Vesturbæjarblaðið - May 2023, Page 8
8 Vesturbæjarblaðið MAÍ 2023
Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður | Tryggvagötu 11, 2. hæð
Sími 783 8600 | elin@buumvel.is | www.buumvel.is
Vantar þig þjónustu
við dánarbússkipti,
sölu og ráðstöfun eigna?
SÉRHÆFÐ
LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA
VEGNA BÚSETUSKIPTA
MEÐ ÁHERSLU Á 60+
Verið er að byggja allt að 7,6 þúsund fermetra
íbúðarhúsnæðis á Steindórsreitnum auk atvinnu
rýma í Vesturbænum, sem oft hefur verið kallað
ur BYKOreiturinn eftir að BYKO rak verslun í
gömlu Steindórshúsunum um tíma. Um er að ræða
byggingu þriggja húsa með 84 íbúðum og sameigin
legum bílakjallara. Framkvæmdir hófst haustið 2021
og áætlað er að þeim ljúki á næsta ári.
Fjárfestingarfélagið IREF, sem er í eigu Gunnars
Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævars
sonar, tveimur af aðaleigendum Re/Max eignaðist
helmings hlut í félaginu U22 ehf. á síðasta ári en helsta
eign síðarnefnda félagsins er Steindórsreiturinn við
Hringbraut Eignabyggð ehf., sem er í eigu Hannesar
Þórs Baldurssonar og Brynjólfs Smára Þorkelssonar
tók við eignarhaldi á U22 af fasteignafélaginu Kalda
lóni haustið 2021 en eignin var hluti af endurgjaldi í
kaupum Kaldalóns á atvinnuhúsnæði. IREF eignaðist
svo helmings hlut í U22 á móti Eignabyggð í fyrra.
Bókfært verð Steindórsreitsins við Sólvallagötu 79 var
3,4 milljarðar í lok síðasta árs.
Þannig mun Steindórsreiturinn, sem er næst Hringbrautinni gegnt JL húsinu líta út að framkvæmdum loknum.
Mynd: +Arkitektar.
Framkvæmdum á
að ljúka á næsta ári
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
UM 90 vinnu rými
í HafnarHaus
Gamalt skrifstofur ými hefur fengið nýtt hlutverk í
Hafnarhúsinu. Þar er nú unnið að því að byggja upp skapandi
samfélag. Þetta rými nefnist HafnarHaus og hóf starfsemi síðla
sumars á liðnu ári. Nú þegar er fólk sem ekki þekktist áður er farið
að vinna að ýmsum verkefnum saman.
Hugmyndina að þessu á Haraldur Þorleifsson athafnamaður sem
meðal annars er þekktur fyrir að rampa Reykjavík upp. Hann hafði
ásamt René Boonekamp verið að velta fyrir sér hvers vegna ekki væri
staður á Íslandi þar sem skapandi fólk og fyrirtæki væru saman undir
einu þaki. Og þér létu ekki þar við standa heldur gerðu hugmyndina
að veruleika. Rýmið er um 3.000 fermetrar og um 90 vinnurými sem
nýtast með ýmsum hætti. Nú hafa um sjötíu skapandi einstaklingar
komið sér fyrir og reyni að skapa lifandi stemningu í húsinu og gæta
þess að það sé hæfileg blanda allra greina. Hópurinn sem stendur að
HafnarHaus leigir af Reykjavíkurborg og framleigir til notenda.
Vinnurýmin í HafnarHaus nýtast með ýmsum hætti og skapa
stemningu.
Steindórsreitur
Nýtt miðborgarfélag hefur verið stofnað. Þetta kom
meðal annars fram í erindi sem Guðrún Jóhannesdóttir
eigandi Kokku og Jakob E. Jakobsson veitingamaður á
Jómfrúnni flutt á kynningarfundinum Athafnaborgin
2023. Þar sögðu þau frá nýju markaðsfélagi sem nýlega
var stofnað á forsendum rekstraraðila. Miðborgin
Reykjavík, eins og félagið heitir, hefur þann tilgang að
vera markaðsfélag fyrir hagaðila miðborgarinnar til að
skapa jákvæða upplifun og efla atvinnurekstur, verslun
og þjónustu og störf á svæðinu
Tilgangur félagsins er meðal annars að upplýsa um
starfsemina í miðborginni. Veita upplýsingar um aðgengi
og bílastæðahús. Sjá um kynningar og markaðsmál fyrir
miðborgina og halda utan um markaðsviðburði. Félagið á
að vera talsmaður um málefni miðborgarinnar. Sjá um öll
helstu samskipti við og Reykjavíkurborg og vinna að bættu
umhverfi og öryggi í miðborginni. Og að skipuleggja
tengslastarf með félagsmönnum út frá þeirri staðreynd að
yfir 200 verslanir eru í miðborginni. Yfir 70 verslanir eru
að selja föt og skó. Þar eru einni fjölda gleraugnaverslana,
skartgripa og úraverslana auk margskonar annarrar
þjónustu. Auk þess ná nefna margvíslega menningarstarfsemi og listgallerí.
Stjórn félagsins skipa Jakob Einar Jakobsson á Jómfrúnni, Kristjana Ósk Jónsdóttir frá Reitum
Fasteignarfélagi, Róbert Aron Magnússon hjá Götubiti ehf/2Guys, Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku og
Karl Jóhann Jóhannsson í Aurum.
Nýtt miðborgarfélag stofnað
- tilgangur þess er að sinna markaðs- og kyningarmálum
Jakob E. Jakobsson og Guðrún Jóhannesdóttir flytja
erindi á kynningarfundinum Athafnaborginni.
Netverslun: systrasamlagid.is