Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Blaðsíða 18
18 | | 15. júní 2023 Veturinn hefur verið handbolta- áhugafólki í Vestmannaeyjum annasamur því mikið hefur gengið á hjá handboltaliðum ÍBV. Bæði karla- og kvennaliðið hafa á köflum í vetur leikið frábæran handbolta og uppskeran eftir því. Þrír af sex stóru titlunum í grein- inni verða með lögheimili í Vest- mannaeyjum næstu tólf mánuðina eða svo í það minnsta. Stelpurnar byrjuðu á því að tryggja sér bik- armeistaratitil en liðið var á ótrú- legu skriði seinni hluta vetrar og hélt sú sigurganga áfram alveg frá janúar og þar til liðið hafði einnig tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Olís deild kvenna á vormánuðum. Liðið fór svo í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en varð að játa sig sigrað gegn öflugu liði Vals eftir hetjulega baráttu. Það var góður stígandi hjá karlaliðinu eftir því sem leið á veturinn eins og oft vill verða. Þessi stígandi náði hámarki nú í lok síðasta mánaðar þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2023. Ef þessi upptalning hér að ofan dugir ekki til að sannfæra þig um að þessi fyrirsögn eigi rétt á sér þá fór lokahóf HSÍ fram í síðustu viku en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni og féllu átta af þeim sextán verðlaunum, sem veitt eru í karla- og kvenna- flokki til leikmanna og þjálfara í efstu deild, í skaut ÍBV. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hlaut háttvísisverðlaun HDSÍ hún var einnig valin Besti sóknarmað- ur Olís deildar kvenna. Sunna Jónsdóttir var valin Besti varnar- maður Olís deildar kvenna auk þess sem hún hlaut Sigríðarbik- arinn sem kenndur er við Sigríði Sigurðardóttir sem á sínum tíma var fyrst íslenskra kvenna til að verða valinn íþróttamaður ársins eftir sigur á Norðurlandamótinu 1964. Þá var Marta Wawrynkoska valin Besti markmaður Olís deild- ar kvenna auk þess að Sigurður Bragason var valinn besti þjálfar- inn í sömu deild. Rúnar Kárason var svo valinn besti leikmaður í Olís deildar karla auk þess að hann hlaut Valdimarsbikarinn sem kenndur er við Valdimar Svein- björnsson leikfimikennara sem á sínum tíma hóf þjálfun og kennslu á handknattleik á Íslandi. Það eru forréttindi að í sveitarfé- lagi á stærð við Vestmannaeyjar sé hægt að taka þátt í og samgleðjast yfir svona árangri. Árangur eins og þessi yrði aldrei að veruleika ef ekki væri fyrir gríðarlegt sjálf- boðaliðastarf og frábæra stuðn- ingsmenn. Áfram ÍBV. ÍBV liðið hefur eðli málsins samkvæmt verið áberandi í handboltaumfjöllun vetrarins. Þar hefur Stöð2 sport farið fremst í flokki með beinum útsendingum og umræðuþáttum. Við fengum Stefán Árna Pálsson stjórnanda „Seinni bylgjunnar“ til að fara yfir handbolta- veturinn hjá ÍBV með okkur. „Eyjamenn geta verið stoltir af sínum handboltaliðum bæði karla og kvenna megin. Konurnar bestar í deildinni og urðu réttilega deildarmeistarar. Bikartitill og tap í úrslitaein- vígi þar sem meiðsli settu strik í reikninginn. Karlaliðið var stórkostlegt og mjög vel mann- að. Upp og niður í deildinni en púslin röðuðust rétt upp og liðið toppaði sannarlega á réttum tíma,“ sagði Stefán og segir það sem einkenni ÍBV liðið sé stemning og stútfullt lið af karakt- erum. „Eyjamenn með þeirra gildi og aðfluttir menn sem hafa orðið að Eyjamönnum. Þetta fer langt í hópíþróttum og skilaði titlinum að lokum.“ Aðspurðum um hvað honum þætti standa upp úr í vetur annað en kannski hið augljósa þessir titlar allir stóð ekki á svörum hjá fjölmiðlamanninum. „Það sem stendur upp úr eftir þetta tímabil þegar kemur að ÍBV eru stuðningsmenn liðsins. Fólk sem mætir til Reykja- víkur, eftir erfiða sjóferð í Þorlákshöfn og stútfyllir Ásvelli. Það hlýtur að vera mikill heiður að fá að spila fyrir framan þetta fólk. Og það sem leikmenn gera vel í ÍBV, það er að tengjast fólkinu í stúkunni.“ Stefán segir karlalið ÍBV liðið á sinn hátt vera sérstakt. „ÍBV liðið er einstaklega vel þjálfað. Leik- menn liðsins þekkja sín hlutverk frá a-ö. Sóknarleikur liðsins rúllar vel og þarna eru engar tilviljanir. Þetta er skipulagður sóknarleikur og konsept sem allir koma inn í. Varnarlega í raun það sama og þessi 5 plús 1 vörn þeirra er í raun listaverk. En stemningslið eins og ÍBV, það eitt og sér er sérstakt, og í raun einstakt.“ Skiptir það máli fyrir ykkur fjöl- miðlana að hafa lið eins og ÍBV og Tindastól í körfunni í þessari baráttu fyrir ykkar störf og umfjöllun? „Það er alltaf frábært að hafa sterkt lands- byggðarlið. Sjálfur er ég frá lands- byggðinni og það litar alltaf að hafa lið utan höfuðborgar- svæðisins. Það sem gerir slík lið skemmtileg er að þau hafa heilt bæjarfélag á bakvið sig. Það fer með mann langt,“ sagði Stefán Árni að lokum. Eyjamenn geta verið stoltir Hlýtur að vera mikill heiður að fá að spila fyrir framan þetta fólk Stærsta handboltafélag á Íslandi Samantekt: SINDRI ÓLAFSSON

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.