Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 3

Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 3
STUÐLABERG 1/2014 3 Hagyrðingamót fara þannig fram að nokkrir bragfærir menn sitja á sviði samkomu- húss og flytja kveðskap sinn fyrir áheyrendur í salnum. Lagðar eru fyrir þá spurningar eða að beðið er um úrlausn á einhverju umdeildu vandamáli. Venjulega fá þátttakendur efnið með nokkurra daga fyrirvara og koma því undirbúnir að einhverju leyti. Það fer þó bæði eftir einstaklingum og aðstæðum hve mikið er lagt í undirbúningsvinnuna. Sumum finnst best að mæta ferskir á pallinn og láta andrúms- loftið í salnum og viðbrögð nærstaddra kveikja nýjar hugmyndir og virkja andann. Aðrir yrkja samviskusamlega um hvert efni fyrirfram og hafa það tilbúið en grípa svo til þess á pall- inum að setja saman eina og eina vísu eftir því sem aðstæðurnar bjóða. Ekki þarf að fjölyrða um það hér að efnismeðferð hagyrðinganna er ætíð á léttari nótunum og fólk mætir fyrst og fremst til þess að hlæja og skemmta sér. Segja má að þessi þróun hafi farið af stað sumarið 1989 þegar efnt var til bragarþings norður á Skagaströnd. Frá þeim atburðum er sagt annars staðar í blaðinu. Bragarþingin urðu árlegir viðburðir og hagyrðingakvöldin spruttu svo upp í framhaldi af því. Þau hafa vakið athygli, dregið að sér fólk og gjarnan skilað dálitlum aðgangseyri. Mikið framboð hefur þó verið af skemmtiefni og neytendur haft úr mun meiru að moða en þeir höfðu möguleika á að komast yfir að nýta sér. Að- sókn að hagyrðingamótum sýnir að það sem þar fer fram hefur að einhverju leyti staðist samkeppni við annað afþreyingarefni. Hefðbundna ljóðið var, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu, dæmt úr leik upp úr miðri tuttugustu öld og slíkt efni átti ekki upp á pallborðið um skeið. Nú bendir hins vegar flest til þess að gamli góði bragurinn sé að ná sinni fyrri fótfestu. Í síðasta hefti Stuðlabergs var sagt frá átta nýjum ljóðabókum þar sem farið er af list með hið hefðbundna form og sú upptalning er hvergi nærri tæmandi. Dæmi eru um að bækur með vel gerðum hefðbundn- um ljóðum seljist í miklum fjölda eintaka sem sýnir að meðal lesenda er vaxandi markaður fyrir þessa tegund kveðskapar. Bragfræðinni hefur vaxið fiskur um hrygg innan Háskólans og námskeiðum fjölgar þar sem boðið er upp á kennslu í vísnagerð. Hefðbundna ljóðið er gengið í endurnýjun lífdaga og ber að fagna því. Skýringin á þeirri endurkomu er ekki flókin eða fjarlæg. Þeir sem þekkja til grund- vallarlögmála náttúrunnar vita hvað gerist ef einhver verður þreyttur á suðinu í læknum og bregst við með því að stífla hann í hlíðinni ofan við bæinn. Þetta reynist ljómandi vel til að byrja með. Lækjarniðurinn hverfur. Það fer svo eftir aðstæðum hve lengi þessi þögn varir. Á einhverjum tímapunkti kemur lækur- inn aftur í einhverri mynd. Hann gæti brotið stífluna og fleygst kolmórauður niður gamla farveginn sinn uns rennslið nær jafnvægi að nýju eða þá að hann finnur sér bara aðra leið þegar stíflan er orðin full og byrjar þá aftur að niða, hugsanlega hinum megin við bæinn. Endurkoma hins hefðbundna bragar inn í íslenskar ljóðbókmenntir skýrist af sama lög- máli og uppspretta og rennsli lækjarins. Brag- hefðin fór aldrei neitt og tilraunir til að ýta henni út af borðinu hlutu að misheppnast. Hér skal aðeins bent á að það voru hagyrðingamótin sem brúuðu þetta bil frá því að hefðbundna ljóðið var dæmt úr leik þar til það lifnaði við á ný. Þar hélt lækurinn áfram að renna eftir að hans eðlilegi farvegur hafði verið stíflaður. RIA. Hagyrðingamótin brúuðu bilið Til lesenda LJÓÐAVOR FORLAGSINS GERÐUR KRISTNÝ ANTON HELGIÞÓRARINN ELDJÁRN www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.