Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 13
6. janúar 2023 | | 13
Kveikjum neistann er framtak ársins 2022 í
Vestmannaeyjum. Upphafið að því að verk-
efnið kom hingað til Eyja er að Hermundur
Sigmundsson prófessor við Norska tækni-
og vísindaháskólann í Þrándheimi og við
Menntun og hugarfar – rannsóknarsetur við
Háskóla Íslands fór að ræða við Tryggva okkar
Hjaltason um hina bágbornu stöðu drengja í
íslenska skólakerfinu.
Þar nefndi Hermundur að hann hefði verið
að þróa verkefni sem hann kallaði Kveikjum
neistann og byggði á viðurkenndum vísindum
fremstu fræðimanna heims á sviði náms, færni-
þróunar, áhugahvatar og hugarfars.
Tryggvi er maður athafna og hann kynnti
verkefnið fyrir skólastjórnendum Grunnskól-
ans auk þess að hvetja Hermund um að hafa
samband við Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra.
Skemmst er frá því að segja að Íris tók verk-
efnið upp á sína arma, eftir að 10 bæjarstjórar
höfðu sagt nei við Hermund og þá varð ekki
aftur snúið.
Síðan hafa fleiri aðilar bæst í hópinn og
má þar nefna Bókasafn Vestmannaeyja sem
er einn öflugasti stuðningsaðili verkefnisins
og hafa starfsmenn þar til að mynda flokkað
allar barnabækur safnsins eftir erfiðleikastigi
til að þær geti nýst sem allra best hugmynda-
fræðinni á bak við Kveikjum neistann. Þá stóð
Bókasafnið einnig fyrir vel heppnuðu málþingi
um ávinninginn af verkefninu eftir þetta fyrsta
ár.
En það er Grunnskóli Vestmannaeyja sem
sér um framkvæmd verkefnisins og skóla-
stjórinn Anna Rós Hallgrímsdóttir er fulltrúi
allra þeirra sem lagst hafa á eitt við að skapa
þá umgjörð að Kveikjum neistann sé orðið
það mikilvægasta sem verið er að vinna að í
íslensku skólakerfi þessi árin.
Vorið 2021 var undirrituð vilja-
yfirlýsing á samstarfi Vestmanna-
eyjabæjar, Háskóla Íslands,
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins og Samtaka atvinnulífs-
ins. Hún fól í sér undirbúning og
framkvæmd þróunar- og rann-
sóknarverkefnis sem Grunnskóli
Vestmannaeyja fór af stað með í
samstarfi við Hermund Sigmunds-
son prófessor haustið 2021 og
kallast Kveikjum neistann.
Kveikjum neistann hefur m.a.
það að leiðarljósi að efla lestr-
arkennslu þannig að nemendur
fái öflugan stuðning og eiga
auðveldara með að ná tökum á
lestri. Auk þess er markmiðið að
kveikja áhuga á náminu en það
er gert með því að gefa nemend-
um áskoranir miðað við færni.
Lykilþættir í verkefninu eru: læsi,
stærðfræði, náttúrufræði, hreyfing
og hugarfar.
Verkefnið er tvíþætt, annars
vegar er það þróunarverkefni í
skólanum, þar sem gerðar hafa
verið breytingar á kennsluháttum
og uppbyggingu á stundatöflu
og hins vegar er það rannsóknar-
verkefni sem miðar að því að
fylgja nemendum eftir frá upphafi
grunnskólagöngu þeirra haustið
2021 og til loka hennar – alls í tíu
ár. Það er menntasetur Háskóla
Íslands sem heldur utan um rann-
sóknarhlutann.
Ekki gera of mikið í einu
Í Grunnskóla Vestmannaeyja má
finna mikinn mannauð en þar
starfa metnaðarfullir og færir
kennarar/starfsmenn sem endur-
speglast í fjölbreyttu skólastarfi.
Ekki hafa verið gerðar margar
menntarannsóknir á Íslandi og
ekki af þessari stærðargráðu. Það
er þess vegna stórt tækifæri að fá
að taka þátt í svona viðamikilli
rannsókn og setja af stað þróunar-
verkefni sem byggir á vísindum
og sterkum rökum fyrir því að
bæta læsi hjá íslenskum börnum.
Fyrsta árið gekk mjög vel og
fyrstu niðurstöður gefa okkur
vísbendingu um að við séum á
réttri leið. Allir nemendur bættu
sig mikið í lestrinum og kláruðu
1. bekk með höfuðið hátt.
Eftir þetta fyrsta skólaár í
verkefninu sjáum við einnig
mikilvægi þess í að slaka aðeins
á, að vera meðvituð um það að
ætla ekki að gera of mikið í einu
og þá sérstaklega með nemendur
sem eru að stíga sín fyrstu skref
í skóla. Það skiptir máli að gefa
tíma í hvert verkefni og vera viss
um að nemendur nái því sem lagt
er fyrir þá og halda ekki áfram
fyrr en nemendur eru tilbúnir
og öruggir til þess. Hugarfarið
er einnig mikilvægt, hafa trú á
sjálfum sér og vera tilbúinn til að
leggja sig fram, auk þess að finna
sína ástríðu og áhugahvöt.
Framtak ársins 2022 Kveikjum neistann:
Það mikilvægasta í íslensku
skólakerfi þessi árin
Anna Rós skólastjóri GRV Áskoranir miðað við færni:
Markmiðið að kveikja áhuga
á náminu
FRÉTTAPÝRAMÍDINN2022