Stuðlaberg - 01.06.2014, Side 8
8 STUÐLABERG 1/2014
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
hefur lýst því þegar Matthías Jochums-
son kvaddi Stephan G. Stephansson á
Sigurhæðum sumarið 1917. Stephan
var þá á leið frá Akureyri, en hann kom
þar við í einu heimsókn sinni til ætt-
landsins:
„Þarna stóðu þeir, tveir höfðingjar
andans, sinn úr hvorri heimsálfu, en þó
synir sömu þjóðar, báðir rammíslensk-
ir. Báðir höfðu þeir unnið stórvirki,
báðir hlotið ást og lotningu Íslendinga
... Loks rétti Stephan G. fram æðabera,
skjálfandi höndina. En þá breiddi
Matthías út faðminn, vafði Stephan
örmum og – kyssti hann. Matthías grét.
Stephan grét ekki ... En það vissi ég þá
og seinna, að skilnaðurinn var honum
mun þyngri og sárari en séra Matth-
íasi. Það var eins og hann hefði kvatt
allt Ísland og alla íslensku þjóðina
hérna megin hafsins í síðasta sinn, með
þessum eina kossi. Úr þessu var hann á
heimleið – vestur.“
Matthías lést 18. nóvember 1920, 85
ára. Stephan lést 9. ágúst 1927, 73 ára.
Tveir andans
höfðingjar
Stundum hendir það limrusmiði að setja
ljóðstaf á forlið. Þetta er auðvitað brot á brag-
reglum og þarf ekki að fjölyrða um það. For-
liðir eru áhersluléttir og geta þess vegna ekki
borið ljóðstaf. Ástæða þess að þetta hendir
frekar í limrum en í kveðskap undir öðrum
bragarháttum er sú að limrur eru byggðar
á þríliðum og algengt að forliðir séu tvö at-
kvæði, stundum þrjú. En bragurinn hefur
margar hliðar og óvænt útskot frá beinu
brautinni. Ég rakst á limru eftir þann góða
hagyrðing Skarphéðin Ásbjörnsson þar sem
stuðlað er á forlið en samt sem áður hugnast
mér þessi kveðskapur ágætlega. Ég sé reglu-
brotið ‒ en það truflar mig ekki:
Það fullyrðir feitlagna Jenna,
að feikilegt ofát og spenna,
og lostanna líkn,
lágt sjálfsmat og fíkn
sé allt saman öðrum að kenna.
Í fjórðu línu er orðið lágt að sjálfsögðu
forliður (nema við hugsum okkur að orðin
lágt sjálfsmat geri einn þrílið). Þetta er lýsing-
arorð, með mjög sterka stöðu gagnvart öðrum
orðum í setningunni, og þess vegna dregur
það til sín mun meiri áherslu en forliðir gera
að jafnaði (lýsingarorð eru of sterk til að vera
í forlið, en það er efni í aðra grein). Ljóðstaf-
urinn fær þess vegna þann þunga sem hann
þarf. Auk þess er limran afar vel gerð að öðru
leyti, bæði hvað varðar form og ekki síður efni
og þess vegna leyfist höfundi frekar að keyra
aðeins út í kantinn.
Gaman væri að heyra frá hagorðu fólki
hvað því finnst um þessa sameiginlegu brag-
fræði okkar Skarphéðins (þ.e. hann yrkir, ég
samþykki). Líklegt er að um þetta séu skoð-
anir eitthvað skiptar. RIA.
Stuðlað á forlið
Bragfræðilegt álitamál