Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Blaðsíða 19
15. júní 2023 | | 19 Lokahóf handknattleiksdeildar ÍBV fór fram þann 2. júní sl. Kvenna- og karlalið félagsins náðu frábærum árangri á tímabilinu eins og frægt er orðið, því var glatt á hjalla þegar komið var saman í Kiwanis. Veislustjórn var í góðum höndum hjá Ívari Daníelssyni og Ingi Bauer tryllti svo lýðinn þegar hefðbundinni dagskrá lauk og langt fram eftir nóttu. Venju samkvæmt voru veittar viðurkenningar fyrir ár- angur vetrarins. Rúnar Kárason og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokkanna. Amelía Einarsdóttir og Ívar Bessi Viðarsson hlutu Fréttabikarinn í ár en rúmlega þrjátíu ára hefð er fyrir því að Eyjafréttir veiti viðurkenningu til efnilegustu leikmanna í karla- og kvenna flokki. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar á lokahófinu. Meistaraflokkur kvenna: ÍBV-ari: Ólöf María Stefánsdóttir. Mestu framfarir: Sara Dröfn Richardsdóttir. Efnilegust: Amelía Dís Einarsdóttir. Besti leikmaðurinn: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. Meistaraflokkur karla: ÍBV-ari: Nökkvi Snær Óðinsson. Mestu framfarir: Arnór Viðarsson. Efnilegastur: Ívar Bessi Viðarsson. Besti leikmaðurinn: Rúnar Kárason. 3. flokkur karla: ÍBV-ari: Andri Andersen. Mestu framfarir: Ívar Bessi Viðarsson. Efnilegastur: Hinrik Hugi Heiðarsson. Besti leikmaðurinn: Elmar Erlingsson. Leikmenn fengu þakklætisvott fyrir sitt framlag, en þau eru á förum frá félaginu: Janus Dam Djurhus. Róbert Sigurðarson. Rúnar Kárason. Tara Sól Úranusdóttir. Ólöf María Stefánsdóttir. Ingibjørg Olsen. Lokahóf ÍBV í handbolta: Rúnar Kárason og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir valin best Ívar Bessi, Rúnar, Nökkvi og Arnór. Elmar, Hinrik, Ívar og Andri Hrafnhildur Hanna, Ólöf María, Amelía og Sara Dröfn. Erlingur Richardsson var heiðraður með silfurmerki Íþróttabandalags Vestmannaeyja en hann hefur látið af störfum sem aðalþjálfari félagsins. Vilmar Þór Bjarnason fékk þakk- lætisvott frá ÍBV fyrir störf sín hjá félaginu. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri handknattleiks- ráðs síðan 2018 en lét af störfum um nýliðin mánaðamót.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.