Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Blaðsíða 6
6 | | 15. júní 2023 Þá er tími mótanna runninn upp í Vestmannaeyjum, TM mót fimmta flokks kvenna hefst í dag og stendur fram á laugardag og þann 29. júní byrjar Orkumót sjötta flokks drengja. Þátttakendur á hvoru móti eru 1100 auk þjálfara og aðstoðarfólks og með foreldr- um lætur nærri að um 4000 gestir sæki Eyjarnar heim vegna mótanna. „Þetta er þrítugasta og fjórða TM mótið okkar. Við erum með 116 lið frá 35 félögum og í allt eru þetta um 1100 stelpur. Það er komin hefð á þessi mót. Við byggjum á skipulagi sem þróast hefur með árunum og reynst vel. Í ár er mótahaldið hefðbundið, ekki með takmörkunum eins og á Covid-árunum,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir sem stýrir báðum mótunum. „Stelpurnar og fylgdarlið kom í gær, miðvikudag og mótið hefst í dag. Það verður spilað í allan dag og í kvöld er hæfileikakeppni sem er mjög vinsæl. Á morgun eru leikir allan daginn og um kvöldið eru landsleikir og kvöldvaka sem er mikil skemmtun. Í ár er það Jón Jónsson sem ætlar að skemmta stelpunum. Á laugardaginn er spilað fram að hádegi og úr- slitaleikirnir eftir hádegi. Þá er komið að lokahófinu sem mörgum finnst hápunkturinn.“ Sigríður Inga sagði Jón Jónsson hafa samið sérstakt lag fyrir bæði mótin en Orkumótið hefur átt sitt lag í mörg ár. „Lagið heitir Fótbolti úti í Eyjum. Við sendum lag og texta á alla þátttakendur og það er komið inn á Spotify. Það skemmtilega er að þegar við höfð- um samband við Jón kom í ljós að hann kann ennþá Orkumótslagið frá því hann var sjálfur á mótinu. Var hann meira en til í að semja lag fyrir bæði TM mótið og Orkumótið og eiga allir að geta sungið með.“ Segja má að Orkumótið, sem byrjar 29. júní og lýkur laugar- daginn 1. júlí verði góð upphitun fyrir goslokahátiðina vikuna á eftir. Dagskráin er sú sama og hjá stelpunum. „Þetta eru tímamót því mótið í ár er það fertugasta. Þess verður minnst eins og við höfum gert á báðum mótum, með súkkulaði afmælisköku. Á Orkumótinu verða 108 lið frá 35 félögum. Það er svipað og verið hefur en TM mótið tók stökk árin 2020 og 2021.“ Hvað er margt fólk í heildina sem kemur vegna mótanna? „Með þjálfurum og fararstjórum eru þetta um 1200 á hvort mót. Auk þess eru foreldrar og stundum heilu fjölskyldurnar með hverju barni þannig að ég held að það komi 2000 til 3000 manns á hvort mót. Eða um 4000 í heildina,“ segir Sigríður Inga sem stjórnaði fyrstu mótunum 2017 og hún er ánægð. „Það að sjá alla brosandi og hafa gaman,“ segir hún það skemmtilegasta við starfið. TM-mótið og Orkumótið Mikið fjör framundan: Draga um 5000 manns til Eyja Mikið stuð á kvöldvökunni á Orkumótinu í fyrra. Leikir pressu- og landsliðanna er einn af hápunktum mótanna. Óliver Atlas með hörku skalla. Þjálfarar og farastjórar takast á í reiptogi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.