Nesfréttir - 01.11.2023, Qupperneq 12
12 Nesfrétt ir
Árni Árnason Hafstað er
upp alinn á Seltjarnarnesi
og gekk í Mýrarhúsaskóla,
skólann sem hann kenndi
síðan við í tæplega 20 ár,
eða þangað til hann setti
„kennaraprikið á hilluna“
vegna aldurs. Lestur barna
hefur löngum verið honum
hugleikinn og hefur hann
í gegnum tíðina samið og
þýtt fjölmargar bækur, sem
flestar eiga það sameiginlegt
að höfða ekki síst til þeirra
barna sem af einhverjum ástæðum glíma við lestrarerfiðleika
en spilla síður en svo fyrir hinum fluglæsu, enda er efnið
yfirleitt áhugavert.
Árni hefur um langt árabil verið í hópi hinna svokölluðu
fuglaljósmyndara og sendi hann fyrir skömmu frá sér bókina Lesum
um fugla. Þar kynnir hann til leiks í stuttu máli og með vönduðum
ljósmyndum um 70 tegundir algengra fugla. Við forvitnuðumst aðeins
um þessa bók og sitthvað fleira.
„Ég kynntist snemma því fjölskrúðuga fuglalífi sem er á Seltjarnarnesi.
Æskuheimili mitt var rétt við þann stað sem Valhúsaskóli stendur núna
á og þaðan var stutt niður í fjöru. Þar var gjarnan mergð fugla, sjófugla
og vaðfugla í ætisleit. Og í „hæðinni“ og móunum var mikið af mófugli.
Ég hafði gaman af því að fylgjast með þessum fuglum öllum.“
Eru einhverjar af fuglamyndunum teknar á Seltjarnarnesi?
„Já, heldur betur. Tæplega
helmingur myndanna í bókinni
er tekinn af fuglum á Nesinu. Ég
hef tekið mikið af myndum þar,
enda fuglalífið með eindæmum
fjölskrúðugt á þessu svæði.
Nesið er í rauninni paradís fyrir
fuglaáhugamenn. Bakkatjörn
er í miklu uppáhaldi með sinn
fjölda andategunda. Þar er oft
mikið fjör og eins Suðurnes,
bæði norðan og austan megin
þar sem vaðfuglarnir eru fyrirferðarmestir. Og ekki má gleyma öllum
æðarfuglunum og sjófuglinum.“
En þá að bók þinni, Lesum um fugla. Hvað geturðu sagt
okkur um hana?
„Jú, hún er hugsuð fyrir börn sem eru farin að lesa sér til gagns og
nýtist þeim og öllum öðrum sem hafa áhuga á að kynnast algengum
fuglum í íslenskri náttúru. Bókin er þannig uppbygg að fuglunum er
raðað í stafrófsröð, sem gerir það að verkum að það er þægilegt að leita
í henni, svo er lýsandi mynd af hverjum fugli fyrir sig og tvö til þrjú
lykilorð um hvern þeirra, sem er svo svarað í stuttum texta þar á eftir.“
En hvernig geta foreldrar komið að bókinni og stutt við lestur
barna sinna?
„Það geta þeir gert með ýmsu móti. Þeir geta auðvitað hjálpað
þeim við að lesa textann og rætt um þau atriði sem þar eru nefnd, svo
sem hvað það merki hjá álftinni „að vera í sárum“, eða þá að hrafninn
„sé alæta“. Svo er hægt að lesa í myndirnar og ræða um þær, en allt
þetta – lestur, spjall um textann og myndirnar – hjálpar börnum að
auka við orðaforða sinn og lesskilning og bætir svo vitaskuld sjálfan
lesturinn hjá viðkomandi barni. Ég hvet foreldra eindregið til að sitja
með börnum sínum þegar þegar þessi bók er lesin, nú eða ef aðrar
bækur eru hafðar um hönd og sýna því áhuga sem þau eru að lesa og/
eða skoða. Það er sannkölluð gæðastund og skilar sér svo sannarlega
þegar að fram líða stundir.“
Árni Árnason Hafstað
Árni Árnason Hafstað með
myndavélina.
Starfsfólk og Þátttakendur í starfi eldri borgara á Seltjarnarnesi senda fjölskyldu
Kristjáns Jóhannssonar hjá Nesfréttum innilegar samúðarkveðjur og þakka áratuga
samleið og gott samstarf.
Eldri borgarar frá Grindavík velkomnir
Þess má geta hér að haft hefur verið samband við yfirvöld í Grindavík sem stýrt
hafa félagsstarfi eldri bæjarbúa þar og þeim boðið að nýta sér aðstöðuna hjá okkur og
einnig að taka þátt í öllu okkar starfi hér á Seltjarnarnesi á meðan á óvissunni stendur.
Þátttaka
Nokkuð góð þátttaka hefur verið í félagsstarfinu og viðburðum á undanförnum
vikum. Heimsókn eldri borgara úr félagsstarfi Dómkirkjunnar heppnaðist mjög vel og
var salur safnaðarheimilisins fullskipaður. Dr. Sigurður Árni Eyjólfsson héraðsprestur
hélt erindi um sambúð Marteins Lúthers og Katarinu af Bora sem í senn var áhugavert
og skemmtilegt. Boðið var upp á hádegisverð sem var steiktur fiskur og Royal búðingur
á eftir. Allir saddir og sælir eftir skemmtilega samverustund í safnaðarheimili
Seltjarnarneskirkju.
Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi hefur haldið tvo félagsfundi nú í haust. Á fyrri
fundinum var rætt um húsnæðismál eldri borgara og hvað hafa þarf í huga við byggingu
húsnæðis fyrir eldri fólk. Páll Líndal umhverfissálfræðingur hélt erindi. Einnig spunnust
umræður um húsnæðismál eldri borgara á Seltjarnarnesi. Ýmsar hugmyndir komu
fram og möguleikarnir I stöðunni ræddir.
Á seinni fundinum hélt Pálmi Jónsson, sérfræðingur í öldrunarlækningum erindi
varðandi heilsuna þegar aldurinn færist yfir. Hvað ber að varast og hverju ber að
viðhalda til að minnka áhrif “ellikerlingar” á heilsuna. Einnig var komið inná strauma
og stefnur í þróun öldrunarþjónustunnar, vonir og væntingar.
Leikhúsferðirnar
Þann 1. nóvember var fyrri leikhúsferð haustsins. Farið var á sýningu Þjóðleikhússins
EX. Flott sýning og stórkostlegur leikur. Næsta leikhúsferð verður 23. nóvember og þá
í Borgarleikhúsið á sýninguna Deleríum Búbónis. Uppselt er orðið á þá sýningu og
komust færri að en vildu. Þar sem góður rómur er að leikhúsferðum okkar þá er stefnt
á að velja tvær eða þrjár sýningar fram á vor. “Óvissuferð” var farin í Elliðaárdalinn
fimmtudaginn 16. nóvember. Lítil þátttaka var í þá ferð sem reyndist frábær í alla staði
og synd að ekki fleiri sáu sér fært að vera með. Eftir fróðlega leiðsögn og skemmtilega
sýningu var farið í kaffi á nýjan veitingastað sem heitir Á Bístró. Skemmtilegur staður
sem býður upp á fjölbreytni í veitingum. Ákveðið var á staðnum að heimsækja þennan
stað næsta sumar, þess fullviss að fleiri njóti.
Aðventan/jólamánuðurinn
Fasta dagskráin heldur sér allan desember en 20. desember verður síðasti dagur í
leir, gleri og handavinnu. Félagsvist verður í salnum á Skólabraut fimmtudaginn 7.
desember kl. 13.30 og jólabingóið verður fimmtudaginn 14. desember.
Jólaljós og út að borða
Þriðjudaginn 12. desember ætlum við út að borða og njóta jólaljósa og jólastemningar.
Farið frá Skólabraut kl. 18.00. Þá verður byrjað á að keyra um helstu jólaskreyttu staði
í nágrenninu. Síðan verður farið á Veitingastaðinn Nauthól. Þar verður hægt að velja
um rétti af matseðli eða sérstakan jólaseðil. Skráning er hafin. Nánari upplýsingar og
skráning hjá Kristínu s. 8939800.
Söngur og súkkulaði
Þriðjudaginn 19. desember verður aðventusamvera í salnum á Skólabraut. Húsið
opnar kl. 14.30. Heimsókn frá nemendum Tónlistarskóla Seltjarnarnes og þeirra
kennurum og sönghópur eldri bæjarbúa tekur lagið undir stjórn Bjarma Hreinssonar.
Jólahugvekja. Hvetjum fólk til að fjölmenna og eiga saman notalega stund. Boðið
verður upp á heitt súkkulaði og annað góðgæti.
Hvetjum fólk til að fylgjast með dagskrá félagsstarfsins og muna að starfið er fyrir
alla eldri borgara sama hvar þeir búa. Meginhluti dagskrárinnar fer fram í aðstöðunni
á Skólabraut 35 nema annað sé auglýst. Minnum á kaffikrókinn á Skólabraut alla
daga frá kl. 9.30., jóga/leikfimina með Öldu alla mánudaga og fimmtudaga kl. 11.00,
handavinnuna alla mánudaga og miðvikudaga kl. 13.00, sönginn alla þriðjudaga kl.
16.00, botsía miðvikudaga kl. 10.00, æfingar og pútt á Nesvöllum þriðjudaga kl. 10.30
og námskeiðin í gleri og leir. Einnig er vatnsleikfimi í sundlauginni sem er opin fyrir alla
eldri borgara, karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar og ýmislegt fleira. Á Skólabraut
er boðið upp á hársnyrtingu einu sinni í viku og fótsnyrtingu á 56 vikna fresti. Einnig
hvetjum við alla til að fylgjast vel með fjölbreyttri dagskrá bókasafnsins. Allar nánari
upplýsingar varðandi starfið veitir forstöðumaður félagsstarfs eldri bæjarbúa Kristín
Hannesdóttir. Kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is
FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF
ELDRI BÆJARBÚAKennari og
fuglaljósmyndari
af Seltjarnarnesi
Þrastarungi í Hólavallagarði.