Reykjanes


Reykjanes - 24.06.1987, Qupperneq 11

Reykjanes - 24.06.1987, Qupperneq 11
T Miðvikudagur 24. júní 1987 11 • • „Oruggur á að ég myndi verja —vítaspyrnuna frá Grétari,“ sagði Þorsteinn Bjarnason GARÐUR: — „Ég fékk það strax á tilfinninguna að ég myndi verja vítaskotid frá Grét- ari Einarssyni. Já, ég var örugg- ur um leið og ég snéri mér við í markinu og horfði fram á völl- Kjartan skoraði tvö mörk SANDGERÐI: — Kjartan Ein- arsson skoraði tvö mörk fyrir Reynismenn þegar þeir lögðu Hauka að velli, 3-0, í 3. deildar- keppninni í knattspyrnu. Annar fyrrum lcikmaður Keflavíkur- liðsins, ívar Guðmundsson, skoraði þriðja markið. Leikmenn Reynis voru mun sterkari heldur en Haukar, sem voru vægast sagt lélegir. Þess má geta að þrisvar sinnum skall knötturinn á marksúlunni hjá Haukum. Njarðvík- ingar unnu sigur í Borgarnesi Leikmenn Njarðvíkurliðsins fögnuðu sigri, 3-2, í Borgarnesi, þar sem þeir léku gegn Skalla- grím í 3. deildarkeppninni. Njarðvíkingum gekk illa að finna leiðina að marki Skalla- gríms, sem hafði yfir, 2-1, í leik- hléi. Þeir náðu þó að gera út um leikinn í seinni hálfleik. Jón Ólafsson, Guðbrandur og Frið- rik Ragnarsson skoruðu mörk Njarðvíkinga. Grindavík tapaði Grindvíkingar máttu þola tap, 0-3, fyrir Stjörnunni í 3. deildarkeppninni. Stjörnumenn voru mun sterkari í leiknum, sem fór fram í Garðabæ. —þar sem Keflvíkingar nýttu marktækifærin sín og unnu sigur, 3-1 inn,“ sagöi Þorsteinn Bjarna- son, markvörður Keflavíkur- liðsins, sem var fyrsti markvörð- urinn í 1. deild til að verja vita- spyrnu í ár. Þorsteinn sagðist hafa verið ánægður með úrslit leiksins. „Víðismenn voru meira með knöttinn síðustu 25 mín., en þeir náðu ekki að skapa sér mark- tækifæri. Aftur á móti gátum við bætt við mörkum eftir skyndisóknir,“ sagði Þorsteinn. „Leikir okkar hafa verið frekar köflóttir, ef svo má að orði komast. Við verðum að taka okkur á í næstu leikjum, gegn KA, FH og Fram. Verðum að fá minnst sex stig út úr þeim,“ sagði Þorsteinn. Óli Þór Magnússon var greinilega rangstæður þegar hann skoraði annaö mark Keflvíkinga. Reykjanesmynd: Hrós. knattspyrnu. Keflvíkingar náðu að knýja fram sigur, 3-1, í fjör- ugum og skemmtilegum leik. Þorsteinn Bjarnason, mark- vörður Keflavíkurliðsins, varði vel í leiknum, en þó aldrei eins vel og þegar hann varði víta- spyrnu Grétars Einarssonar. Þorsteinn náði að slá fast skot Grétars í þverslá og aftur fyrir. Víðismenn byrjuðu leikinn með miklum látum og fengu þeir tvö gullin tækifæri til að skora. Þeim brást bogalistin í bæði skiptin. Gunnar Oddsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins, var með rétt stillta fallbyssu á 17 mín. leiksins, þegar hann fékk sendingu frá Óla Þór Magnús- syni. Gunnar skoraði með góðu skoti af 18 m færi. Knötturinn hafnaði efst upp í markhorninu, óverjandi fyrir Gísla Hreiðars- son. Keflvíkingar bættu síðan öðru marki við á 35 mín. Þá sofnaði annar línuvörðurinn á verðinum, þegar Óli Þór fékk knöttinn þar sem hann var rang- stæður. ÓIi Þór skoraði af stuttu færi. Helgi Bentsson bætti síðan þriðja marki Kefl- víkinga við í seinni hálfleik, með góð skoti af 20 m færi. Björgvin GARÐUR: — Það gekk á ýmsu leikmenn Víðis á grasvöllinn í þegar Keflvíkingar heimsóttu Garði í 1. deildarkeppninni í Það var oft hart barist um knöttinn í leik Víðis og Keflavíkur. Björgvinsson svaraði fyrir Víði, 3-1, með skalla og síðan varði Þorsteinn vítaspyrnu Grétars, eins og fyrr segir. Leikurinn var mjög skemmti- legur. Keflvíkingar voru betri í fyrri hálfleik, en Víðismenn komust inn í myndina í seinni hálfleik, eftir að Keflvíkingar- fóru að draga sig aftur í vörn. Aftasta vörnin hjá Keflavík var slök, en höfuðverkurinn hjá Víði var sóknarieikurinn. Skúli á skot- skónum KEFLAVÍK: — Skúli Rósants- son var á skotskónum þegar Keflavík vann sigur, 1-0, yfir Selfoss í íslandsmóti 1. flokks. Skúli skoraði sigurmarkið. Spennuleikur í Garði íþrótta- og leikjaskóli C3 Keflavíkur «3 Nýtt námskeið fyrir börn 6-12 ára hefst 1. júlí. Innritun í það hefst mánudaginn 29. júní frá kl. 16.00 - 19.00 í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þátttökugjald er kr. 1.000,- íþróttaráð Keflavíkur.

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.