Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 11

Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 11
STUÐLABERG 1/2014 11 Stuðla og rím í brjósti ber ég bernskudögum mínum frá. Sjötíu og fjórtán ára er ég önfirskur að heyra og sjá. Fékk ég boð í bréfi gildu bjartar vonir glæddi það. Hagyrðingar halda vildu hátíð sína á þessum stað. Guðm. Ingi Kristjánsson Við skulum kalla upp vísur hér varast spjall af heimsku stakan snjalla arfur er sem ei má falla í gleymsku. Væri örðugt vonarmátt vekja gjörði ríman. Höldum vörð um þennan þátt þó að hörð sé glíman. Jói í Stapa Í síðasta tölublaði Stuðlabergs var sagt frá stuttstafahættinum sem stundum er kenndur við Stefán frá Hvítadal. Það var þó alls ekki Stefán sem fann upp þetta kveðskaparafbrigði. Í Safni til bragfræði íslenzkra rímna að fornu og nýju eftir sr. Helga Sigurðsson á Melum (1891) er þessi háttur talinn upp ásamt öðrum bragar- háttum (bls. 34). Tvö dæmi eru sýnd í bók Helga, bls. 69 og 70 (dæmi 5 og 6). Höfund- arnir voru Jón Jónsson, almennt nefndur langur (fyrri vísan) og Ólafur Björnsson skipasmiður í Munaðarhól (seinni vísan): Mennirnir á marar jór munu árar reyna; ægir var í unun rór ömun vann ei neina. Seinni vísan er frumsniðhend: Reynir mána Óma ör unir í vina ranni; Rínar óna væna vör venur raun úr manni. Eins og lesendur muna var í síðasta blaði skorað á hagyrðinga að yrkja undir stuttstafahættinum og heitið verðlaunum fyrir bestu vísurnar. Fyrstu verðlaun hlaut Sigurlín Hermannsdóttir fyrir þessa stutt- stafadróttkveðu (eðli málsins samkvæmt eru hér aðeins notaðir lágstafir): úr normi er rúnum rænir rís sú smáa vísa. snör er svása snerran snúin, sansi rúin. saumum eina saman svona má æ vona. verri var ei nærri en vísan mín mun rísa. Önnur verðlaun komu í hlut Ármanns Þorgrímssonar: saman rerum einni ár enn var vor í sinni en armurinn er aumur, sár eru á rænu minni. Og þriðju verðlaun hlaut Sigurbjörg Björgvinsdóttir: nú vaxa svona mannamor menn sem vinna svanna snúinn er nú vinur vor í von um sannan ranna. Stuðlaberg þakkar þátttökuna og óskar hagyrðingunum alls hins besta. RIA. „… rís sú smáa vísa“ Ort undir stuttstafahætti

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.