Vesturbæjarblaðið - maj 2023, Qupperneq 12
12 Vesturbæjarblaðið MAÍ 2023
www.borgarblod.is
Netverslun:
systrasamlagid.is
Gríðarlega sterkt skólaskákmót var haldið
í Hagaskóla 12. maí sl. Þar öttu allir sterkustu
skákmenn skólans kappi og fór keppnin fram þvert
á árganga.
Undanfari mótsins voru þrjú árgangamót en mikill
skákáhugi er í skólanum. Á þessu lokaskákmóti
skólaársins tefldu 24 keppendur úr árgöngunum
þremur til sigurs. Í fyrsta sæti varð Matthías Björgvin
Kjartansson í 8. ASÁ. Í öðru sæti varð Magnús Andri
Magnússon í 10. SÓ og í þriðja sæti varð Björn Höjgaard
V. Steinsson í 8. AHO.
Sterkt skákmót í Hagaskóla
Sigurvegarar í skákmóti Hagaskóla.
Skilaboð í
geimskutlu í
Landakotsskóla
Verkefnið “Skilaboð í geimskutlu” var unnið á þemadögunum
í Landakotsskóla þann 28. til 29. mars síðastliðinn. Allur skólinn
tók þátt í verkefninu og var nemendum blandað þvert á bekki.
Hugmyndin var sú að senda skilaboð út í geim um hvernig við
lifum á jörðinni og hvað við myndum vilja að geimbúar viti um okkur.
Útfærslurnar urðu margvíslegar. Sem dæmi, þá var unnið video verk,
myndlist, stór kort af jörðinni og margt fleira. Afraksturinn var síðan
sýndur á göngum skólans og var opið hús þar sem margir sáu sér fært
að mæta og líta á verkin.
Síðustu vikur hafa Bátaleikarnir verið í gangi í 6.
bekk Vesturbæjarskóla. Bátaleikarnir eru svonefnd
STEAM áskorun sem ætlað er að örva rökhugsun
með hönnun, þrautalausnum og sköpun. STEAM
stendur fyrir Science, Technology, Engineering, Art
og Math. Áskorunin var að búa til bát sem gæti siglt
ákveðna vegalengd án þess að sökkva.
Börnin fengu frjálsar hendur um það hvernig þau
útfærðu lausnina en báturinn átti að vera búinn til úr
endurnýtanlegum efnivið og ekki mátti nota rafmagn til
að knýja bátinn áfram. Við fengum Birgi skipahönnuð
frá Skipasýn til okkar í heimsókn sem fræddi okkur
um ýmislegt hvað varðar hönnun báta sem var mjög
áhugavert og hvetjandi. Sköpunarsmiðjuverkefnið er
viðfangsmikið og felur í sér ýmis hæfniviðmið.
Verkefnið er e-Twinning verkefni en markmið slíkra
verkefna er að auðga skólastarfið á ýmsan hátt. Auk
Vesturbæjarskóla taka þátt Ingunnarskóli og Selásskóli
og skólar á Norðurlöndunum. Ferlið var allt tekið upp
og fengu nokkrir nemendur það hlutverk að búa til
myndband sem sent verður hinum skólunum í
verkefninu. Við fáum einnig að sjá hvernig gekk hjá
þeim. Síðar í mánuðinum verður fjarfundur þar sem
skólarnir hittast og fá smá örkynningu á því hvernig
verkefnið gekk. Í framhaldinu halda börnin áfram að
læra um krafta og geta því betur áttað sig á ýmsum
hugtökum sem þeim tengjast með vísan í Bátaleikana
sem gerir námið þeim merkingarbært.
Bátaleikar á Reykjavíkurtjörn
Frá þemadögum í Landakotsskóla.
Nýsköpunarmennt
í Melaskóla
Í vetur hefur verið samstarfsverkefni í nýsköpunarmennt í
6. bekk Melaskóla.
Hugmyndir nemenda í 6. bekk voru sendar inn í NKG
(Nýsköpunarkeppni grunnskólanna) og var eitt verkefni úr Melaskóla
valið í hóp 25 hugmynda af mörg hundruð innsendra umsókna.
Nemendum Melaskóla í 6. bekk eru senda þakkir og góðar kveðjur
frá dómnefndinni sem hvetur okkur að halda áfram með þetta góða
starf til eflingar nýsköpunarmenntar á Íslandi. Eftir er að velja þær
hugmyndir sem verða sigurvegara í flokkum keppninnar og verða
úrslitin kynnt í lok maí.
Frá bátaleikunum á Reykjavíkurtjörn.
Skapandi verkefni í Melaskóla.