Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2023, Blaðsíða 18
18 | | 7. desember 2023 Hjúkrunarfræðingurinn Auður Ásgeirsdóttir rekur ásamt Gunnari Inga Gíslasyni eiginmanni sínum ferðaþjónustufyrirtækið Viking Tours. Þangað til á þessu ári hefur Auður starfað sem hjúkrunar- fræðingur en sinnt ferðaþjón- ustunni í hjáverkum. Hún ákvað þó að söðla um í sumar og sagði starfi sínu við Heilbrigðisstofn- unina lausu og sneri sér alfarið að ferðaþjónustu. Auður sinnir því jafnt að starfa sem leiðsögumaður og sem rútubílstjóri. Auður tók rútuprófið árið 2020 og kann vel við sig undir stýri. „Þetta er mjög skemmtilegt starf, en getur líka verið krefjandi í lengri ferðum ef eitthvað er að veðri. En það er mjög gaman að keyra svona stóran bíl og einnig að vera alltaf að vinna með mjög fjölbreyttu og skemmtilegu fólki. Yfirleitt er fólk að koma í rútuferð til að hafa gaman.“ Hlutfall kvenna að aukast Hversu algengt er það á íslandi að konur séu að keyra stórar rútur? „Ég er ekki alveg viss með hlutfall kvenna í stéttinni en held að það sé alveg að aukast. Ég mæti frekar oft kvenbílstjóra á ferðinni upp á landi. En karlmenn eru enn í miklum meirihluta.“ „Ha er stelpa að keyra“ Auður segi þó að erlendir ferða- menn sem eru jú stór hluti þeirra sem hún keyrir um reki oft upp stór augu þegar það er kona sem situr við stýrið á rútunni og hún hafi fengið alla vega viðbrögð í starfi sínu. „Algengast er að fólk sé mjög hissa að sjá mig við stýrið. Hef alveg fengið: „Ha er stelpa að keyra“. En hef samt bara fengið jákvæð viðbrögð frá bæði körlum og konum og margar af þeim konum sem koma upp í rút- una eru sérstaklega ánægðar. Það er mjög algengt að þær segi eftir að ég er búin að fara upp á Stór- höfða, „vá vel gert“, það finnst þeim mjög tilkomumikið. En mér er oft mikið hrósað fyrir aksturinn eftir ferðirnar, kannski kemur þetta þeim á óvart að við getum verið mjög góðar að keyra.“ Finnst ég rosalega sterk Þau hjónin hafa tekið að sér síðustu ár að keyra með ind- verska hópa um landið og segir Auður þær ferðir vera sérstaklega skemmtilegar. „Þeim finnst þetta mjög merkilegt að kona skuli vera að keyra, það er ekki mikið um kvenkyns bílstjóra í Indlandi. En þau eru mjög ánægð með mig og þurfa mikið að taka myndir með mér. Einnig hef ég verið mikið verið sýnd ættingjum í myndsím- tölum og ég þurft að heilsa upp á marga ættingja sem trúa þessu einfaldlega ekki.“ Auður segir það ekki það eina sem kom Indverj- unum í opna skjöldu. „Það sem kemur þeim mest á óvart þegar ég var að hlaða töskunum inn í bíl og losa eins og enginn sé morgun- dagurinn og mennirnir horfðu bara agndofa á. Þeim fannst ég vera rosalega sterk.“ Aðspurð hvort að hún geti mælt með þessu starfi fyrir konur er Auður ekki í nokkrum vafa. „Ég mæli eindregið með þessu starfi fyrir konur og í rauninni hvern sem er. Þetta er virkilega skemmtilegt og býður upp á mjög fjölbreytta vinnu, einnig gott að geta gripið í þetta starf í aukavinnu,“ sagði rútubílstjórinn kát að endingu. Trúa ekki að rútubílstjórinn sé kona Alltaf að vinna með mjög fjölbreyttu og skemmtilegu fólki ” Ég mæli eindregið með þessu starfi fyrir konur SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is Auður kann vel við sig í bílstjórasætinu. Gunnar Ingi og Auður við Jöulsárlón. Það leynir sér ekki hvaðan rútan er.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.