Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 6
6 STUÐLABERG 1/2014
Eitt af skáldunum sem lásu upp í Háskóla-
bíói var Eva Hauksdóttir. Hún vakti athygli
fyrir nákvæma og vel útfærða bragfræði, sbr.
eftirfarandi ljóð sem hún kallar Þel:
Fram úr hjartans fylgsnum særa
fornar rúnir nýjan brag.
Vildi ég með þér vonir næra
vakna til þín sérhvern dag.
Ást þín heit og höndin blíða
héluð þíða kvæðin mín.
Frosin orð úr fjötrum losa,
mosaaugun mjúku brosa,
má ég vera dindilhosan þín?
Bláar nætur, bjarta daga
bergja af þinni fræðalind.
Skapa, galdra, skemma, laga
skálda úr brotum nýja mynd.
Vita af þér vakin, sofin
vekja spurn og svala þrá.
Rifa segl og björgum bifa,
lifa til að lesa og skrifa
ljóð, á meðan ævin tifar hjá.
Davíð Þór Jónsson guðfræðingur er þekkt-
ur fyrir beinskeyttan kveðskap og hér skefur
hann ekki utan af í kvæði sem hann kallar
Leifur og Lalli:
Leifur djöfull og Lalli
lögðu mig í einelti í skóla.
Ég var barinn á hverju balli,
brókaður, látinn góla,
hrakyrtur, spottaður, hæddur,
hrópandi úr buxunum klæddur.
Ég vildi að ég væri ekki fæddur
svona voðaleg kveif
árin sem ég var alltaf hræddur
við ófétin Lalla og Leif.
En nú er ég eldri að árum
og ekki lengur í sárum,
framámaður á Fróni
og flestir virða mig,
en Leifur er lassaróni
og Lalli hengdi sig.
Kannski er ekki alltaf klippt og skorið
hverjum er bjartast bernskuvorið.
Eitt af hinum svokölluðu skáldum var
Örlygur Benediktsson, tónlistarmaður. Hann
flutti meðal annars magnað kvæði, Til sölu,
ort á tímum þennslunnar um græðgina og elt-
ingaleikinn við hið efnislega:
Seldu mér hugmynd um hagnað og auð,
svo hamingju- verði‘ ekki ævi mín snauð,
svo alltaf í kredit ég keypt fái brauð
og kavíar, lúxus og eðal.
Tilgangur helgar hvert trúgirnivekjandi meðal.
Seldu mér loforð um viðskiptavild.
Verzla má ókeypis! Þetta er snilld!
Því punktarnir ávaxta pundin mín gild,
svo pæla ég þarf ekki‘ í neinu.
Frábært – að lifa með allt (en þó ekkert) á hreinu.
Seldu mér innantómt, gullhúðað grín.
Glópskunnar ljómi úr augum mér skín,
ég þrái að teyga þitt tilboðavín,
& treysti‘ að ég verði‘ aldrei þunnur.
Samþykki hikstalaust allt, það sem mælir
þinn munnur.
Seldu mér ekta & seldu mér feik.
Seldu mér tilbúinn raunveruleik.
Seldu mér útrás og alþjóðlegt meik
í eilífðarmarkaðshagkerfi.
Seldu mér fölsun á sannleikans alvörugervi.
Seldu mér skrum, til að skreyta mitt hús,
ég skrif‘ undir hvað sem er, samvinnufús.
Fagnandi býður mér djöfullinn dús,
ég dýrka hans loforðagjálfur.
Seldu mér einhverja hugmynd! Ég hef
enga sjálfur.
RIA.