Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 16
16 | | 6. janúar 2023 Magnús Birgir Guðjónsson, Biggi Gauja, netagerðarmeistari, fæddist 13. júlí 1949 inn í mikla íþrótta- fjölskyldu og Knattspyrnufélagið Týr var ætíð félagið. Pabbinn, Guðjón Magnússon, Gaui Manga, methafi í stangarstökki og mikill Týrari, studdur af eiginkonunni, Önnu Grímsdóttur. Sonurinn fet- aði í fótspor föður síns og byrjaði ungur að iðka knattspyrnu. Veik- indi settu strik í reikninginn en 10 ára gamall fékk Birgir bakteríu í fótinn. ,,Ég átti í þessu í þrjú eða fjögur ár. Ég man að það var mjög erfitt þegar læknirinn sagði að ég gæti aldrei spilað fótbolta aftur. Mér fannst lífið vera búið, lífið var fótbolti. Ég skildi þetta ekki, grenjaði í smá tíma og sneri mér svo að öðru,” sagði Birgir en hann varð því öflugri í félagsstarfinu. Hann varð ungur formaður Týs, á árunum 1984 til 1988, formaður þjóðhátíðarnefndar lengst allra og ein aðaldriffjöðurin í þrettánda- gleðinni sem var ein helsta skraut- fjöður Týrara sem tóku gleðina upp á sína arma árið 1948. Birgir er því vel að því kominn að fá Fréttapýramídann fyrir fram- lag til íþróttamála í Vestmannaeyj- um. Verðugur fulltrúi þeirra sem varðað hafa brautina og byggt upp það öfluga íþróttastarf sem er eitt af einkennum Vestmanna- eyja. Hann tók við kyndlinum af föður sínum, Gauja Manga en um hann og tvo aðra segir Martin Eyjólfsson, Eyjamaður, Týrari og ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu: Þegar ég hugsa um Knattspyrnufélagið Tý þá koma þrír fallnir heiðursmenn fyrst upp í hugann. Þeir eru Malli í Höfn, afi minn, Lalli Kobba og Gaui Manga. Mér finnst orðin húmor, dugnaður og framsýni lýsa þeim og Týsandanum best, en hann blés ritnefndinni baráttuanda í brjóst á síðustu metrunum. Mbkv. Lundi liðsforingi Martin Eyjólfsson. Þarna er Martin að fylgja úr hlaði, Sögu Týs, 1921 til 1996 sem kom út árið 2006, rétt tæp- lega 300 blaðsíðna bók sem Birgir Baldvinsson skráði en í útgáfu- stjórn voru Rútur Snorrason, Gústaf Baldvinsson og Martin. Birgir fann ástina í faðmi Jónu Kirstínar Ágústsdóttur, en Jóna lést þann 18. október 2016. Saman eignuðust þau þrjú börn, Guðjón, Önnu Kristínu og Ólaf Vigni. Barnabörnin eru orðin fjög- ur og það fimmta á leiðinni í apríl. ,,Fjölskyldan er alltaf að stækka, ég safna stelpum, þær eru orðnar fjórar afastelpurnar og sú fimmta væntanleg,“ segir Birgir. Fór að pæla í Þjóðhátíð árið 1969 Birgir axlaði snemma mikla ábyrgð fyrir íþróttahreyfinguna, fyrst fyrir Tý þar sem þjóðhátíð og þrettándinn voru stóru málin fyrir utan daglegan rekstur. Eftir að Íþróttafélögin Þór og Týr samein- uðust undir merkjum ÍBV-íþrótta- félags lagði hann sitt af mörkum sem formaður þjóðhátíðarnefndar í tólf ár eða til ársins 2009 en snéri aftur sem formaður nefndar- innar í eitt ár, árið 2013. Hann tók þátt í að þróa umgjörð þjóðhátíðar í það sem þekkjum í dag og var einn af hornstein- um ÍBV-Íþróttafélags ekki síður en Týs. ,,Ég byrjaði að pæla í þjóðhátíð í kringum 1969. Þetta er orðin rosalega langur tími og hafa orðið miklar breytingar frá því að ég kom að þessu. Í dag er þetta alveg meiriháttar flott sem auðveldar alla vinnu við að koma upp mannvirkjum í Dalnum. Þegar ég byrjaði var rosaleg vinna að byggja þau upp, allt skrúfað eða neglt. Við notuðumst við gáma og ég man að þeir mígláku og þurfti að þétta þá með sílikoni. En menn voru jákvæðir og allt hafðist þetta. Þegar ég var í þjóðhátíðarnefnd var maður ánægður ef við náðum að tvöfalda íbúfjöldann hér, 5000 til 6000 þúsund manns var flott. Mig dreymdi ekki um að það yrðu 15 þúsund manns í dalnum, enda hefði það aldrei verið hægt eins og hátíðin var. Það breyttist allt með nýja sviðinu,” sagði Birgir en hann hefur auðvitað lent í ýmsu en það sem stendur upp úr er samtsarfið. ,,Ef það var bras hjá Týrurum þá komu Þórarar og gagnkvæmt. Rígurinn lagður til hliðar og Þjóðhátíðin átti að vera í lagi. Ég minnist þess að það var alltaf gott samband milli nefndanna hjá félögunum,” sagði Birgir en hann fylgist enn með þó hann sé hættur afskiptum og mætir alltaf í dalinn. ,,Það hvarflar ekki að mér að missa af þjóðhátíð eða þrettándan- um, það togar alltaf í mann.” Með jákvæðnina að vopni Birgir fer ekki fram með látum og sér alltaf björtu hliðarnar á öllum málum. Í viðtali í Fréttum 1997, þegar fyrsta þjóðhátíðin undir merkjum ÍBV-íþróttafélags var haldin er haft eftir honum í Fréttum að veðrið hafi verið ótrúlega gott miðað við spár. Þoka tafði flug en úr því rættist. ,,En það léttist á mönnum brúnin þegar þokunni létti og þjóðhá- tíðargestir byrjuðu að streyma til okkar. Þrátt fyrir einn og einn skúr var aldrei vindur að ráði þannig að þegar upp var staðið var besta veðrið í Vestmannaeyjum á Suður- og Vesturlandi. Ég get því ekki verið annað en ánægður. Það Magnús Birgir Fréttapýramídinn fyrir störf fyrir íþróttahreyfinguna: Þjóðhátíð og þrettándinn voru stóru málin Ef það var bras hjá Týrurum þá komu Þórarar og gagnkvæmt Biggi fær viðurkenningu frá ÍBV fyrir vel unnin störf í þjóðhátíðarnefnd úr hendi Dadda sem er kynnir Þjóðhátíðar. FRÉTTAPÝRAMÍDINN2022

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.