Nesfréttir - 01.11.2023, Qupperneq 14
Í október kom dr. Elís Þór
Rafnsson, Sjúkraþjálfari PhD,
sérfræðingur í íþróttasjúkraþjálfun
og sjúkraþjálfari handboltaland
sliðs karla til margra ára og hélt
fyrirlestur fyrir Gróttukrakka frá
4. flokki í handboltanum.
Hann fræddi þau um og sýndi
mikilvægar teygjur sem koma þeim að
gagni sem tilvonandi afreksfólk, bæði til þess að koma í veg fyrir meiðsli og
einnig til að jafna sig eftir ákveðin meiðsli. Þessi fyrirlestur var að frumkvæði
Aðalstjórnar og Elís sjálfs, sem er sammála okkur að í Gróttu sé mikilvægt að
impra á þessum atriðum til að hindra langvarandi meiðsli barnanna og auka
líkur á því að þau blómstri í íþróttinni og iðki hana sem lengst. Elís gaf þjál
furum yngri flokkana góð ráð varðandi teygjurútínu sem hann mælir með
því að börnin tileinki sér á hverri æfingu og vonast er til að þessi grunnur
nýtist okkar fólki vel í framtíðinni. Vel var tekið í þessa fræðslu og mögulegt
er að Elís komi aftur og tali við enn fleiri iðkendur, og gefi frekari ráð.
14 Nesfrétt ir
G R Ó T T U S Í Ð A N www.grotta.is
Matthías ráðinn þjálfari
meistaraflokks kvenna
og Melkorka framlengir
170
GETRAUNANÚMER GRÓTTU
GETRAUNIR.IS
Matthías Guðmundsson
hefur verið ráðinn þjálfari
meistara flokks kvenna knatt
spyrnudeildar Gróttu. Matthías
gerir þriggja ára samning við
deildina en hann hefur síðustu
tvö ár verið aðstoðarþjálfari
meistara flokks kvenna Vals.
Matthías á að baki glæstan
fótboltaferil og 196 leiki í efstu
deild á Íslandi en hann lék
lengst af með Val.
Matthías hlakkar til að að hefja
störf hjá félaginu: „Ég er mjög
spenntur fyrir því að fá tækifæri til
að þjálfa svona flottan klúbb eins og Gróttu. Hópurinn er flottur með góðan
kjarna af leikmönnum sem hafa spilað lengi saman og efnilegar stelpur að
koma upp. Einnig er stefna félagsins mjög spennandi og umgjörðin alveg til
fyrirmyndar. Ég hlakka mikið til að hitta hópinn og komast út á æfingasvæðið."
Við sama tilefni skrifaði Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir undir tveg
gja ára samning sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Melkorka hefur
síðasta árið verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu ásamt því
að vera aðalþjálfari 5. flokks kvenna og heldur hún því góða starfi áfram hjá
deildinni. Melkorka er á lokaári meistaranáms í sjúkraþjálfun og hefur lokið
UEFA B þjálfararéttindum.
Melkorka er spennt fyrir framhaldinu: „Ég er gríðarlega ánægð að hafa skrifað
undir nýjan samning og hlakka til að vinna áfram í því frábæra umhverfi sem
Grótta hefur upp á að bjóða. Ég hlakka mikið til að vinna áfram með leikmön
num og fólkinu í kringum liðið. Einnig er frábært að hafa fengið Matta inn í þetta
og ég hlakka til samstarfsins. Það eru spennandi tímar framundan á Nesinu!"
Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að hafa samið við Matthías og Melkorku
og hlakkar til komandi samstarfs við þau bæði. Harpa Frímannsdóttir: „Við í
stjórn knattspyrnudeildar erum gríðarlega ánægð að hafa fengið Matthías sem
þjálfara liðsins, hann mun koma með ferskan blæ og mikla reynslu inn í starfið.
Einnig fögnum við endurráðningu Melkorku aðstoðarþjálfara sem þekkir liðið
vel og ég tel víst að þau munu ná vel saman og ná því besta fram."
Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið
valinn sem besti markvörður tímabilsins í
efstu deild sænska boltans! Hákon Rafn var
aðalmarkvörður Elfsborg á tímabilinu og
fékk liðið aðeins 26 mörk á sig í 30 leikjum,
en ekkert lið fékk færri mörk á sig.
Hákon, sem er ekki nema 22 ára gamall, hefur
verið að gera frábæra hluti í sænska boltanum
síðan hann fór þangað frá Gróttu árið 2021.
Hákon á að baki fjóra Alandsleiki fyrir Ísland
og spilaði hann alla deildarleiki Elfsborg á tíma
bilinu sem var að ljúka að einum undanskildum en þá var hann í leikbanni.
Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega hreykin af Hákoni og hans
frábæru frammistöðu. Hákon er frábær fyrirmynd fyrir unga iðken
dur hjá Gróttu sem líta svo sannarlega upp til hans. Hann á þennan
titil svo sannarlega skilið og óskum við honum innilega til hamingju
með þessa glæsilegu viðurkenningu!
Hákon valinn markmaður
ársins í Svíþjóð
Teygjuþjálfun iðkenda
handknattleiksdeildar
Matthías, Harpa og Melkorka.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Landsliðsþjálfarar U15 ára
landsliðs kvenna, Sigríður Unnur
Jónsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir
völdu á dögunum U15 ára land
sliðshóp sem mun æfa dagana
23. 26. nóvember næstkomandi.
Einn fulltrúi frá Gróttu er í land
sliðshópnum en það er hún Edda
Sigurðardóttir. Edda er leikmaður í
4. flokki kvenna hjá félaginu.
Edda valin í U15 ára
landslið kvenna
Landsliðsþjálfarar U20 ára
landsliðs kvenna, þeir Ágúst
Jóhannsson og Árni Stefán
Guðjónsson völdu á dögunum
landsliðshóp U20 ára land
sliðsins til æfingar dagana
23. – 26. nóvember.
Gróttu á tvo fulltrúa í liðinu
en það eru þær Anna Karólína
Ingadóttir og Katrín Anna Ásmundsdóttir.
Anna Karólína og Katrín
Anna í U20 ára landsliðinu