Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Blaðsíða 14
14 | | 21. september 2023
Kvennalið ÍBV hefur farið vel af
stað á þessu tímabili og unnið sína
tvo fyrstu leiki. Annarsvegar KA/
Þór fyrir norðan og svo Hauka-
stúlkur á heimavelli. Liðið situr á
toppi Olísdeildarinnar með fullt
hús stiga ásamt Valsstúlkum.
Eins og síðustu ár eru það þeir
Sigurður Bragason og Hilmar
Ágúst Björnsson sem stýra liðinu.
Við ræddum við Sigga um liðið
og tímabilið. „Veturinn leggst
bara mjög vel í okkur. Við erum
öll mjög spennt og ákveðin í að
halda okkur á þeim stalli sem við
komum okkur á í fyrra. Við höfum
verið að elta þessi bestu lið (Fram
og Val) undanfarin 10 ár. Núna
erum við klárlega komin á sama
stall og þessir klúbbar.“
Heilt lið af nýliðum
Sigurður segir hópinn hafa gengið
í gegnum miklar breytingar á
milli ára. „Þó svo að okkar helstu
stjörnur séu áfram á milli ára þá
eru töluverðar breytingar á hópn-
um. Það eru átta leikmenn sem
spiluðu með okkur í fyrra horfnar
á braut.“ Það eru þær: Harpa
Valey (Selfoss) Maria Jovanovic
(Serbíu), Ólöf María (Gróttu) Tara
Sól (Víking) Bernódía (Dan-
mörk) Alexandra (Danmörk) og
þá eru Ólöf Maren og Ásta Björt
ófrískar. Nýjar hjá ÍBV liðinu eru
Britney Cox (Stjarnan), Ásdís
Guðmundsdóttir (Skara), Dagbjört
(ÍR), Margrét Castillo (Grótta),
Edda Bognar (Ungverjaland)
og Helga Margrét Thorlacius
(Stjarnan).
„Þá eru einnig að koma upp
mjög efnilegar stelpur sem verða
örugglega í vaxandi hlutverki á
næstu árum hjá okkur. Til marks
um það hversu mikið hópurinn
hefur breyst þá voru á einum
tímapunkti gegn KA/Þór allir
leikmenn ÍBV á vellinum að
leika sinn fyrsta deildarleik fyrir
félagið. Ég hef nú lengi fylgst
grannt með gangi mála hjá ÍBV
liðunum og það held ég hafi aldrei
áður gerst.“
Góður andi
Hvernig er hópurinn að koma
undan sumri? „Við erum bara
mjög góð. Hrafnhildur Hanna fór
í nokkuð stórar aðgerðir í sumar
á hné og hásinum, en það gekk
bara vel hjá henni. Við búumst
við henni til baka í október. Þá fór
Sunna í aðgerð á olnboga og er
að koma til baka úr henni, hún er
að nálgast sitt besta stand. Ég er
mjög ánægður með hópinn en það
á auðvitað eftir að taka einhvern
tíma að koma nýjum leikmönnum
fullkomlega inn í sín hlutverk.
En ég er mjög ánægður með þá
styrkingu sem við náðum í fyrir
tímabilið. Þessar stelpur eru að
koma vel inn í hópinn og það
er góður andi yfir þessu öllu hjá
okkur. Ég er mjög spenntur fyrir
komandi vetri.
Berjast um alla titla
Sigurður segir markmið vetrar-
ins ekki vera neitt leyndarmál.
„Markmiðin eru í raun þau sömu
og í fyrra. Það er að vera vel
gjaldgeng í toppbaráttunni og
berjast um alla titlana sem eru í
boði.“ Aðspurður um það hvað
áhorfendur eiga eftir að sjá hjá
liðinu í vetur er Sigurður fullur
bjartsýni. „Bara vonandi það sama
og í fyrra. Að liðið sé að spila
fleiri stóra leiki, við viljum öll
vera þar. Þá er líka takmarkið að
ná langt í Evrópukeppninni, við
náðum í átta liða úrslit í fyrra og
ætlum okkur að reyna að komast
þangað aftur í það minnsta.
Kynning á meistaraflokki kvenna ÍBV í handbolta 2023-2024
Háleit markmið hér og í Evrópu
Hilmar Ágúst Björnsson
þjálfari
Sigurður Bragason
þjálfari
Birna Berg hefur farið frábærlega af stað á þessu tímabili og skoraði 14 mörk gegn Haukum þar af 11 í fyrri hálfleik.
Mynd: Sigfús Gunnar.
Elísa verður í lykilhlutverki í vetur á báðum endum vallarins líkt og síðustu ár.
Mynd: Sigfús Gunnar.