Nesfréttir - 01.11.2023, Side 7

Nesfréttir - 01.11.2023, Side 7
Nesfrétt ir 7 Góð þjónusta / Fagljósmyndun / Sanngjörn söluþóknun Ykkar menn á Nesinu Ólafur Finnbogason lögg. fasteignasali Sími: 822 2307 olafur@miklaborg.is Páll Þórólfsson lögg. fasteignasali Sími: 893 9929 pall@miklaborg.is Ertu í hugleiðinugm um að minnka eða stækka við þig? Erum með kaupendur og seljendur óskráðra eigna sem skoða skipti. Hafðu samband og fáðu frítt skuldbindingalaust verðmat. Minnihluti bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur óskað eftir svörum hver sé gjaldskrá hitaveitu sveitarfélagsins árið 2023. Í bókun minnihlutans á bæjarstjórnarfundi segir m.a. að stjórn veitustofnana hafi samþykkt á fundi 14. desember 2022 að hækka gjaldskrá um 15% árið 2023. Sú fundargerð hafi ekki verið lögð fyrir bæjarstjórn né birt á vef Seltjarnarnesbæjar. Málið er að í lok síðasta árs var samþykkt að hækka gjaldskrár vegna fráveitu, kalds vatns og heits vatns um 15% á Seltjarnarnesi. Umhverfisráðuneytið gerði athugasemd við hækkun á heita vatninu því orkulög kveða á um 7% hámark á arðgreiðslu og hafði Seltjarnarnes farið yfir það að einhverju leyti árin 2020 og 2021. Mistök í stjórnsýslu bæjarins ollu því að gjaldskrárhækkun, sem samþykkt hafði verið og átti að taka gildi um síðustu áramót, tók ekki gildi. Hækkunin hefur nú fengist samþykkt og hefur hún verið auglýst í Stjórnartíðindum og tekið gildi. Umrædd hækkun hefði skilað hitaveitunni um 20 milljónum króna það sem af er ári. Hún hefur nú tekið gildi en fyrir vikið mega íbúar bæjarins búast við frekari gjaldskrárhækkunum á nýju ári. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við hitaveituna á Seltjarnarnesi. Meðal annars borun eftir heitu vatni við Ráðagerði. Borað eftir heitu vatn ofan Ráðagerðis á Seltjarnarnesi. Gjaldskrá hitaveitunnar hefur tekið gildi Haldið var upp á Hrekkjavökuna í báðum húsum Grunnskóla Seltjarnarness í lok október. Margt var til gamans gert. Í Valhúsaskóla var nemendum skipt í aldurs­ blandaða hópa sem fóru á allskyns stöðvar s.s. andlitsmálningu, breakout, kahoot, pílu, blöðruleik og svo margt fleira. Hrekkjavökuhátíð í grunnskólanum Hér má sjá mynd frá deginum í Valhúsaskóla.

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.