Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 26
26 STUÐLABERG 1/2014
Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra átti
einhverju sinni í orðaskaki við Sigurð A. Magn-
ússon sem hafði þá skömmu áður sent frá sér
ljóðabókina Skrifað í sandinn. Halldór orti:
Lítið glæðist ófrjór andinn
er um gæðin lítið spurt.
Skástu kvæðin skrifar í sandinn
– skola flæði þeim á burt.
Það þykir við hæfi að þakka hæversklega
fyrir sig þegar tekið er á móti viðurkenningum
og slíkt yfirleitt ekki frásagnarvert. En
þegar Guðmundur Arnfinnsson tók við
þriðju verðlaunum í vísnasamkeppni á
vegum Öryrkjabandalagsins stakk hann að
dagskrárstjórnandanum eftirminnilegri vísu:
Sá sem þriðju verðlaun vann
vegsemd fagnar hverri,
en dómnefndin sem heiðrar hann,
hún er eitthvað verri.
Sigurður Óttar Jónsson er þekktur fyrir vel
gerðar hringhendur eins og eftirfarandi dæmi
sýnir. Vísan ber heitið Fjallskerðing (sbr. orðið
fjallaskarð) og með nafngiftinni er vísað í
Krókarefs sögu en stakan segir frá eftirminni-
legu fjallaklifri:
Fyrir löngu í fjallaþröng
fyrstu göngu þreytti.
Gáfust svöngum gæða föng
glaður söng og neytti.
Þegar séra Hjálmar Jónsson, dómkirkju-
prestur, fór í hjartaþræðingu fyrir nokkrum
árum orti Jón Ingvar Jónsson:
Hjálmar má þola hremmingu stranga
og heilsufarsbresti.
Drottinn minn láttu nú dæluna ganga
hjá Dómkirkjupresti.
Séra Hjálmar fékk svo blóðtappa nú ný-
lega og þá orti Jón Ingvar aftur undir sama
bragarhætti:
Hjálmar er traustur og heiðurskall mesti
og hefur það sannað.
Drottinn minn taktu nú tappann úr presti
og trodd‘onum annað.
Afdráttarháttur er afar vandmeðfarinn og
erfiður. Margir hafa reynt sig við þetta form
en fáir haft erindi sem erfiði. Pétur Stefáns-
son gerði eina slíka tilraun og niðurstaðan er
fyllilega ásættanleg:
Bráðsnjöll ljóðin marga menn
mæra, þjarma, hrella.
Ráðsnjöll jóðin arga enn,
æra, jarma, rella.
Og svo er kveðskaparhefðin í miðju kafi
farin að heyra undir heilbrigðiskerfið. Fyrr-
nefndur Pétur sendi frá sér vísu:
Ég heiti Pétur og ég er fíkill
Kveð ég ljóðin alveg ær,
þó ellimóður kalki.
Er og verð ég vinur kær
vísnagerðar-alki.
Þekkt er sú aðferð til að festa í minninu
mikilsverða hluti að setja þá inn í vísu. Kjartan
Skástu kvæðin skrifar í sandinn
Lausavísnaþáttur