Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Blaðsíða 4
4 | | 15. júní 2023 SA smíðar ehf. eru að byggja glæsilegt tvílyft fjórbýlishús sem risið er að Áshamri 79 til 81. Hús fasteignasala sér um sölu á íbúðunum og verður opið hús föstudaginn 16. júní klukkan 17:00 og laugardaginn 17. júní klukkan 14:00. Halldóra Ágústsdóttir, fasteigna- sali segir íbúðirnar spennandi valkost og bjóða upp á mikla möguleika. Efri íbúðirnar eru með svölum í norður og suður, bæði úr eldhúsi og stofu. Í eldhúsi og stofu er hátt til lofts og einstakt útsýni. Íbúðirnar á neðri hæð eru með palli í suður og eru mjög vel skipulagðar og rúmgóðar. Húsið er nánast viðhaldsfrítt og stutt er í mikilvæga þjónustu eins og skóla, íþróttamiðstöð, golfvöllinn og frábæra útivistarparadís. Feðgarnir Svanur Örn Tómasson húsasmiður og Aron Ingi Svans- son hafa starfað saman meira og minna frá 2006 en Svanur byrjaði í byggingageiranum 1990. Þeir hafa haslað sér völl í Vestmanna- eyjum. Þeir byggðu raðhúsin við Áshamar 95 til 103 árið 2021 og Svanur kom einnig að byggingu á raðhúsalengju í Foldahrauni. „Þeir leggja mikið upp úr því að skila á réttum tíma og hafa staðið vel við tímaáætlanir sem skiptir helmiklu máli, segir Halldóra. „Húsið sem við ætlum að sýna á föstudaginn er fyrsta húsið af fjórum sem áætlað er að byggja við Áshamar 79 til 93. Allar íbúðir eru með sér inngangi, sér rafmagnstöflu og hita.“ Halldóra er mjög spennt fyrir opnu húsi um helgina. „Íbúðirnar eru glæsilegar og margir eigin- leikar sem skipta máli, eins og staðsetning, útsýni og hönnun íbúðanna, þær eru einstak- lega rúmgóðar, bjartar og vel skipulagðar, allar með sérinn- gangi.. Verðið er líka mjög gott en fermetraverð er um 550.000,- krónur sem er mjög gott á nýrri, fullbúinni eign í Vestmannaeyj- um. Eignirnar á neðri hæð eru 118 fm2 (þriggja herbergja) og seljast á 65.000.000 en eignir á efri hæð eru 132 fm2 (fjögurra herbergja) og seljast á 73.000.000, önnur eignin á efri hæð og báðar eignirnar á neðri hæð eru seldar, en í framhaldinu verður farið af stað með byggingu á næsta húsi, svo það er um að gera að koma og skoða. Tveir bílskúrar (30fm) eru svo í húsinu sem geta fylgt hvaða eign sem er, en þeir eru báðir seldir. Þeir seljast á 8.000.000. Íbúðunum er skilað fullbúnum að innan og utan án gólfefna, en flísar eru þó á votrýmum, baði og þvottahúsi.“ Aðspurð segir Dóra að vel hafi gengið síðan hún opnaði fasteignasöluna og vill þakka fyrir góðar viðtökur. Afhending eignanna eru um sumarlok, eða september til október og eins og áður kom fram hafa þeir feðgar staðið mjög vel við afhendingu fyrri eigna hér í Eyjum. Verktaki og fasteignasali verða á staðnum í opna húsinu en einnig er í boði að panta einkaskoðun hjá mér á í síma 8611105 eða í tölvu- pósti á dora@husfasteign.is en frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni eyjaeignir.is,“ sagði Halldóra að lokum. Hús fasteignasala Kynna fjórbýlishús í byggingu: Opið hús um helgina Halldóra Ágústsdóttir, fasteignasali. Áshamar 79-81. Snókerklúbbur Vestmannaeyja hóf starfsemi í vor en þar er boðið upp á aðstöðu fyrir snóker- og pílukastiðkun í Vestmannaeyjum. Klúbburinn er staðsettur í kjall- aranum í Betel en gengið er inn frá Kirkjuvegi. Meðal þeirra sem að þessu standa er Þórarinn Björn Steinsson en ásamt honum eru í stjórn Júlíus Ingason, Rúnar Gauti Gunnarsson, Árni Þór Gunnarsson og Friðrik Egilsson. Við ræddum við Þórarinn um þetta skemmtilega uppátæki þeirra félaga. „Þetta byrjaði með því að nokkrir úr hópnum voru að spjalla saman um að það vantaði svona aðstöðu þar sem hægt væri að spila snóker. Svona stað sem að væri opinn fyrir alla. Það er nú bara þannig að það eru ekkert allir gjaldgengir í þá klúbba sem eru með snókerborð hérna í Eyjum og það var eitthvað sem vantaði. Stað sem er opinn fyrir alla áhugamenn um snóker og pílukast.“ Aðstaðan hjá félaginu er góð en þar má finna tvö snókerborð ásamt fylgi- hlutum. „Einnig erum við með fimm píluspjöld og stefnum á að bæta við fleirum.“ Hvernig hafa viðtökurnar verið á þessu uppátæki þeirra? „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Við höfum þegar haldið eitt pílumót ásamt því að spilaðir hafa verið snókerleikir í bikarmótaröð hjá okkur. Þess fyrir utan höfum við tekið á móti nokkrum hópum sem hafa skemmt sér konunglega í pílu og snóker.“ Allir velkomnir Þórarinn segir alla velkomna í hópinn. „Við erum bara nýlega búnir að opna fyrir skráningu í klúbbinn en það eru þó nokkrir búnir að skrá sig. Það er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á snookervm@gmail. com. Við erum að rukka mjög hóflegt árgjald en þá fá félags- menn aðgang að salnum.“ Hann segir engar kröfur gerðar um getu eða reynslu til að vera með. „Það er algjör óþarfi enda viljum við fá alla með okkur í þetta algjörlega óháð kyni, aldri eða getu. Þetta er aðstaða sem er ætluð til þess að fólk geti æft sig og náð tökum á þessu sporti, hvort sem það er píla eða snóker.“ Þórarinn segir eitt og annað framundan hjá félaginu. „Það verður nú eitthvað rólegt í sumar en með haustinu munum við fara á fullt með allskonar mót bæði í snóker og pílu. Stefnan er að ganga í Pílufélag Íslands og þá verður hægt að taka þátt í mótum á þeirra vegum sem gefur svo keppnisrétt á stærri mótum upp á landi. Einnig er á áætlun hjá okkur að vera með námskeið í bæði pílu og snóker þar sem við munum fá flotta þjálfara til liðs við okkur.“ Hann hafði þetta að segja að lok- um. „Við tökum öllum fagnandi, óháð aldri eða kyni. Klúbburinn er opinn öllum og fólki er velkomið að hafa samband við okkur ef það vill skoða aðstæður eða hefur einhverjar spurningar.“ Snókerklúbburinn býður líka upp á pílukast SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.