Stuðlaberg - 01.06.2014, Page 7

Stuðlaberg - 01.06.2014, Page 7
STUÐLABERG 1/2014 7 Annað landsmót kvæðamanna var haldið á Siglufirði helgina 28.–30. mars s.l. Mótið tókst í alla staði mjög vel enda veður stór- kostlegt og margir kvæðamenn mættir til að skemmta sér saman. Mótið hófst með dýrindis málsverði og kveðskap á Hannes Boy Café. Síðan var geng- ið yfir í Bátahús Síldarminjasafnsins þar sem Steindór Andersen, kvæðamaður, og Hilmar Örn Hilmarsson, tónlistarmaður, göldruðu fram töfrandi hljóma með þýðri kveðskapar- rödd Steindórs, steinaspili Páls á Húsafelli og hljóðgerfli Hilmars. Stólar voru fyrir eitt hundrað gesti á bryggjunni fyrir framan gamla síldarskipið og var hvert sæti setið. Stemmingin í Bátahúsinu var seiðmögnuð og voru þeir félagar klappaðir upp aftur og aftur. Að loknum tónleikum söfnuðust kvæða- menn saman á veitingastaðnum og barnum Torginu þar sem var kveðið fram undir miðnætti. Kl. 10 á laugardagsmorgni hófst svo fyrsta námskeið dagsins þar sem Bára Grímsdóttir, Kveðið, ort og dansað Landsmót kvæðamanna á Siglufirði í mars 2014 kvæðakona, kenndi þjóðlög og tvísöngva. Þangað voru mættir allir gestir mótsins, kvæðamenn frá Norðurlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Eftir hádegi skiptist hópurinn í þrennt þar eð Ragnar Ingi Aðalsteinsson fór að kenna bragfræði og Steindór Andersen kveðskaparlist. Eftir stutt hlé til gönguferða úti í fögrum sól- böðuðum firðinum hófst kvöldvakan, hápunkt- ur samkomunnar. Borðaður var glæsilegur málsverður í matsal Rauðku og kvæðamenn kepptust við að skemmta sjálfum sér og öðrum með frumlegri sem og hefðbundinni nálgun á kveðskaparflutning. Þegar allir voru orðnir mettir af mat og kveðskap mætti hljómsveitin Heldrimenn með tvær harmoníkur, söngvara og trommara og dró alla út á dansgólfið. Á mið- nætti voru allir búnir að fá nóg og hélt hver til síns næturstaðar eftir dásamlegan dag. Á sunnudegi hófst dagskráin aftur kl. 10 um morgun og nú var komið að aðalfundi Stemmu, landssamtaka kvæðamanna. Fund- urinn var skemmtilegur enda hljómaði kveð- skapur frá hverjum hálsi inn á milli dagskrár- liða. Aðildarfélög Stemmu gerðu grein fyrir starfi sínu á liðnu ári, áhersluatriði þess næsta voru rædd og sitjandi stjórn endurkjörin. Stemma er einungis eins árs gömul því kvæðamenn hittust á sínu fyrsta landsmóti fyrir rúmu ári og stofnuðu samtökin. Þá þekktu menn ekki hver annan og stemm- ingin var hógvær og hikandi. Í þetta sinn var allt annað upp á teningnum – kvæðamenn heilsuðust nú sem gamlir kunningar og skap- aðist einhuga stemming og þróttur til að svara þeirri áskorun að vekja hina íslensku kveð- skaparlist aftur til vegs og virðingar. Guðrún Ingimundardóttir Kvæðamenn Gefjunar frá vinstri: Þór Sigurðsson, Rósa María Stefánsdóttir, Svan- dís Svavarsdóttir, Þórarinn Hjartarson, Krist- ín Sigtryggsdóttir, Ása Ketilsdóttir, Anna Halldóra Sigtryggsdóttir.

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.