Stuðlaberg - 01.06.2014, Side 24
24 STUÐLABERG 1/2014
Og hvernig gengur svo námið?
Viðfangsefnið hefur reynst vera gjöfult.
Ég ætlaði upphaflega að hafa doktorsritgerð
mína um bragreglur sem kalla mætti öruggar
í öllum fornum kveðskap en ég ákvað að
þrengja það og einbeita mér að einu kvæði,
Arinbjarnarkviðu. Kviðuháttur er mjög reglu-
legur háttur og ýmislegt er hægt að segja um
hann með vissu. Kvæðið er illa varðveitt og
mikil þörf á að beita bragfræði við útgáfu
þess. Ég átti von á að handritageymd kvæð-
isins væri mjög einföld en hún hefur reynst
vera flókin og áhugaverð. Ég skrifaði grein
um varðveislu Arinbjarnarkviðu í Són 11,
2013 sem ég vísa til um þetta.
Nú varði Haukur sonur þinn nýlega doktors-
ritgerð í bragfræði, eins og fram kemur annars
staðar í blaðinu. Varst það þú sem vaktir áhuga
hans á þessu viðfangsefni eða öfugt?
Ég hugsa að við Haukur höfum báðir séð
að þetta var frjósamur akur.
Þú vaktir athygli á síðasta ári fyrir merkilega
uppgötvun og árangursríka vinnu við að skýra
Arinbjarnarkviðu Egils Skalla-Grímssonar. Eru
fleiri slík verk á döfinni?
Það var vinna mín hjá Geislavörnum við
geislun af margs konar tagi sem varð til þess
að ég fór að velta fyrir mér hvort ekki mætti
beita sams konar tækni og ég vissi að hafði
verið beitt við lestur handrita erlendis. Ég
vildi gá hvort eitthvað væri hægt að sjá með
ljósi sem ekki sést með berum augum og það
reyndist vera á síðunni sem geymir Arin-
bjarnarkviðu. Ég hef reynt að einbeita mér
að Arinbjarnarkviðu þar sem ég hef fengið úr
miklu að moða og ég vona að mönnum eigi
eftir að þykja það áhugavert sem á eftir að
koma í ljós.
Getur þú skýrt í stuttu máli fyrir lesendum í
hverju uppgötvun þín við Arinbjarnarkviðu fólst
og hvort þessi aðferð geti hugsanlega nýst við fleiri
handrit?
Íslensk handrit eru sérstaklega dökk
sem verður til þess að erfitt er að lesa sum
þeirra. Í innrauðu ljósi eru þau einnig dökk
en blekið sem skrifað var með er oft ljósara en
skinnið og textinn birtist eins og hvítir stafir á
svörtum grunni. Þótt ekkert sjáist með berum
augum getur komið fram texti sem ekki var
vitað um. Þetta er alveg meinlaust fyrir hand-
ritin, ekki er notuð önnur birta en kemur frá
venjulegri ljósaperu (sýnilega ljósið er síað
burt við myndatökur). Ég veit ekki hvort
sú einfalda tækni sem ég notaði gagnist við
lestur margra handrita en flóknari úrvinnsla
á myndum sem teknar eru við margar mis-
munandi bylgjulengdir mun örugglega gera
það. Ég er að vona að Árnastofnun komi sér
í þessu skyni upp búnaði sem er fáanlegur og
er nokkuð staðlaður.
RIA.
Örbylgjukliðurinn
Sonnetta um enduróminn
af Miklahvelli
Hið hljóða suð frá heimsins fyrsta degi,
það heyrist ennþá fram um tímans göng
en mikið er nú leiðin orðin löng
og lengist enn á stefnusviptum vegi
því heimur vor er hending ein og reykur,
eitt happaglapp í takmarkslausri ró.
Vér sperrum eyrun fram á frosinn sjó,
hinn forni kliður heyrist, daufur, veikur –
– en heyrist samt og það er vert að vita
því vargar tímans gleypa sína bráð,
jafnt minningar og mannfólk. Hvar er náð?
En munum kliðinn, sá er oss til hita
því gleði vor og leiði, leikur, iðja
er lágvært suð í eyrum vorra niðja.
Haukur Þorgeirsson.