Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 23
STUÐLABERG 1/2014 23
Einbeitir sér að Arinbjarnarkviðu
Þorgeir Sigurðsson verkfræðingur
innritaði sig nýlega í doktorsnám í bragfræði
Hvað er það sem einkum rekur þig til að fara að
nema bragfræði?
Í íslenskum fræðum er margt sem mér
finnst áhugavert en ég held að núna sé sér-
staklega vænlegt að rannsaka bragfræði. Það
er m.a. vegna þess að nú er starfandi stór
og öflugur hópur manna sem hefur áhuga á
þessu sviði. Þetta er að miklu leyti að þakka
Kristjáni Árnasyni, prófessor. Grein Jónasar
Kristjánssonar í Griplu XXVII 2006 er hvatn-
ing til manna um að rannsaka bragfræði með
tilliti til kenninga um aldur kvæða. Í þeirri
grein skrifar Jónas um kvæði Egils og notar
bragfræðireglur sem rök. Bragfræðina má
nota til að rannsaka breytingar í framburði
máls en hún tengist einnig almennum kenn-
ingum um eðli máls, t.d. um tengsl ríms,
stuðla og atkvæðabyggingar. Um þetta skrif-
aði ég í MA-námi mínu grein í Íslenskt mál
23, 2001 sem ég kallaði rímstuðla sem aðrir
hafa unnið áfram með, þar á meðal Kristján
Árnason, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og sonur
minn Haukur. Bragfræði er nauðsyn við út-
gáfu fornkvæða, m.a. til að taka á vafamálum
þegar kvæði eru illa varðveitt. Ég skrifaði BA-
ritgerð um Sonatorrek Egils án þess að styðj-
ast við neinar bragfræðikenningar sem ég vil
bæta fyrir í doktorsritgerð um Arinbjarnar-
kviðu.
Þú átt að baki langan starfsferil sem verkfræð-
ingur. Hvernig hefur sú reynsla nýst þér á þessum
nýja vettvangi?
Ég hef síðustu 13 árin unnið hjá
Geislavörnum ríkisins. Þar áður vann ég við
það sem kalla má tungutækni. Ég þróaði
frumgerð talgervils sem var byggður á
upptökum talaðs máls og ég var í nokkur
ár ritari evrópskrar staðlanefndar um
ritmál í tölvum. Í rafmagnsverkfræðinni eru
margar greinar sem tengjast rannsóknum
í málfræði, það á ekki aðeins við um gerð
þýðingarvéla og talgreiningarvéla heldur
einnig fræðin um hvernig upplýsingar eru
skráðar og fara á milli tölva. Grein Fyrsta
málfræðingsins um íslenskt stafróf minnir
um margt á þau fræði.
Hvaða svið bragfræðinnar eru þér einkum
hugleikin?
Eins og mörgum öðrum finnst mér forni
kveðskapurinn áhugaverðastur og hvernig
bragreglur hafa þróast með tungumálinu frá
fyrstu Íslandsbyggð til nútíma. Í doktors-
ritgerð minni um Arinbjarnarkviðu er ég þó
fyrst og fremst að leita eftir reglum sem má
treysta við að endurgera texta og meta hversu
vel eða illa kvæði eru varðveitt.
Þorgeir er verkfræðingur hjá Geislavörnum
ríkisins.