Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 15.06.2023, Blaðsíða 12
12 | | 15. júní 2023 „Í dag fögnum við lokum 10 ára skólagöngu þessa hóps sem situr í salnum með fjölskyldum og vinum. Komin til að kveðja þau og um leið að þakka þeim fyrir samveruna á liðnum árum og óska þeim alls hins besta í framtíðinni. Að klára grunnskóla er eitt af tímamótum í lífi hvers og eins en dagurinn er ekki endalok einhvers – heldur miklu fremur tákn um nýja byrjun, þar sem tækifæri gefast til að takast á við ný og verðug verkefni,“ sagði Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja þegar skólanum var slitið í Höllinni fimmtudaginn 1. júní sl. Alls voru 50 nemendur úr tíunda bekk útskrifaðir. Anna Rós var ánægð með hópinn, sagði þau einstaklega vel heppnuð og foreldrana frábæra. „Þessi tíu ár í GRV hafa verið virkilega skemmtileg en oft líka ansi krefjandi. Þið hafið þroskast mikið og eigið það sameiginlegt að vera skemmtileg, kröftug, vinnusöm, hugmyndarík og góðar manneskjur. Innan hópsins er einnig mikill fjölbreytileiki, öflugt íþróttafólk, listafólk, spekingar, nemendur sem hafa staðið sig vel í námi og svo mætti lengi telja. Hér er ungt fólk sem ég er viss um að við eigum eftir að sjá mikið af í framtíðinni.“ Stolt af sínu fólki Anna Rós sagðist stolt af út- skriftarnemum, þeir hefðu lagt sig fram í vetur og skilað eins góðu verki og þeim var mögulegt. Hóp- inn sagði hún öflugan, geri kröfur á sig og aðra. Eftir þrjú skrýtin ár í Covid hafi síðasta árið verið án allra takmarkana. „En þið eins og aðrir nemendur skólans tókust á við þetta verkefni með ótrúlegri jákvæðni og dugnaði, sem sýnir vel hvað í ykkur býr.“ Anna Rós sagði þetta vonandi eitt lítið skref á skólagöngunni. Nú væri komið að nemendum að taka eigin ákvarðanir um stefnu eða leið í lífinu. „Það er mikilvægt að muna það kæru nemendur að það eru þið sem berið ábyrgð á ykkar eigin velferð, þið getið ekki verið stikkfrí og haldið að einhver annar leysi allt og bjargi öllu og að það sé öllum öðrum að kenna ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er í lagi að gera mistök, það er í lagi að vera mannlegur og vita kannski ekki hvað maður vill í lífinu en mikilvægast er að hlusta GRV Fimmtíu útskrifuðust úr tíunda bekk: Verið trú sjálfum ykkur Eltið eigin drauma og verið þið sjálf, sagði Anna Rós skólastjóri 10. ÓS Frá vinstri - Efsta röð: Ómar Smári, Alexander Örn og Filip. Miðröð: Kristján Þorgeir, Daníel Emil, Andri, Ólafur Már, Kristján Logi, Tómas Runi og Alexandra Ósk. Fremsta röð: Lóa kennari, Emilíana Erla, Anna Sif, Eva, Bernódía Sif, Sara Margrét, Sarah Elia, Hrafnhildur og Erna Sólveig. 10. HJ Frá vinstri - Efsta röð: Valur Elí og Andri. Miðröð: Emilía Rós, Ásdís Halla, Leó Snær, Elís Þór, Jón Gunnar, Magnús Gunnar og Haukur Leó. Fremsta röð: Selma Rós, Birna María, Birna Dís, Ásta Hrönn, Kacper, Teitur og Hildur kennari. 10. LS Frá vinstri - Aftari röð: Damían, Hákon Tristan, Benóný Þór, Patrekur Þór, Guð- mundur, Guðjón Emil og Sigurður Helgi. Fremri röð: Inga Hanna stuðningsfull- trúi, Lára kennari, Anna, Rebekka Sól, Hrafnhildur Sara, Rebekka Rut, Anna Sif, Wanessa Julia og Sigurjón. Samantekt: ÓMAR GARÐARSSON

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.