Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 9
STUÐLABERG 1/2014 9
Að vanda var haft samband við nokkra
hagyrðinga og þeir beðnir að yrkja um mál-
efni sem er á döfinni meðan blaðið er í vinnslu.
Að þessu sinni var efnið afstaðan til Evrópu-
sambandsins og það ekki skilgreint nánar.
Hagyrðingar gátu valið um það hvernig þeir
fjölluðu um efnið og frá hvaða hlið þeir vildu
skoða það. Mikið hefur gengið á undanfarið
út af umsóknarferlinu, sem kunnugt er, og
sýnst sitt hverjum.
Anton Helgi Jónsson talar um ástandið í
Evrópusambandsgáttinni:
Þungt ég stíg á þröskuldinn
þar er gott að dvelja
meðan hvorki út né inn
auðnast mér að velja.
Höskuldur Búi Jónsson hefur ákveðna skoð-
un á ferlinu þó að endanlegt markmið sé hulið:
Þó að vissan varla sé
væn né til að hrósa.
Um hið deilda ESB
er samt best að kjósa.
Ingi Heiðmar Jónsson, kennari og organ-
isti á Selfossi og Blönduósi, setur fram það
sem hann kallar gátu:
Ekki vill í ESB
ein sem veitir ríkum fé
lætur andsvör aum í té
almúgann í setur hné.
Páll Jónsson, bóndi í Hlíð á Langanesi,
fékk tvær línur lánaðar og afmarkar þær kurt-
eislega með gæsalöppum:
„Búkolla mín bububu,“
burt skal leidd úr fjósinu,
inn svo flytjum ost og smér
þó einhver durgur skæli.
Já þetta frelsi indælt er
uppar fá að leika sér,
„afsakið meðan ég æli.“
Rebekka Hlín Heimisdóttir setur yrkisefn-
ið upp í myndrænt form. Hún er ekki fyrsta
skáldið sem líkir landinu okkar við konu:
Sumir karlmenn sambönd þrá,
sýnast stundum óðir,
aðrir höfnun óvænt fá –
ekki konu í rúmið ná.
Ísland: einstæð móðir.
Lesendum er eftirlátið að lesa í þessa
mynd. Skafti Steinólfsson yrkir:
Karpar þjóðin, kastar frið.
Keypt er sála okkar.
Klofnar tungur keppast við.
Klofna líka flokkar.
Bjarki Karlsson kveðst hafa lesið í blöðum
langorða ályktun aðalfundar Landssambands
kúabænda og kom efni hennar fyrir í einni
stöku:
Verðið lækkar, vantar fé
veldur kvóti ólgu.
Aldrei þrífist ESB,
eyðum júgurbólgu.
Stuðlaberg þakkar hagyrðingum vel
samdar vísur og óskar þeim alls hins besta.
RIA
Hvað leynist í pokanum?
Hagyrðingar huga að Evrópusambandsaðild