Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 15

Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 15
STUÐLABERG 1/2014 15 Hin árlega botnasamkeppni grunnskól- anna fór fram í tengslum við dag íslenskrar tungu 16. nóvember 2013, þriðja árið í röð. Það er Námsgagnastofnun sem stendur fyrir þessari keppni. Að venju voru veitt þrenn verðlaun: fyrir yngsta stig, miðstig og ung- lingastig. Á yngsta stigi var horft sérstaklega til innihalds vísubotnsins og rímsins. Hlut- skarpastur var Brimir J. Búason, nemandi í 4. bekk Þingeyjarskóla í Þingeyjarsveit (deild Litlulaugaskóla) (vísubotnarnir eru feitletr- aðir): Sjáið hvernig sólin skín, sendir geisla inn til mín. Máninn stóri mætir senn með stjörnur líkt og fylgdarmenn. Ef til vill finnst einhverjum að stuðlasetn- ing hér sé ekki alveg samkvæmt reglunum. Hægt er að fallast á það (höfuðstafurinn er á orði sem hlýtur að teljast forliður) en rétt er að benda á að á yngsta stiginu var ekki gerð ákveðin krafa um ljóðstafi. Auk þess skal les- endum til gamans bent á að skoða til dæmis 11. Passíusálm, 4. vers, braglínur nr. 7 og 8. Á miðstigi voru nemendur beðnir um að huga vel að ljóðstöfum og rími. Verðlaunin hlaut Eyþór Alexander Hallsson, sem er nem- andi í 7. bekk. Hann er einnig í Þingeyjarskóla í Þingeyjarsveit (deild Litlulaugaskóla): Ligg ég hér og les í bók, létt er mér í skapi. Eyðir skrímslum Ofurbrók, áttum þó hann tapi. Á unglingastigi var gerð krafa um ljóðstafi og rím. Verðlaunin komu í hlut Rögnu Bene- diktu Steingrímsdóttur, nemanda í 8. bekk Brekkubæjarskóla á Akranesi: Létt er okkar lærdómsbraut, líður brátt að jólum. Allir leysa létta þraut í lífsins góðu skólum. Stuðlaberg óskar þessum hagorðu ung- mennum til hamingju með verðlaun og vel gerðar vísur. RIA. Ragna Benedikta Steingrímsdóttir. Máninn stóri mætir senn Grunnskólanemendur botna vísur Brimir J. Búason og Eyþór Alexander Hallsson.

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.