 18. apríl 2023.
Tónleikarnir eru hluti af opnunarhátíð Barnamenningar
í Reykjavík. Hljóðfæraleik og framkvæmd annast fagfólk
í tónlist.
Tónsköpunarverðlaunin Öll verkin sem flutt
verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin:
Upptakturinn 2023.
Ella Rhayne komst áfram í Upptakti
Ella Rhayne Guevarra Tomarao.
Fellaskóli, leikskólinn Holt, leik
skólinn Ösp og frístundaheimilið
Vina fell hlutu viðurkenningu fyrir
samstarfs verkefnið Málþroski og
læsi í Fellahverfi. Markmið verk
efnisins er að auka orðaforða
og hugtakaskilning barna með
sér staka áherslu á málþroska,
fram burð og hljóðkerfisþætti,
sem leggja góðan grunn að læsi og
framtíðarnámi barna.
Þetta er hluti af hvatningarverð-
launum skóla- og og frístundaráðs
Reykjavíkur 2023 sem veitt voru fyrir
skóla- og frístundastarf á Öskudags-
ráðstefnunni umliðinn ösku-
dag. Um 350 þátttakendur voru á
ráð stefnunni þetta árið en að auki
fylgdust margir með í beinu streymi.
Verkefni sem verðlaunuð voru fjalla
um sjálfsþekkingu, hinseginleika
og menningarráð.
Málþroski og læsi í Fellahverfi verðlaunað
Frá afhendingu verðlaunanna.
Netverslun:
systrasamlagid.is
– við elskum dósir!
Söfnunarkassar í þínu hverfi eru m.a. við:
Arnarbakka • Austurberg • Seljaskóla