Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Blaðsíða 4
4 | | 21. september 2023
Líður ekki vel í kolvitlausu veðri
E Y J A M A Ð U R I N N
Nafn: Sigrún Alda Ómarsdóttir
Fjölskylda? Ég er gift Sveini
Ásgeirssyni og eigum við saman
þrjú börn, Guðfinnu Dís, Gunn-
ar Bjarka og Ómar Smára. Svo
eigum við hundinn Freyju, sem er
auðvitað partur af fjölskyldunni.
Hefur þú búið annars staðar en
í Eyjum? Já flakkaði um landið
sem barn en hef búið hér meira
og minna síðan ég var 13 ára. Í
nokkur ár bjó ég uppi á landi, eða
á meðan ég var ung og í námi.
Mottó? Lifa lífinu lifandi og koma
fram við alla eins og ég vil láta
koma fram við mig.
Síðasta hámhorfið? Glow up.
Uppáhalds hlaðvarp? Síðasta
hlaðvarpið sem ég hlustaði á var,
Sönn íslensk sakamál. Mæli með
þeim þáttum.
Aðaláhugamál? Ég hef svakalega
gaman af því að ferðast, góð bók
klikkar aldrei og svo er tíska og
skór auðvitað í miklu uppáhaldi.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum
degi sem þú gætir ekki verið án?
Á hverjum degi skoða ég myndir
af fatnaði og því sem er að koma
eða af vörum sem ég þarf að bæta
við í úrvalið.
Venjulegur dagur hjá þér? Vek
strákana mína í skólann, fæ
mér kaffibolla, kíki á miðlana
og tölvupóstinn. Svo er það
sturta, pakka inn sendingum frá
netversluninni minni og svo fer
ég í vinnu. Kvöldið fer í það að
“hlusta á sjónvarpið” og vinna í
netversluninni eða í bókhaldinu
á meðan ég hlusta og horfi með
öðru auganu.
Hvað óttast þú mest? Að missa
einhvern nákominn frá mér. Mér
líður ekki vel í kolvitlausu veðri,
sérstaklega ef Svenni er á sjó.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap? Ljúf og góð tónlist. Ég get
ekki of mikinn hasar í tónlist, alla-
vega ekki á meðan ég er í vinnu.
Hvað er velgengni fyrir þér? Að
vinna við það sem manni finnst
skemmtilegt og skulda engum
neitt.
Hvenær hófst þú rekstur á Litlu
Skvísubúðinni? Ég opnaði litla
verslun í kjallaranum hjá mér
20.nóvember 2010. Þetta átti að
vera tímabundið en hefur svo
sannarlega breyst með árunum og
stækkað og dafnað. Þess má geta
að þá voru börnin mín 9, 6 og 3
ára.
Hver eru markmið þín í rekstri
og þjónustu? Að halda vel utan
um bókhaldið og veita góða og
vinalega þjónustu.
Hvernig leggst ný staðsetning í
þig? Svakalega vel. Ég hlakka
mikið til framhaldsins og get ekki
beðið eftir næsta sumri þegar líf
færist aftur í bæinn. Svo finnst
mér alltaf gaman í jólatraffíkinni.
Munu vera einhverjar breytingar?
Já við ætlum að bæta við skóm.
Við höfum nú þegar fengið barna-
skó frá Víking og gert pöntun á
Tamaris skóm. Síðan er stefnan
á að bæta við Ecco og Skechers
skóm. Einnig ætlum við að vera
með nærföt og svo á restin eftir
að koma í ljós. Við eigum eftir að
ræða við nokkra aðila með fram-
haldið en við verðum að vera með
pláss fyrir það sem við viljum
vera með. Barnadeildin er glæsi-
leg, sérstaklega ungbarnadeildin.
Þar er flott úrval af dásamlegum
fatnaði frá vinsælum merkjum og
erum við enn að bæta við.
Hvernig gekk opnunarpartýið?
Það var frábært. Svo gaman hvað
allir eru ánægðir með þetta. Ég vil
nota tækifærið til að þakka þeim
sem komu og fyrir allar kveðjurn-
ar og svo auðvitað vil ég þakka
þeim sem komu og buðu fram
aðstoð sína.
Verður jóla trúðurinn á sýnum
stað? Já auðvitað. Við höfum
fengið margar fyrirspurnir um
það og auðvitað verður hann í
glugganum, á sínum stað. Hann er
partur af jólagleðinni.
Eitthvað að lokum? Ég vil bjóða
öllum að kíkja við í verslunina.
Það tekur tíma að bæta við nýju
en við stefnum á að vera með flott
úrval af vandaðri vöru.
S I G R Ú N A L D A Ó M A R S D Ó T T I R
Sigrún Alda Ómarsdóttir.
Pysjutímabilið í ár hefur heilt yfir
verið gott, þegar þetta er skrifað
hafa 2500 pysjur verið skráðar,
þar af 1025 vigtaðar. Tímabilið í
ár var lengi af stað en svo hefur
verið mikið um pysjur síðustu
tvær vikurnar eða svo. Fyrsta
pysjan kom fljótlega eftir þjóðhá-
tíð eins og spáð hafði verið fyrr í
sumar eða nánar tiltekið 10. ágúst.
Eftir það var lítið að frétta, ein
og ein pysja og það var ekki fyrr
en tveimur vikum síðar að það
fór aðeins að birta yfir þessu og
náði tímabilið hámarki þann 7.
september þegar 263 pysjur voru
skráðar. Nú er aftur farið að draga
aðeins úr fjöldanum en enn er þó
að finnast talsvert. Tímabilið í ár
er keimlíkt því í fyrra, var lengi af
stað og pysjurnar léttar, en rekja
má þetta tvennt til fæðuskorts á
síðasta hluta vaxtarskeiðs pysj-
unnar. Athygli hefur líka vakið
að oft þegar pysjurnar eru léttar
eru þær líka frekar litlar, en í ár
virðast þær stórar en léttar.
Pysjueftirlitið er samvinnuver-
kefni margra stofnanna sem og
Eyjamanna allra og því viljum við
benda þeim á sem eiga eftir að
skrá pysjur að gera það á heima-
síðunni lundi.is jafnvel þó að
eitthvað sé liðið síðan pysjurnar
fundust.
Geta borist langt
Pysjueftirlitð fékk fregnir af pysju
um daginn sem fannst dauð uppi
á Biskupstungnaafrétti. Nánar
til tekið við Sandvatn sem er um
80-90 km frá sjó. Var þetta eftir
mikið sunnan hvassviðri sem
gekk yfir landið fyrstu helgina í
september. Greinilegt er að mikill
vindur getur borið pysjur langt
af leið. Þessi saga ætti að kenna
okkur að það borgar sig að sleppa
pysjum skjólmegin í miklu roki
og jafnvel bíða þar til lægir aðeins
á verstu dögunum.
Pysjuvertíðin fór hægt af stað
GÍGJA ÓSKARSDÓTTIR
gigja@eyjafrett ir. is
Veigar Funi Fannarsson, Anna Rakel Baldvinsdóttir, Kristín Dóra Guðjónsdótt-
ir og Ingunn Ása Fannarsdóttir.