Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 21
STUÐLABERG 1/2014 21
Út hann fer á öldurhús
ólgar þrá í brjósti.
Theodór J. notar krassandi orðfæri:
Salka gefur sínum knús;
sá er algjör hósti.
...........
Bósi strax á barinn gekk
bað um vín í glasi.
Guðrún Ásta lokar vísunni:
Notar góðan, gamlan smekk -
gengur um með þrasi.
...........
Bósi gladdist vínið við
vakti ræðu káta.
Ég get einmitt vel ímyndað mér það.
Agað form, ákveðin hrynjandi og mögu-
leikarnir endalausir ef tekst að ná tökum á
bragfræðinni.
Manstu einhverja af vísunum sem þið gerðuð?
Nei, ég get nú ekki sagt að ég geri það.
Aðrir voru mér flinkari og minn kveð-
skapur var ekki þess eðlis að ég hafi haldið
honum til haga – þótt bragfræðilega hafi allt
verið kórrétt!
Ritstjóra tókst þó að rifja upp eina af
vísunum sem gerðar voru í bekk Ingólfs. Í
dagbók fyrir þriðjudaginn 26. 9. 1989 kemur
fram að nemendur áttu samkvæmt kennslu-
áætlun að gera útdrátt úr Fóstbræðra sögu en
áætlunin mun hafa riðlast því að í miðju kafi
var ákveðið að byrja að vinna við ljóðabók,
segir í dagbókinni (ritstjóri Stuðlabergs, sem
var þarna kennari, man þetta ekki gjörla), og
svo kom vísan í framhaldi af því:
Bráðvel gefin börn við erum,
bókum liggjum í.
Ljóðabók við líka gerum,
– langar samt í frí.
Ekki kemur fram hver eða hverjir ortu.
Venjan var sú að höfð var samvinna um
þessa gerð vísna, enda sameiginlegir hags-
munir í veði, og Ingólfur Bjarni var ekki
vanur að láta sitt eftir liggja í yrkingunum,
án þess þó að hér sé reynt að ráða nánar í
hverjir séu höfundarnir.
RIA.
Mímir B. bætir við:
Ekki myndi ég af þeim sið
mig endilega státa.
...........
Gerðist fær í flestan sjó
firrtur öllum vanda.
Heiðar finnur lausn á vanda Bósa:
Keypti góða gúmmískó
gott var þá að standa.
...........
Sýpur fast og syngur hátt
sorgum öllum rúinn.
Júlíu Ó. líst ekki meira en svo á framhaldið:
Hiklaust gengur hann þá átt
að hamingjan sé búin.