Fréttir - Eyjafréttir - 21.09.2023, Blaðsíða 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549
Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum.
Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Sindri
Ólafsson - omar@eyjafrettir.is - sindri@eyjafrettir.is.
Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf.
Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta.
Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf.
Sími: 481 1300
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is
Veffang: www.eyjafrettir.is
EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Til fundar við Eldfell er ein
stærsta, ef ekki stærsta, og
merkasta myndlistarsýning
sem haldin hefur verið í Vest-
mannaeyjum. Alls taka um 20
listamenn, innlendir og erlendir
þátt í sýningunni og eru verkin
eins fjölbreytt og þau eru mörg.
Eiga það þó sameiginlegt að
sýna að Heimaeyjargosið 1973
hefur haft djúp áhrif á listafólkið
sem það túlkar hvert með sínum
hætti. Verkin eru 24 og dugði
ekki minna til en þrír salir undir
sýninguna, Einarsstofa og tveir á
annarri hæðinni.
Vala Pálsdóttir og Ilana Halperin
eru sýningarstjórar og hefur vel
tekist með uppsetningu verk-
anna. Með þeim voru frá upphafi
Gísli Pálsson mannfræðingur og
Eyjamaður, höfundur bókarinn-
ar Fjallið sem yppti öxlum sem
fjallar um Heimaeyjargosið og
Þorgerður Ólafsdóttir myndlistar-
kona sem hefur gert listaverk sem
tengjast gosinu. Auk þess sem
Kári Bjarnson, forstöðumaður
Safnahúss og Sigurhanna Frið-
þórsdóttir safnstjóri Sagnheima
komu að undirbúningi.
Fjölmenni var við opnun sýn-
ingarinnar laugardaginn 9. sept-
ember. Fyrir Eyjafólk hefur verið
upplifun að líta listaverkin augum,
verk sem það er hluti af eða er
öllu heldur hluti af þeirra sögu.
Mikið spáð og skoðað en daginn
eftir var boðið upp á leiðsögn um
sýninguna sem margir nýttu sér.
Þær Vala og Ilana og listamenn
skýrðu verkin og söguna að
baki þeirra. Var gaman að fá að
skyggnast á bak við listaverkin.
Meðal verka sem vöktu
athygli og spurningar voru Lava
Landscape eftir Rögnu Róberts-
dóttur sem varð til á staðnum.
Margir stöldruðu við Hvíta
húsið hennar Emmu Stibbon og
það sama má segja um Stafróf
Þorgerðar Ólafsdóttur. Hlutur
Ilönu er ekki hvað sístur en hún
og Eldfell sem litu þennan heim
1973 hafa bundist tryggðarbönd-
um og fagna sameiginlegu afmæli
á tíu ára fresti. Jarðfræðin á sinn
stað á sýningunni og skýrði Gísli
Pálsson afrit úr jarðskjálftamælum
dagana fyrir Heimaeyjargosið
sem sýndu að gos var í vændum.
Ekki tókst að staðsetja upptökin,
til þess vantaði þriðja jarðskjálfta-
mælinn sem var bilaður.
„Ótrúlegar viðtökur. Bæði kom
mikið af heimafólki og fólki ofan
af landi og við erum himinlifandi
yfir móttökunum. Það er gaman
að sjá sýninguna rísa og verða
til,“ sagði Vala Pálsdóttir þegar
rætt var við hana á sunnudeginum.
„Þegar síðasta verkið var komið
upp klukkan hálf þrjú í gær. Þá
allt í einu komu tilfinningarnar.
Þetta er búið og hvernig gátum
við þetta? Þetta reyndi á en var
rosalega skemmtilegt. Tókst með
góðri hjálp og aðstoð góðs fólks
sem kom inn á allskonar stigum
og hjálpaði. Í allt yfir 30 manns
sem komu að sýningunni og án
þeirra hefði sýningin aldrei orðið
þetta stór.“
„Þetta er mögnuð sýning og
gaman að taka þátt í þessu,“ sagði
Gísli Pálsson. „Það tókst á ótrú-
lega skömmum tíma að mynda
grunninn og hér erum við komin.
Mögnuð opnun í gær. Sterkar
tilfinningar og gaman að heyra
skýringarnar í dag hjá listafólkinu
sjálfu. Fyrir leikmann eins og mig
sem kem úr annarri deild er frá-
bært að sjá hvað vakir fyrir fólki,
hvernig það vinnur sína vinnu
og sjá hvernig þetta safn tengist
einhverjum djúpum böndum við
Eldfell og Eyjasamfélagið.“
Sýningin verður opin til 21.
október og er vel þess virði að
kíkja við í Safnhúsi.
Að sjá eigin sögu með
augum listafólks
Sýningarteymið við opnunina, Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Adam Putnam, Gísli Pálsson, Vala Pálsdóttir, Ilana
Halperin, Kristján Steingrímur, Jesse Bransford, Anna Líndal og Þorgerður Ólafsdóttir. Á myndina vantar nokkra lista-
menn og rithöfunda sem ekki gátu mætt.
Fjöldi gesta var við opnunina.
Vala Pálsdóttir og Ilana Halperin eru
sýningarstjórar.
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrett ir. is