Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2023, Blaðsíða 9
6. janúar 2023 | | 9
Árið sem leið var okkur á margan
hátt gjöfult og gott. Það áraði vel
í sjávarútvegi og ferðaþjónustan
náði sér aftur á strik eftir nokkur
mögur covid-ár. Ýmis önnur at-
vinnutengd starfsemi stendur líka
í blóma og það þarf ekki að fara
í langan bíltúr til að sjá ótrúlega
miklar framkvæmdir á vegum
fyrirtækja og einstaklinga, sem er
ágætur mælikvarði á þá bjartsýni
og framfarahug sem hér ríkir.
En hvernig getum við annars
mælt hvernig okkur vegnar og
líður sem bæjarfélagi og bæj-
arbúum? Við getum horft á
atvinnustig, tekjur einstaklinga,
afkomu fyrirtækjanna í bænum,
afkomu sveitarfélagsins, þjón-
ustustig, framboð á afþreyingu,
menningu, íþrótta- og æskulýðs-
starfi og svona mætti áfram telja.
Allt þetta og fleira er miserfitt að
mæla en þar sem við höfum skýra
mælikvarða stöndum við býsna
vel - í hvaða samanburði sem er.
Og svo eru líka beinlínis gerðar
mælingar á viðhorfi landsmanna
til búsetuskilyrða í því sveitarfé-
lagi sem þeir búa. Niðurstöður úr
einni slíkri, sem gerð var á vegum
Samtaka sveitarfélaga á Vestur-
landi, birtust í byrjun nýliðins
árs - og íbúar í Vestmannaeyjum
reyndust ánægðastir allra lands-
manna með bæinn sinn. Loks má
nefna þann einfalda mælikvarða
sem felst í því hvort þeim fari
fjölgandi eða fækkandi sem vilja
búa hér. Og þeim fer fjölgandi.
Núna í desember vorum við orðin
4,525; fjölgað um 109 á tæpu ári
- og rufum 4,500 múrinn í fyrsta
sinn frá aldamótaárinu 2000.
Helstu óánægjuefnin okkar –
eins og fyrr og örugglega síðar
líka – snúa að því sem við eigum
undir ríkisvaldið að sækja: sam-
göngum og heilbrigðisþjónustu.
En við höldum áfram að nudda
því til betri vegar.
Hálf öld frá gosi
Nýbyrjað ár markar þau merku
tímamót að 50 ár eru liðin frá
gosinu á Heimaey - og 60 ár frá
Surtseyjargosinu ef út í það er
farið. Mér finnst skrýtið til þess
að hugsa að eftir aðeins um tvær
vikur verður nákvæmlega hálf öld
liðin frá því að gosið hófst hér
austur á Eyju. Ég var þá 18 ára
peyi í skóla í Reykjavík, nýkom-
inn úr jólafríi heima í Eyjum, og
fékk lánaðan gamlan sovéskan
Moskvitch-skrjóð til að komast
til Þorlákshafnar og leita að fjöl-
skyldunni minni.
Það verður ýmislegt gert hér
í Eyjum til að minnast þessara
merku tímamóta og verður gerð
nánari grein fyrir því innan tíðar.
Þó má nefna að strax núna 23.
janúar munu bæði forseti Íslands
og forsætisráðherra heiðra okkur
með nærveru sinni. Í vikunni fyrir
goslokahelgina í sumar munu síð-
an forsætisráðherrar allra Norð-
urlandanna halda fund sinn hér í
Eyjum af þessu tilefni. Og skylt er
að nefna að einn frægasti mynd-
listarmaður samtímans, Ólafur
Elíasson, vinnur nú að listaverki
tengdu gosinu. Þar er um að ræða
samvinnuverkefni Vestmannaeyja-
bæjar og ríkisstjórnarinnar.
Það er sem sagt rífandi skemmti-
legt ár framundan!
Ég þakka ykkur öllum fyrir sam-
fylgdina á árinu sem var að líða
og óska ykkur gæfu og gengis á
nýja árinu.
Páll Magnússon
forseti bæjarstjórnar
UM ÁRAMÓT
Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar:
Bjart yfir bænum okkar
þótt allt sé á kafi í snjó
Ítölsk matar- og menningarveisla á Stracta
Helgina 27. og 28. janúar mun
Michele Mancini (Mike) kokk-
urinn hans Buffon á hótelinu
Stella Della Versilia, sem er í
eigu Buffon fjölskyldunnar, stýra
dásamlegum galakvöldverðum
á Stracta ásamt Hilmari og hans
kokkagengi.
„Einnig verður Einar Björn (Einsi
Kaldi/Freddo) á hliðarlínunni til
að allt fari vel fram en hann og
Mike eru perluvinir…nema þegar
kemur að fótbolta, þar sem Einsi
er Inter stuðningsmaður og Mike
að sjálfsögðu Juventus.
Andrea Falaschi , mjög þekktur
kjötiðnaðarmaður mætir og verður
með námskeið og á bístróinu
verður salami og hráskinka frá
honum á boðstólum.
Halla Margrét og Alexander Jarl,
óperusöngvarar sem hafa búið og
starfað á Ítalíu í fjölmörg ár munu
sjá um söng. Claudio og Marco
Savini, frá Savitar mæta með
trufflur og truffluvörur. Claudio
hefur verið útnefndur ambassador
ítölsku trufflunnar erlendis. Bæði
Buffon og Ronaldo hafa verið
ambassadorar hvítu trufflunnar,
fyrir hönd Savitar. Hver veit nema
þeir félagar mæti?
Páll Magnússon mun sjá um
veislustjórn, en hann kom sérstak-
lega til Ítalíu í haust til að kynnast
þátttakendum og fara yfir dagskrá
helgarinnar. Reyndar verður
Palli veislustjóri annað kvöldið
á meðan Simmi Vil, stýrir hinu.
Hann er líka búinn að taka hús á
öllum þátttakendum á Ítalíu. Svo
verða bæði vín- og matarkynn-
ingar, þannig að allir ættu að finna
eitthvað sér til hæfis.
Matseðill ítölsku dagana:
Galakvöldverðir
APERITIVO KL 19:00
Byrjað verður á samveru kokka,
skemmtikrafta og gesta þar sem
dreypt verðum á vínum, margs-
konar ítölskum kokteilum og
ýmsum smáréttum, eins og sgabei
(djúpsteikt brauð) með lardo,
bruschettu með kjúklingalifur
með hvítri trufflu, ýmsar tegundir
af salami frá Falaschi feðgum,
hvíttrufflu osta ídýfa o.fl.
Það verður sungið rifist um fót-
bolta, farið í sjómann og sitthvað
fleira.
PRIMO PIATTO KL (BARA
ÞEGAR VIÐ ERUM TILBÚIN)
Ravíóli fyllt með trufflumauki frá
Savitar (fyrir þá sem ekki líkar
trufflur fá ravíóli með porchini
sveppamauki)
SECONDO KL (FLJÓTLEGA
EFTIR PRIMO PIATTO)
Osso buco alla Milanese með
íslenskum lambaskanka (Michele
“Mike”) vill eindregið blanda
saman hefðbundnum ítölskum
réttum við þá íslensku.
DOLCE
Skyramísú (Þarf ekki að segja
meira)
Hádegismatseðill í Bístróinu
fös. 27, lau. 28 og sun. 29. Jan.
(Trufflu vörur frá Savitar og
salami og hráskinka frá Falaschi
feðgum verður uppistaðan í rétt-
um bístrósins)
Hráskinku-, salami og osta-
bakki (30 mánaða Parmigiano
Reggiano). Með honum fylgir
hvíttrufflu hunang og hunang frá
bíflugnabónda í Liguria héraði.
Blandaður bruschettu platti, með
trufflumauki, chianina ragú og
hvíttrufflu kjúklingalifur
Cesar salat með kjúkling og Oro
Bianco (algjörlega himneskt
hvítvíns hvíttrufflu edik)
Hráskinka með grillaðri melónu
og Saba (hvíttrufflu balsamic)
Tagliatelle með chianina ragú
Porchetta