Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 13

Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 13
STUÐLABERG 1/2014 13 orða og hljóðfræðlega uppbyggingu og búi sér sjálft til eigin gagnagrunn. Því skiptir miklu að örvunin sé öflug og skilvirk. Sagnalist, söngur og ljóðlist sem lifað hefur með þjóðinni og flust kynslóð fram af kynslóð, er ein öflugasta leiðin til að byggja upp þann grunn sem gerir börn- um kleift að takst á við lestrarnám. Ég minnist ömmu minnar og afa sem tóku barnabörn og barnabarnabörn á kné sér og sungu eða fluttu þeim ljóð, þulur, vísur og sögur við ótrúlega eftirtekt og móttækileika barnshugans, bæði við að festa rím, hrynjandi, takt og tóna ásamt merkingu orðanna sem stundum eins og við öll þekkjum lykst ekki upp fyrr en síðar á æv- inni. En það mikilvægasta er að gagnagrunnur orðanna, sjálft orðsafnið sé fyrir hendi þegar þar að kemur. Í þeim fræðum sem í dag kallast „bernskulæsi“ er þetta samspil barns við umhverfi sitt kortlagt annars vegar með hliðsjón af hljóðkerfislegri uppbyggingu tungumálsins og hins vegar merkingu og lögð er rík áhersla á örvunar- og kennsluþáttinn. Í dag sýnist svo vera að söngur og kveðskapur sé á undanhaldi á heimilum landsmanna enda heyrir líklega til undantekninga að stórfjölskyldan búi undir sama þaki eins og títt var meðal fyrri kynslóða. Eigi að síður er mikilvægt að halda þeirri þekkingu og þeim hefðum í heiðri sem lagt geta börnum lið á leið til læsis. Hagyrðingarnir bregðast ekki Liður í þeirri viðleitni var að leita sam- starfs við hagyrðingana. Voru þeir beðnir að búa til grípandi vísur um bókstafina og hljóð þeirra, helst við lög sem auðvelt er að raula. Vísurnar eru hugsaðar fyrir börn frá leik- skólaaldri og upp í fyrsta bekk grunnskóla. Í eftirfarandi ferskeytlu eftir Sigrúnu Haralds- dóttur nær barnshugurinn ekki aðeins að meðtaka heiti bókstafins og hljóð hans heldur einnig nýtt hugtak og annars konar framsetn- ingu merkingar en tíðkast í venjulegu talmáli. Mjúka og holla mjölgrautinn mamma er að sjóða, bráðum upp í munninn minn matinn læt ég góða. mmmmm :) Þórarinn Hjartarson gerði fallega sam- hendu um stafinn Æ: Einn er stafur út í bæ alltaf hreint með sorgarblæ. Sama hvað þú segir hæ! segir hann bara æ, æ, æ! Til að syngja þessar vísur má nota ýmis lög. Sérstaklega á það við um þá fyrri, sem er ort undir mjög algengum bragarhætti. Björn Ingólfsson setti saman vísu undir laginu Haf, blikandi haf, sem kvartettinn Fóst- bræður söng á sínum tíma við texta Friðjóns Þórðarsonar: Runólfur rúði í gær rollurnar mórauðu tvær, þá jörmuðu hressar þær hornprúðu ær en hundurinn urraði á þær. RRRRRRR! Og Örlygur Ben. orti tvær vísur undir lag- inu A, B, C, D, E, F, G, ... Steinunn Torfadóttir.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.