Vesturbæjarblaðið - maj 2023, Side 15

Vesturbæjarblaðið - maj 2023, Side 15
15VesturbæjarblaðiðMAÍ 2023 GETRAUNIR.IS 107 GETRAUNANÚMER KR Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR. Þórhildur Garðarsdóttir hefur fyrst kvenna verið kjörinn formaður KR. Hún hefur átt sæti í aðalstjórn félagsins síðustu sjö árin og hefur einnig tekið þátt í starfi þess á ýmsum öðrum sviðum. Þórhildur tekur við sem formaður af Lúðvík Georgssyni en hann hefur verið formaður KR frá árinu 2021. Gylfi Aðalsteinsson var formaður félagsins í átta ár þar á undan. Þórhildur kveðst í frétt frá KR vera afar stolt af því að vera tekin við sem formaður. “Okkur bíða ærin verkefni og þar má helst nefna aðstöðumál félagsins, en KR hefur því miður setið eftir þegar kemur að húsnæðismálum. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að börnum og ungmennum í hverfinu verðin búin sú aðstaða sem þau þurfa,” sagði Þórhildur eftir að hafa tekið við formannsembættinu. Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR Skíðadeild KR átti flotta fulltúa á Andrésar andar leikunum sem haldnir voru í Hlíðafjalli í lok apríl. Öll stóðu krakkarnir sig gríðarlega vel og voru félagi sínu til mikils sóma. Arnór Alex Arnórsson gerði sér lítið fyrir varð tvöfaldur Adrésarmeistari í svigi og stórsvigi í flokki 14 ára. Freyja Rún Pálmadóttir varð 2. sæti í svigi og 3. sæti í stórsvigi í flokki 11 ára og Emil Páll Snorrason var í 2. sæti í svigi í flokki 10 ára. Arnór Alex tvöfaldur sigurvegari á Andréar Andar leikunum Arnór Alex Arnórsson ánægður með sigurverðlaunin. Strákarnir í KR mættu með tvö lið á Landsbankamót 8. flokks á Selfossi fyrr í mánuðinum. Ellefu strákar skipuðu þessi tvö lið og stóðu þeir sig allir frábærlega. Hvort lið spilaði fjóra leiki sem allir voru æsispennandi með helling af mörkum og góðum markvörslum. Strákarnir eru búnir að bæta sig mikið í vetur og eru farnir að spila virkilega flottan handbolta þar sem boltinn fær að fljóta vel á milli manna. Strákarnir voru því vel sáttir að loknu mótinu og fengu medalíu í verðlaun. Áttundi flokkur KR stóð sig frábærlega KR strákarnir voru að vonum ánægðir að mótinu loknu. KR varð á dögunum Íslands meistari í 11. flokki stúlkna í körfubolta eftir sterkan sigur á liði Stjörnunnar 80-75. Liðin hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og hafa skipst á að vinna úrslitaleiki gegn hvort öðru. KR liðið náði snemma yfirhöndinni í leiknum og hélt henni út leikinn, þær leiddu mest með 21 stigi í 3 leikhluta 66–45. Stjarnan gerðu góða tilraun til þess að komast aftur inn í leikinn í 4 leikhluta en allt kom fyrir ekki, lokatölur urðu 80-75 KR stelpum í vil. Maður leiksins var Rebekka Rut Steingrímsdóttir en hún skoraði 25 stig, tók 8 fráköst og var með 26 framlagspunkta. Fjóla Gerður Gunnarsdóttir var frábær með 18 stig, Anna Margrét Hermannsdóttir skoraði 15 stig og tók 16 fráköst, Anna María Magnúsdóttir var nálægt þrennu með 14 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar, Arndís Rut Matthíasdóttir og Kristrún Edda Kjartansdóttir skoruðu báðar 4 stig. Íslandsmeistarar í 11. fl. stúlkna KR-stúlkurnar ásamt þjálfurum sínum að verðlaunaafhendingu lokinni.

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.