Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 19
6. janúar 2023 | | 19 „Maður getur ekki mikið tjáð sig á þessari stundu en auðvitað eru þetta mikil tíðindi fyrir okkur hér í Fjallabyggð því allur kvóti Ólafsfjarðar og Siglufjarðar er í eigu Ramma,“ sagði Ægir Ólafsson, formaður Sjómannafé- lags Ólafsfjarðar þegar Eyjafréttir ræddu við hann á þriðjudaginn. Frystiskipið Sólberg ÓF sem er í eigu Ramma og eitt glæsilegasta og afkastarmesta skip íslenska flotans fór í sinn fyrsta túr á þessu ári á mánudaginn. „Þá fundaði útgerðin með áhöfninni og tók ég þátt í spjallinu. Auðvitað vakna margar spurningar en okkur var sagt að engar breytingar verði. Stefnt er á að sameinað félag fari á hlutabréfarmarkað sem tekur sinn tíma. Þá kom fram að bæði Ísfélag og Rammi séu fjárhags- lega sterk fyrirtæki og vel rekin. Að öðru leyti er lítið hægt að segja um framtíðina en það var fullyrt á fundinum að Sólberg verði áfram ÓF.“ Ægir segir að miklar breytingar hafi orðið á útgerð í Fjallabyggð á síðustu árum. Breytingarnar eru gríðalega mikla sérstaklega á Ólafsfirði þar sem fyrir fáum árum voru meðal annars þrjú stór frystiskip, Mánaberg ÓF, Sigurbjörg ÓF og Kleifaberg ÓF, Kleifaberg var síðan selt til Brim og með því fóru alveg tvær áhafnir. Þannig að við höfum átt marga félagsmenn þar, og eigum ennþá nokkra sem starfa hjá Brim og Útgerðafélagi Reykjavíkur. Þegar Sólberg ÓF 1 kom þá voru Sigurbjörg og Mánaberg seld, en Sólberg ÓF 1 hefur reynst gríðarlega vel. Rammi gerir út Múlaberg sem er mest á rækju og er einnig með skip og vinnslu í Þorlákshöfn. Við vonum bara að þetta nýja fyrirtæki eigi eftir að reynast samfélögum okkar vel. Við verðum að treysta því,“ sagði Ægir að lokum. Sjómannafélag Ólafsfjarðar fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Bæði félög gera út skip sem eftir er tekið í íslenskum flota. Þekktasta skip Ísfélagsins er án efa Sigurður RE-4 síðar VE -15 en nýtt skip leysti gamla Sigurð af árið 2013. Rammi gerir út glæsilegasta frystitogara landsins Sólberg. Sólberg ÓF 1 Sólberg er tæplega 80 metra frystitogari sem smíðaður var í Tyrklandi árið 2017. Á Sólberginu er 35 manna áhöfn enda í nægu að snúast. Sólbergið sló met á árinu 2022 en þá var aflaverðmæti skipsins rúmir sjö milljarðar en skipið veiddi í kringum 12 þúsund tonn upp úr sjó. Rammi hefur mikla reynslu af útgerð frystitorga og sést vel á Sólberginu þar sem hugsað er fyrir öllu sem kemur að rekstri slíkra skipa. Nær allt sem kemur upp úr sjó er fullunnið um borð og fryst en það sem ekki nýtist til frystingar fer í fiskimjöl og lýsi, en lítil mjölverksmiðja er um borð. Bergþór Gunnlaugsson tók myndina. Sigurður VE 15 Nýr Sigurður leysti þann gamla af árið 2014 en Sigurður eldri var í rekstri félagins frá árinu 1960. Guðbjörg Matthíasdóttir aðaleig- andi Ísfélagsins leysti landsfestar í ágúst 2013 á Sigurði þegar hann sigldi í síðasta sinn frá Eyjum. Hann hafði þá verið í rekstri félags- ins í 53 ár. Nýr Sigurður kom í júlí 2014 en hann var smíðaður í Tyrklandi. Þrátt fyrir að sá eldri hafi tekið tæp 1500 tonn tekur sá nýi 3000 tonn þegar mest er. Sigurður er 80 metra langur og 17 metra breiður. Formaður Sjómannafélags Ólafsfjarðar: Allur kvóti Fjallabyggðar í eigu Ramma Ægir Ólafsson, formaður Sjómanna- félags Ólafsfjarðar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.