Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 11
6. janúar 2023 | | 11 „Það er metnaðarfullt skref hjá núverandi stjórn Eyjasýnar og ritstjóra Eyjafrétta að endurverkja fréttapíramídann. Það skiptir mála að athygli sé vakin á því sem vel er gert. Þau verkefni og þeir sem hafa hlotið viðkenningu hér í dag eru virkilega vel að því komnir,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri við afhendingu Fréttapíramídanna. „Vönduð, fagleg og gagnrýnin fréttamennska, þar sem öll sjónar- mið heyrast, er mikilvæg samfé- lagi eins og Vestmannaeyjum. Því er mikilvægt að í fréttamennsku, eins og í pólitíkinni, séu þeir sem þar starfa alltaf að endurskoða og meta frammistöðu sína hverju sinni. Og er það nauðsynlegt fyrir hérðasfréttamiðla sem ætla dafna í síbreytilegu umhverfi,“ sagði Íris einnig. Takk Páll „Mér finnst afskaplega vel til fundið að Pál Zóphaníasson sé Eyjamaður ársins árið 2022 og hann heiðraður í upphafi árs 2023 þar sem á því ári eru 50 liðin frá Heimaeyjargosinu. Hann fékk eldskírn sem tækninfræðingur í gosinu og á stóran þátt í því hversu ótrúlega vel hlutirnir gengu á þessum tíma. Palli hefur alltaf verið hluti af gostengdunum minningum í mínum huga, hann og Magnús bæjarstjóri. En Palli Zóf, eins og flestir þekkja hann, hefur haft nokkra hatta eins og kom fram hér áðan. Takk fyrir allt þitt Páll- og til hamingju með viðurkenninguna.“ Biggi Gauja engum líkur Íris sagði Guðjón Magnússon eða Biggi Gauja- engum líkur. „Í mín- um huga er Biggi Gauja samofinn þrettándanum og þjóðhátíðinni. Tveimur af þeim fjórum stóru viðburðum ársins hér í Eyjum sem okkar ástkæra ÍBV íþróttafélaga sendur fyrir. Mér finnst mikilvægt að það komi fram, fyrir okkur Týrarana, að það voru Týrarar sem tóku þrettándann upp á sína arma og gerðu hann að þeirri einstöku upplifun sem hann er í dag. Sjálfboðaliðar eins og Biggi gera það að verkum það þetta var hægt.“ „Til að samfélag eins og okkar verið sterkt og blómstri þarf, frum- kvöðla, athafnafólk, sjálfboðaliða og síðast en ekki síst Eyjahjarta. Það hafa bæði Palli Zóf og Biggi Gauja og hafa sýnt það með sínu framlagi,“ sagði Íris einnig. Neistinn kveiktur „Vestmannaeyjabær er íþrótta- bær, og hefur verið lengi, og nú höfum við skapað okkur nafn sem menntabær. Það tekst með samstilltu átaki og flaggskipið er Kveikjum neistann verkefnið,“ sagði Íris um framtak ársins, Kveikjum neistann. „Þetta fór formlega af stað í 1. bekk haustið 2021 með áherslu- breytingum í námi nemendanna og kennslu í samræmi við markmið verkefnisins. Kveikjum neistann- rannsóknar- og þróunarverkefni í GRV er eitt af stóru þróunar- verkefnum á Íslandi, en það þarf ýmislegt að ganga upp til þess að hægt sé að taka þá í verkefni sem þessu,“ sagði Íris og nefndi mikil- vægi samstarfs allra aðila. „Við viljum halda áfram og þessari braut og vil ég óska öllum þeim sem koma að verkefninu til hamingju með þau skerf sem verið er að stíga í því að bæta skólakerf- ið okkar og fjárfesta í framtíðinni sem eru börnin okkar. Nú er að halda áfram á þessari braut að hugsa til framtíðar og gera samfélagið okkar enn betra. Við viljum vera í fremstu röð og höfum alla burði til þess sem samfélag. Þið öll sem hljótið viðkenningu hér í dag hafið sannarlega lagt ykkar að mörkum til þess- takk fyrir það,“ sagði Íris að endingu. „Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að gefa ykkur tíma fyrir að koma á þennan árlega viðburð sem hefur verð haldinn í um þrjátíu ár. Ástríða fyrir samfélaginu í Vest- mannaeyjum er einkennandi fyrir þá sem hljóta fréttapíramídan. Viðburð sem er mikilvægari en ég gerði mér grein fyrir fyrst þegar ég mætti á hann fyrir nokkrum árum. Það er gott að staldra við reglulega, líta yfir farinn veg, heiðra þá sem hafa lagt líf og sál til samfélagsins og eru okkur hinum hvatning til dáða,“ sagði Trausti Hjaltason, stjórnarfor- maður Eyjasýnar við afhendingu Fréttapýramídanna. Ný stjórn og nýtt starfsfólk Í júní var skipuð alveg ný stjórn Eyjasýnar. Gígja Óskarsdóttir og Kári Bjarnason komu inn í stjórn- ina með mér og tóku við keflinu af Margréti Rós, Hjalta Pálssyni og Kristni Pálssyni, þeirra óeigin- gjörnu vinnu verður seint þakkað að fullu. Við Gígja með Ómar og Kára okkur til halds og trausts fórum full tilhlökkunar af stað í verðugt verkefni, hafa þessir mánuðir verið mjög lærdómsríkir og skemmtilegir. Okkar fyrsta verk var að ráða Eygló Egilsdóttur inn í hálft starf, Eygló kom inn með trukki og dýfu í byrjun sumars og hélt vel utanum vefinn okkar og skrifaði fjöldan allan af greinum í blaðið. Eygló rekur fyrirtæki í Reykjavík og stóð til að hún flytti til Eyja í lok sumars, en það gekk ekki eftir og þurfti hún því að hætta í haust, kann ég Eygló mikl- ar þakkir fyrir hennar starf og var skemmtilegt að vinna með henni. Eyjafréttir með reynslumesta blaðamann Íslands Rétt áður en Eygló og ný stjórn kom inn, höfðu eigendur landað einum öflugasta og reynslumesta blaðamanni norðan Alpafjalla. Ómar Garðarsson fyrverandi lögreglumaður, sjómaður og blaðamaður til tugi ára kom og skólaði okkur unglömbin til. Ómar sem alltaf er að hugsa um næsta blað, er líklega einn reynslumesti blaðamaður Íslands sem starfar í dag. Það er afskap- lega þægilegt að vita af Ómari sem ritstjóra blaðsins, greinarnar hreinlega reitast af honum. Í haust var ég svo lánsamur að fá að fara með honum á Sjávarútvegssýn- inguna að kynna blaðið, þar fékk blaðið frábærar viðtökur og voru menn gapandi yfir því að við gæfum út svona flott blað í Eyjum tvisvar í mánuði. Við höfum frá svo mörgu skemmtilegu og áhuga- verðu að segja í Eyjum. Eyjafréttir fjalla um samfélagið af dýpt Reksturinn er brothættur og það má ekki mikið útaf bregða til að tæplega hálfrar áratuga starf- semi leggist af. Það er ekki síst áskrifendum okkar, starfsmönnum og fyrirtækjum hér í bæ að þakka að miðillinn starfi áfram. Sjálfum þykir mér vænt um Eyjafréttir og finnst mér miðillinn vera hluti af samfélaginu okkar, mikilvæg heimild fyrir söguna og góður rýnir sem fjallar af dýpt um málin og er ávallt á vaktinni. Þess ber að geta að starfsmenn og stjórn hafa fundið mjög góðan stuðning frá eigendum, sem hefur verið mikilvægt sérstaklega þegar á reynir. Hluthafarnir eru 19 sem hafa staðið þétt við bakið á rekstrinum, flestir til tugi ára. Ísfé- lagið og Vinnslustöðin eru stærstu eigendurnir og hafa reynst okkur afskaplega vel. Að lokum langar mig að nefna Vestmannaeyjabæ sem hafa undanfarin ár verið okkur til halds og trausts á þessum viðburði. Vestmannaeyjabær kemur líka tilkynningum og auglýsingum til skila í gegnum miðla okkar sem er okkur mikilvægt. En nú er ég búinn að rausa alltof mikið og komin tími á súpu sem kemur frá Einsa kalda en er í boði Vest- mannaeyjabæjar,“ sagði Trausti að endingu. Íris bæjarstjóri Viljum vera í fremstu röð: Þið hafið lagt ykkar að mörkum Trausti Hjaltason Formaður stjórnar Eyjasýnar Eyjafréttir eru samfélaginu mikilvægar FRÉTTAPÝRAMÍDINN2022

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.