Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 18
18 | | 6. janúar 2023 Á milli jóla og nýárs var tilkynnt um samruna Ramma hf á Siglu- firði og Ísfélags Vestmannaeyja undir nafninu Ísfélagið. Í þessu er auðvitað mikil tíðindi en bæði fyrirtæki hafa verið burðarásar í íslenskum sjávarútvegi um árabil. „Í okkar huga eru tvö öflug og vel rekin fyrirtæki að sameinast. Þau eru á margan hátt ólík sem gefur nýju félagi meiri breidd og slagkraft. Þau eiga það líka sam- eininlegt að þeim standa öflugir hluthafar sem gefa félaginu styrk. Við teljum tækifæri að styrkja félagið enn frekar á komandi misserum“ segir Einar Sigurðsson stjórnarmaður í Ísfélagi Vest- mannaeyja. Aðspurður um hvort hann sjái fyrir sér miklar breytingar segir Einar ekki sjá það. „Hins vegar er auðvitað um talsverðar breytingar að ræða fyrir bæði félög. Þó svo við teljum okkur alltaf vera að gera svipaða hluti held ég Ísfélag- ið sé alltaf að þróast og bæta sinn rekstur, það hefur auðvitað kallað á fjárfestingar bæði í skipum og í landi. Ég held að við séum mjög framalega í dag en það hefur auðvitað kostað sitt.“ Á nokkrum stöðum á landinu Ísfélag Vestmannaeyja gerir út fjögur uppsjávarskip, tvo togara og einn línubát, þar sem Sigurður og Heimaey eru líklega þekktust. Á bæði Vestmannaeyjum og á Þórshöfn er félagið með fisk- vinnslu og fiskimjölsverksmiðju. Rammi er með rekstur í Fjalla- byggð, sem er sameinað sveitafé- lag Siglufjarðar og Ólafsfjarðar auk Þórlákshafnar. Félagið gerir út fjögur skip auk þess að vera með starfssemi í landi, Fjalla- byggð og Þorlákshöfn. Félagið rekur rækjuverksmiðju, fisk- vinnslu og dóttur félagið Primex. Sameinað félag mun ráða yfir í kringum 8% af útgefnum aflaheimildum sem gefur því frek- ari tækifæri til stækkunar ef horft er til Síldarvinnslunnar og Brims sem bæði eru skráð á verðbréfa- markað. Rammi og Ísfélag Vestmanna- eyja hafa verið þáttakenndur í þeim breytingum sem orðið hafa í íslenskum sjávarútvegi. Rammi í núverandi mynd samanstendur af nokkrum fyrirtækjum, þeim stærstum Þórmóði-Ramma og Sæbergi á Ólafsfirði. Núverandi eigendur koma frá þeim félögum og hafa verið mjög samhentir í uppbyggingu félagsins frá sam- einingu þeirra árið 1996. Ísfélag Vestmannaeyja í núverandi mynd varð til við sameiningu Hraðfrystistöðvarinnar í Vest- mannaeyjum og Ísfélags Vest- mannaeyja árið 1992. Árið 2007 keypti Ísfélagið Hraðfrystistöð Þórshafnar. Varð Sigurður Einars- son og fjölskylda stærstu eigend- urnir við samrunan 1992 og hafa verið síðan. Sigurður var forstjóri til dánardags árið 2000 en síðan þá hefur fjölskylda hans hafa verið stærstu eigendur og haldið áfram að byggja upp félagið. Breytingar eða þróun Hvort um sé að ræða stórar breytingar fyrir fjölskyldu Einars sem hafa verið stærstu hluthaf- arnir í Ísfélaginu segir Einar „ Auðvitað eru þetta breytingar en í Ísfélaginu er talsverður fjöldi hluthafa. Það verða auðvitað viðbrigði en félagið er og verður vonandi áfram alltaf að þróast og eflast. Við erum áfram stærsti hluthafinn og ég sé ekki það fara breytast. Við höfum verið virk sem hluthafar og finnst mikilvægt að hugsa til langs tíma. Þegar mamma tók við keflinu af pabba hefði ekkert okkar órað fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á íslenskum sjávarútvegi. Ísfélagið hefur tekið þátt virkan þátt í þeirri þróun sem og Rammi. Það eru öfl- ugir stjórnendur í báðum félögum, öflugt starfsfólk bæði á sjó og í landi og hefur nýtt sameinað félag allt sem þarf til að vera í fremstu röð í íslenskum sjávarútvegi.“ Ráðgert er að Stefán Friðriksson, núverandi framkvæmdastjóri Ísfé- lags Vestmannaeyja hf., stýri hinu sameinaða félagi, með aðsetur í Vestmannaeyjum og Ólafur H. Marteinsson, núverandi fram- kvæmdastjóri Ramma hf., verði aðstoðarframkvæmdastjóri með aðsetur í Fjallabyggð. „Ísfélagið og Rammi eru bæði fjárhagslega sterk og vel rekin fyrirtæki. Tækifærin felast ekki síst í því að nýta þennan styrk til vaxtar á sem flestum sviðum og takast á við síbreytilegt rekstrarum- hverfi,“ sagði Ólafur H. Marteinsson, núverandi framkvæmdastjóri Ramma hf. sem verður aðstoðar- framkvæmdastjóri með aðsetur í Fjallabyggð. Ólafur segir að viðbrögð fólks hafi að flestu leyti verið jákvæð. „Það er hins vegar ekkert eðlilegra en að fólk hugleiði hvort og með hvaða hætti sameiningin geti haft áhrif á stöðu þess. Ég á ekki von á að þessu fylgi mikið rask heldur ein- beitum við okkur að því að nýta styrk sameinaðs félags til vaxtar og framþróunar,“ sagði Ólafur en athygli vekur fjölbreyttur rekstur Ramma sem á m.a. frysti- togarann Sólberg ÓF. Sólberg veiðir m.a. í Barentshafinu og um miðjan desember kom Sólborg til Siglufjarðar úr túr í Barentshafinu. Aflinn var 1900 tonn úr sjó og aflaverðmæti upp á um 700 milljónir króna eftir 37 daga. Það ku vera mesta aflaverðmæti íslensks skips í einni veiðiferð. Samanlegt aflaverðmæti Sólborgar á árinu er um sjö milljarðar króna. Ísfélagið og Rammi Tvö öflug fyrirtæki sameinast: Sterkar stoðir gefa nýju félagi breidd og slagkraft Styrkurinn nýttur til vaxtar og framþró- unar Ólafur og Guðbjörg handsala samkomulagið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.