Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 10
10 | | 6. janúar 2023 Í hádeginu á miðvikudag voru Fréttapýramídarnir afhentir við skemmtilega athöfn í Eldheimum að viðstöddu fjölmenni. Þeir eiga sér áratugahefð, hafa alltaf mælst vel fyrir og er gott framlag á fyrstu dögum ársins. Athöfnin hófst með ræðu Trausta Hjaltasonar, formanns stjórnar Eyjasýnar sem fór yfir gang mála hjá Eyjafréttum á liðnu ári. Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyja- frétta afhendi viðurkenningar og gerði grein fyrir forsendum þeirra. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri var aðalræðumaður og þakkaði handhöfum vel unnin störf í þágu Vestmannaeyja. Gestir gæddu sér á súpu frá Einsa Kalda og var mál manna að ánægjulegt væri að endurlífga þessa skemmtilegu hefð að koma saman og hampa þeim sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla samfélagið í Vestmannaeyjum Ljóðin hennar Vigdísar Handhafar Fréttapýramídanna 2022 fengu að gjöf bókina, Ljóðin hennar Vigsísar frá Sögum útgáfu. Um bókina segir: Vart verður fundin meiri ástríðumanneskja en Vigdís Finnbogadóttir þegar kem- ur að íslenskri tungu og menn- ingu. Vigdís hefur alla tíð verið unnandi ljóðlistar og hér tekur hún saman helstu ljóðin sem hafa fylgt henni frá bernsku til dagsins í dag. Einstök verk listakonunnar Guðbjargar Lindar auðga ljóðlínurnar og mynda skemmtilegt samtal við kvæðin. Útgefandi er Sögur Útgáfa en eigandi er Tómas Hermannsson, sonarsonur Árna úr Eyjum. Afhending Fréttapíramýdanna í Eldheimum: Páll Zóphóníasson er Eyjamaður ársins 2022 Birgir Guðjónsson fékk viðurkenningu fyrir framlag til íþrótta og Kveikjum neistann er framtak ársins Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV. Magnús Birgir Guðjónsson. Páll Zóphóníasson. FRÉTTAPÝRAMÍDINN2022 M yn di r: A dd i í L on do n

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.