Stuðlaberg - 01.06.2014, Side 12
12 STUÐLABERG 1/2014
Ráðist hefur verið í allviðamikið verk sem
felst í að búa til nýtt efni um bókstafi og hljóð
þeirra fyrir börn í leik- og grunnskólum. Efnið
er hugsað sem undirbúningur að lestrarnámi,
ungra barna en gæti jafnframt nýst sem
kennsluefni við lestrarkennslu yngstu barna
í grunnskóla. Það eru Steinunn Torfadóttir,
lektor við Menntavísindasvið Háskóla Ís-
lands, og Ragnar Ingi Aðalsteinsson, fyrrver-
andi aðjúnkt við sömu stofnun, sem standa
að verkefninu og stýra því.
Þrjátíu og tveir þekktir hagyrðingar fengu
það verkefni að búa til vísur um stafina, og
orti hver þeirra um einn staf. Textarnir eru
stuttir og auðskiljanlegir, enda ætlaðir leik-
skólabörnum og yngstu börnum í grunnskóla.
Þeir eru ortir undir þekktum lögum sem flest
börn þekkja.
Stefnt er að útgáfu á árinu
Átakið fór af stað í haust og nú í apríl voru
loks allir textarnir tilbúnir. Nú er verið að lesa
þá yfir og síðan verður farið að huga að út-
gáfu.
Tilgangurinn með útgáfunni er að gefa
börnunum tækifæri til að læra um stafina
gegnum rétt gerða, lipra og skemmtilega texta
sem þau geta sungið. Þættir eins og hrynjandi
ljóðs, stuðlasetning og rím höfða mjög til
barna og hafa jákvæð áhrif á málþroskann og
gera börnum auðveldara með að festa bók-
stafina í minni.
Ljóðlist og læsi
Listin að lesa byggist á samvinnu margra
þátta í hugrænni starfsemi og í tæpa hálfa öld
hafa rannsakendur vitað að leiðin að dulmáli
bókstafanna liggur í gegnum hljóðkerfi tungu-
málsins. En þar er ekki öll sagan sögð. Eitt er
að lesa úr bókstafstáknunum orð og texta og
annað að skilja það sem lesið er. Samkvæmt
hinum virta heilasérfræðingi, Stanislas De-
haene, hefur heili mannsins enga meðfædda
stöð eða starfsemi til að vinna með lestur og
þess vegna verður hver og einn einstaklingur
að móta leiðina og byggja upp gagnagrunn sem
best nýtist við lestur, lesskilning, stafsetningu
og ritun. Færni barna í tungumálinu er sterk-
asti forspárþátturinn um gengi í lestrarnámi
en fyrstu sex ár ævinnar ráða oftast úrslitum
um hvernig til tekst að ná tökum á talmálinu.
Eftir það verður lestur ein meginuppspretta
orðaforða og þekkingar á tungumálinu og því
ræðst framhald málþróunar í og með af því
hvernig börnum gengur að ná tökum á lestrar-
færni. Gegnum næmi hljóðkerfis- og hljóðavit-
undar safnar einstaklingurinn upplýsingum
um hljóðfræðilega uppbyggingu orða og fyrir
hvaða hljóð hver bókstafur stendur, sem aftur
gerir honum kleift að leysa dulkóða ritmáls-
ins. Þekking barna á regluverki tungumálsins;
málfræði, röðun orða í setningar, uppbygg-
ingu málsgreina, ásamt stærð orðaforða og vit-
und um merkingarlega uppbyggingu orða eru
þættir sem stuðla að hæfni barna við að skilja
það sem lesið er og að geta tjáð sig á ritmáli.
Lestrarfærni er í dag talin ein mikilvægasta
undirstöðufærni sem börn þurfa að ná tökum
á eigi þau að öðlast þau lífsgæði sem nútíma
samfélag hefur upp á að bjóða.
Lestrargrunnur
Eins og áður segir er grunnur að lestrar-
færni lagður snemma á ævi barnisins. Dehaene
(2009) leggur áherslu á að barnið safni upplýs-
ingum um regluverk tungumálsins, merkingu
Einn er stafur út í bæ
Þrjátíu og tvær vísur um stafrófið