Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Blaðsíða 7
21. september 2023 | | 7 Sigursteinn Bjarni Leifsson hefur tekið við sem útibú- sstjóri Íslandsbanka í Vest- mannaeyjum. Diddi eins og hann er alla jafna kallaður tekur við starfinu af Þórdísi Úlfarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu sl. níu ár. Diddi hefur starfað við útibú Íslands- banka í níu ár og gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Hann er viðskiptafræðingur að mennt með BS gráðu frá Háskólanum á Akureyri. „Starfið leggst mjög vel í mig enda búinn að vera í bankanum í tæp 9 ár við hlið forvera míns og þekki því útibúið mjög vel,“ sagði Diddi aðspurður um nýtt hlutverk sem hann segir vera fjölbreytt og skemmtilegt. „Starfið snýst um daglega stjórnun útibúsins, bera ábyrgð á starfseminni og að fylgja eftir þjónustukröfum, stöðl- um og að reglum sé framfylgt. Einnig að sjá um að starfsemi útibúsins sé samkvæmt stefnu bankans og að þjónusta viðskipta- vini útibúsins eins vel og hægt er. Íslandsbanki er með sterka markaðshlutdeild hér á svæðinu og snýst starfið einnig um að viðhalda þeim góðu samskiptum sem við eigum við viðskiptavini okkar.“ Sjálfvirknivæðing valdið fækk- un starfsfólks Í dag eru átta stöðugildi við útibú- ið en bæði það og bankaþjónusta hafa tekið miklum breytingum á þeim tíma frá því Diddi byrjaði í bankanum, hvernig sérðu fyrir þér framtíð þessara útibúa? „Það er alveg rétt að bankaþjónusta hefur tekið miklum breytingum á þeim árum sem ég hef starfað í bankanum. Sjálfvirknivæðing hefur verið í mikilli þróun, mikið af stafrænum lausnum hafa komið fram sem gerir bankaþjónustu allt öðruvísi en hún var fyrir nokkrum árum. Viðskiptavinir afgreiða sig nánast sjálfir sem hefur m.a. kall- að á fækkun starfsfólks í öllum útibúum en um leið hefur skipt máli að til staðar sé persónuleg og sérsniðin þjónusta við stærri ákvarðanir. Við teljum að það þurfi að vera þessi rétta sam- blanda af tækni og persónulegri þjónustu.“ Útibúið stendur vel Diddi segir að þrátt fyrir breytt umhverfi þá sé staðan góð. „Útibúið okkar stendur mjög vel miðað við önnur útibú og er mjög mikilvægt að það sé útibú í Vestmannaeyjum. Bankinn hefur hér sterka markaðshlutdeild enda atvinnulíf í Vestmannaeyjum mjög öflugt. Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með okkar þjónustu og okkar starfsfólk í öllum þeim könnunum sem gerðar hafa verið undanfarin ár og munum við að sjálfsögðu halda okkar háa þjónustustigi áfram í framtíðinni. Ég er spenntur fyrir nýju hlutverki og að eiga áfram í góðu samtali við viðskiptavini. Samfélagið hér er náið svo samspil bankaþjónustu við einstaklinga og fyrirtæki þarf að vera gott. Við munum áfram leggja okkur öll fram við að þjónusta þann hóp með stafrænum lausnum en hér er alltaf heitt á könnunni fyrir þá sem vilja kíkja til okkar og fara yfir málin.“ Spenntur fyrir nýju hlutverki ” Starfið leggst mjög vel í mig enda búinn að vera í bankanum í tæp 9 ár við hlið forvera míns og þekki því útibúið mjög vel. Sigursteinn Bjarni Leifsson hefur tekið við sem útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.