Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Blaðsíða 13
21. september 2023 | | 13 Elliði Snær segist hafa verið ánægður með tímann í Íþrótta- akademíu FIV. „Mig minnir að ég hafi verið tvö og hálft ár eða þrjú ár og svo var ég líka í íþróttaakademíu GRV allar þær annir sem mér stóð það til boða. Þetta var mjög gott fyrir mig. Hvað gerði þessi námsbraut fyrir þig? „Fyrst og fremst færðu auka tækniæfingar með mjög færum þjálfurum þar sem þú getur þjálfað það sem þú hefur minni tíma fyrir á hefðbundnum æfingum, á akademíu æfingum er meira verið að nýta tímann til þess að bæta það sem þú ert lélegur í og verða enn betri í því sem maður gerði vel. Þetta voru handboltaæfingarnar en það er bara einn partur af akademíunni, styrktarþjálfun akademíunnar er líklega það sem að ég hef tekið mest út úr þeirri þjálfun sem a ég fékk, þar bjó ég til grunnstyrk og lærði hvernig á að lyfta rétt og öðlaðist þ.a.l. sjálfstraust til að fara sjálfur að lyfta og vera viss um það að ég væri að gera réttar hreyfingar. Það sem mér fannst minna áhugavert á þeim tíma en hef lært ótrúlega mikið af í dag eru allir þeir fyrirlestrar sem að við fórum á, dæmi um fyrirlestra eru markmiðasetning, næringarfræði, hugafar og sjálfs- traust. Þetta eru þeir hlutir sem maður þarf að læra og úr öllum fyrirlestrunum valdi maður sér nokkra punkta til að taka með sér inn í framhaldið.“ Elliði segir erfitt að velja eitthvað eitt ákveðið atriði úr náminu sem gerði meira fyrir hann en annað. „Fljótt á litið er ekkert eitt sem stendur upp úr en þegar maður lítur til baka þá er það allt sem maður lærði á þessu, aginn að mæta á æfingar fyrir skóla, þau atriði sem maður lærði á fyrirlestrunum og tók ósjálfrátt með sér inn í lífið og það að geta farið á aukaæfingar í lyftinga- salnum og vitað að maður væri að gera hlutina rétt.“ Hann er ekki í vafa að akadem- ían hafi gert mikið fyrir hans íþróttaferil. „Þetta hefur tvímæla- laust hjálpað minni þróun sem leikmanni og ég er ekki svo viss um að án hennar hefði ég komist á þann stað sem ég er á í dag. Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi fara í atvinnumennsku og ætlaði mér það líka. Þess vegna skráði ég mig í íþróttaakademíuna til þess að fá þær aukaæfingar og þjálfun sem ég þurfti.“ Elliði segist ekki í vafa um það að þessi námsbraut geti hjálp- að öllum. „Akademían er ekki bara fyrir þá sem ætla að verða atvinnumenn eða -konur í sinni íþrótt, akademían hefur líka hjálpað mér að ná betri tökum á námi og það er margt sem ég nýtti mér úr akademíunáminu til þess að geta klárað háskólanám. En ef einstaklingurinn ætlar sér að ná sem lengst í sinni íþrótt þá á hann að skrá sig í íþrótta- akademíu FÍV. Ég er ótrúlega þakklátur ÍBV, FÍV, þeim þjálfurum og öllu fólkinu sem kom að akademíunni á meðan ég fór í gegnum hana og vil hér með þakka þeim fyrir.“ Sandra Erlingsdóttir er leik- stjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og íslenska lands- liðsins en hún lék áður með EH Aalborg í Danmörku. Hún var einnig valin handknattleikskona ársins 2022 af stjórn Hand- knattleikssambands Íslands. „Ég var tvö ár í FÍV og var bæði árin í akademíunni , fékk svo stundum að stelast inn á æfingar eftir að ég útskrifaðist.“ Sandra segist ánægð með þennan tíma og námsleiðina. „Hún gaf mér ótrúlega mikið. Þetta eru svo ótrúlega mikilvægar aukaæf- ingar. Þarna nær maður að einblína á einstaklingsæfingar og vinna í sínum veikleikum og styrkleikum. Inn á liðsæfingum er fókusinn meiri á liðið sjálft svo ég myndi segja að þetta séu bara alveg ómissandi æfingar á þessum aldri.“ Sandra segir félagsskapinn ekki síður hafa staðið uppúr en æfingarnar sjálfar. Það var frábært að æfa aukalega með vinum sínum og allar einstak- lings skot- og tækni æfingarnar. Þetta allt gerði mikið fyrir mig.“ Hefur þetta nám hjálpað þér á þínum ferli? „Alveg 100%! Öll aukavinna skilar sér að lokum. Þar að auki allir skemmtilegu fyrirlestrarnir og fræðslan sem maður fær.“ Sandra segir það ekki vera spurningu í sínum huga fyrir ungt Íþróttafólk að skrá sig í Akademíuna. „Þetta eru árin sem eru ein af þeim mikilvæg- ustu! Þarna er maður að einblína á sig sjálfan og engan annan! Þessar auka æfingar geta gefið manni þetta extra sem aðrir hafa og leggja inn til þess að komast langt. Ég vil bara hvetja alla til þess að skrá sig i akademíuna. Ég man þegar ég var í skólanum þá var þetta aldrei spurning. Ef maður ætlar að ná langt þá eru það þessar auka æfingar sem munu skila sér að lokum.“ Ekki bara fyrir atvinnumenn Fékk að stelast á æfingar eftir útskrift Hákon Daði Styrmisson. Sandra Erlingsdóttir. Elliði Snær Viðarsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.