Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2023, Page 21

Ægir - 01.06.2023, Page 21
21 Fréttir hafi valið okkar búnað á stuttum tíma,“ segir Ragnar og bætir við að almennt sé Vélfag í sókn með sínar tölvustýrðu bol- fiskvinnsluvélar á mörgum erlendum markaðssvæðum. Styttist í fyrstu UNO vélina Fyrir réttu ári kynnti Vélfag tímamóta þróunarverkefni með UNO fiskvinnslu- vélinni þar sem er verið að sameina flökun, hausun, roðdrátt og jafnvel bita- skurð í eina vél. Verkefnið vakti mikla athygli á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll í september 2022 og í kjöl- farið voru gerðir samningar um sölu á fyrstu tveimur vélunum til Noregs. „Vinna við UNO verkefnið stendur sem hæst hjá okkur núna og ég geri ráð fyrir að fyrsta vélin verði afhent til Nor- egs á næstu mánuðum. Vélin vakti strax mikinn áhuga á fiskvinnsluvélamark- aðnum og við finnum að það fylgjast margir með hvernig reynslan verður af vélinni,“ segir Ragnar.  Írskar bolfiskvinnslur hafa tæknivætt sig að undanföru og hefur Vélfag afhent þangað fimm tækjalínur. Hér eru þeir Ragnar Guðmundsson og Reimar Viðarsson hjá Vélfagi og fyrir miðju Liam Quinlan hjá Quinlan Kerry Fish þegar samningur um kaup vélbúnaðar fyrirtækisins var staðfestur.  Tækjalínur frá Vélfagi voru settar í tvo frystitogara hér á landi í sumar. Hér er M 705 flökunarvélin á leið um borð í Baldvin Njálsson GK.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.