Stuðlaberg - 01.06.2014, Side 16
16 STUÐLABERG 1/2014
Vísnagleði í stað ræðuhalda
Afmælishóf í Stakkahlíð
Þann 15. janúar sl. hélt ritstjóri Stuðlabergs
upp á sjötugsafmæli sitt í félagi við konu
sína, Sigurlínu Davíðsdóttur prófessor,
um leið og þau hjón kvöddu vinnustað
sinn, Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Veislan var haldin í Fjöru, matsal húss
Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Ræður
voru ekki leyfðar í veislunni en þess í stað
fluttar vísur, sungnir söngvar og kveðnar
rímur sem ortar voru af þessu tilefni. Fer hér á
eftir sýnishorn af kveðskapnum:
Vísnagleðin hófst með því að lagðar voru
nokkrar spurningar fyrir ritstjórann og konu
hans en áður en að því kom að svara þeim
varpaði Sigurlína fram eftirfarandi athuga-
semd:
Í ungdómsins bulli og bralli
sem var brösótt í alskásta falli
og hreint ekki lítið,
mér hefði þótt skrýtið
að sofa hjá sjötugum karli.
Og auðvitað var spurt um fyrstu kynnin.
Sigurlína svaraði með limru þar sem hún
ljóstrar upp 35 ára gömlu leyndarmáli og
leysir auk þess á hagkvæman hátt vandamál
vegna rímþurrðar. Þetta er hægt að leyfa sér
í limrum, gengur í 2. braglínu, eins og hér er
gert, en sennilega hvergi annars staðar:
Ég neita því ekki, það neistaði
en nú skal frá skjóðunni leyst af því
að í langferð var lagt
og nú loks get ég sagt:
Það var fíatinn hans sem mín freistaði.
Ritstjórinn svaraði spurningunni afar
hreinskilnislega:
Í þá daga umgekkst ég alls konar bullur
og auðvitað þykir mér leitt
að ég var svo moldöskumígandi fullur
ég man bara hreint ekki neitt.
Þau voru líka beðin að nefna helstu kosti
og galla hvort annars og Sigurlína gerði hvoru
tveggja skil í sömu vísunni. Hvað er galli og
hvað er kostur?
Ef reyni ég galla og kosti að kynna
þá kvölds og morgna hann virðist fús
til að vinna og vinna og vinna og vinna.
Ég veit ekki hvort þetta telst í plús.
Og að lokum var spurt um væntingar
varðandi sambúðina í ellinni. Ritstjóri sá fyrir
sér tiltölulega viðkunnanlegt ævikvöld:
Ég fagna nú ellinni allri
með eiginkonunni snjallri
‒ ósætti horfið og eymd.
Það mun okkar samskipti mýkja
að minnið er farið að svíkja
‒ og ágreiningsefnin gleymd.
Ragnar Ingi og Sigurlína hlýða á kvæða-
menn.
G
un
na
r K
r.
Si
gu
rjó
ns
so
n