Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 20
20 STUÐLABERG 1/2014
Nemendur 8. bekkjar Foldaskóla tóku
vel í það þegar ritstjóri Stuðlabergs mætti
hjá þeim í tíma og bað þá að yrkja fyrir sig.
Tilgangurinn var að vita hvernig brageyrað
væri að þroskast í kennslunni hjá Ingu Rósu.
Viðfangsefnið var Bósa ríma, verkefni úr
bókinni Bögubósa sem á sínum tíma fylgdi
Bögubókinni sem vinnuhefti. Bósa ríma er
með þeim annmarka að hvert erindi er að-
eins tvær línur, þ.e. vísuhelmingur (sbr. ská-
letur), og verkefnið felst í því að búa til það
sem á vantar. Nemendur fengu að hafa rím-
una með sér heim og skiluðu henni daginn
eftir. Kveðskapurinn var að vísu misjafn að
gæðum enda hagyrðingarnir ekki þjálfaðir
en margt var þó laglega gert eins og sjá má
hér á eftir.
Upp er vakin ástarglóð
undir kvöld hjá Bósa.
Kristín botnar:
Gefur frá sér geðveikt hljóð.
Gleðst í hjarta Rósa.
Gefur frá sér geðveikt hljóð
Nemendur Foldaskóla yrkja rímu
Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður
stundaði nám í Foldaskóla á árunum 1986-
1991. Þegar hann var í unglingadeildinni
var lögð nokkur áhersla á bragfræði og
nemendur lærðu að yrkja vísur og gera
það rétt. Stuðlaberg fékk að leggja nokkrar
spurningar fyrir fréttamanninn nú þegar
liðin eru 23 ár frá því að grunnskólanum
lauk og hann beðinn að rifja upp kynni sín
af stuðlasetningarreglunum.
Hvernig eru minningarnar sem vakna þegar
rifjuð er upp bragfræðikennslan í Foldaskóla?
Þetta voru skemmtilegar kennslustundir.
Við fórum yfir söguna og hefðina en aðal-
áherslan var á fræðin, stuðla og höfuðstafi,
bragarhættina og auðvitað einhvern kveðskap.
Manst þú til þess að þið hafið gert vísur af
einhverjum tilefnum?
Það kemur kannski á óvart að hópur
grunnskólanema á mörkum barnsaldurs
Vel þess virði að læra bragfræði
Rætt við Ingólf Bjarna Sigfússon um reynslu af bragfræðinámi
og gelgju hafi stundum hneigst til þess
að yrkja frumstæðar neðanbeltisvísur,
aulabrandarakvæði og loks frívísur, sem
væru án efa heill bálkur væru þær teknar
saman (þótt árangurinn, að fá frí í tíma, léti
oftast á sér standa).
Hvað finnst þér um þessa lífsreynslu þegar
þú lítur yfir farin veg löngu seinna? Var það
þess virði?
Það er ekki nokkur spurning að það
var vel þess virði að læra bragfræði.
Þarna tókst að tengja saman forna hefð og
lifandi mál. Þetta þvingaði unga huga til
að hugsa stíft um formið, möguleika og
takmörk íslenskunnar og auðgaði klárlega
máltilfinningu okkar. Og ekki veitir af.
Á öðrum stað í blaðinu er því slegið fram að
þjálfun í vísnagerð, samkvæmt hefðinni, þroski
öðru fremur hljóðkerfisvitund ungs fólks. Getur
þú tekið undir þetta?