Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Qupperneq 14
14 | | 7. desember 2023 „Jólasíld Ísfélagsins nýtur mikilla vinsælda og hefur magnið verið aukið frá ári til árs vegna mikillar eftirspurnar,“ segir Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir verkstjóri í Ísfélaginu. Upphaflega var jólasíldin hugsuð fyrir starfsmenn og viðskiptavini Ísfélagsins en frá árinu 2021 hóf Ísfélagið að gefa bæjarbúum síld í tilefni 100 ára afmæli Ísfélagsins og segir Hildur að þau muni halda því áfram. „Vonandi verða bæjarbúar ánægðir í ár því hún er mjög góð eins og alltaf.“ Gott að gleðja fyrir jólin Verkun á síldinni hefst í byrjun nóvember, þar sem hún er skorin í bita og pækluð. Þrem vikum seinna er hún sett í fötur og því tilbúin um mánaðarmótin nóvem- ber - desember. Magnið af síld er um eitt og hálft tonn en hefur aukist frá ári til árs. Í ár var það í fyrsta skipti sem sendar voru 50 fötur til Siglufjarðar vegna sam- einingar Ísfélagsins og Ramma ehf, starfsfólk á öllum vígstöðum fær síld. Hildur sér um allt framleiðslu- ferlið og svo sjá starfsmenn um að pakka síldinni. „Þetta er mikil vinna og ábyrgð en það er gott að geta gefið fólki síld fyrir jólin. Upprunalega uppskriftin kemur frá Sjávarútvegsnefnd en henni hefur verið breytt og hún betrumbætt, því við erum ekki lengur að salta í tunnur. Við sjóð- um vatnið alltaf og kælum áður en við setjum kryddið í og það er vinur okkar Grímur Kokkur sem sýður vatnið fyrir okkur.“ Í ár var síldin var gefin 2. des- ember í porti Ísfélagsins þar sem bæjarbúar gátu rennt við og gripið sér fötu. Um það bil 500 kíló af síld voru gefin þann dag. Bragðlaukar mismunandi milli menningarheima Í Ísfélaginu er starfshópurinn orðinn breiðari. Það er því áhuga- vert og gaman að sjá menningar- mun þegar kemur að því hvernig skuli verka síldina. „Fólk frá Úkraínu v til dæmis bara fá edik- sýrusíld, ekki með kryddlegi og margir frá Póllandi líka. Að þeirra mati vilja þeir meira salt og munu þeir því fá síldina þannig verkaða. Íslendingar eru meira í kryddleg- inum og þessu sæta“ segir Hildur. En hvað gerir hana svona góða? „Þetta er leyniuppskrift. Það eru aðeins tveir sem vita uppskrift- ina en þeir mega aldrei ferðast saman“ segir Hildur að lokum. Jólasíld Ísfélagsins aldrei vinsælli Starfsmönnum boðið upp á síld í kaffitímanum. „Það er áratugalöng hefð fyrir því að halda jólakaffi fyrir starfsfólk og fjölskyldur Vinnslustöðv- arinnar og dótturfélaga. Í ár sá Kvenfélagið Líkn um veitingarn- ar. Um er að ræða skemmtilega og notalega stund og í ár mættu um 280 í kaffið,“ sagði Lilja Björg Arngrímsdóttir, mannauðsstjóri Vinnslustöðvarinnar um þennan skemmtilega sið félagsins. „Á meðan fullorðna fólkið naut tónlistar í flutningi þeirra Sæþórs Vídó og Kristínar Halldórsdóttur og gæddi sér á kræsingunum komu jólasveininn og Trölli og skemmtu krökkunum. Einn af hápunktum þessa viðburðar er þegar starfsfólki sem hefur átt stórafmæli á árinu eru færðar af- mæliskveðjur og þeim sem lokið hafa störfum vegna aldurs eru færðar starfslokakveðjur. Í ár voru 25 starfsmenn heiðraðir af þessu tilefni og fá allir armbandsúr og blómvönd að gjöf.“ Starfsfólk heiðrað í jólakaffi Aftari röð frá vinstri: Svavar Valtýr Stefánsson, Sigurbjörn Egilsson, Fransisco Vilas Boas og Ágúst Ingi Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Elva Björk Birgisdóttir, Gerður Garðarsdóttir, Kristján Hauksson, Olena Drohzha, Joao José Sequeira, Orlando Soares, Gísli Erlingsson og Lilja Björg Arngrímsdóttir. Myndir Addi í London.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.