Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 27

Stuðlaberg - 01.06.2014, Síða 27
STUÐLABERG 1/2014 27 Sigurjónsson organisti setti netfangið sitt upp á þann máta að því verður ekki gleymt: Netfang sitt kallar korg Kjartan sem þenur org- elið um bæ og borg bæði í gleði og sorg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar þótti sjálfsagt í sveitum landsins að brugga sitt eigið vín. Þessi sjálfsbjargarviðleitni var að vísu bönnuð með lögum en bændur létu það ekki á sig fá og yfirvöldum reyndist oft erfitt að framfylgja þessu banni, af ýmsum orsökum. Eftirfarandi erindi varð til austur á Jökuldal á „ölárunum“. Höfundur er Arnheiður Guðjónsdóttir frá Heiðarseli: Við trúum öll á ölið, það auðgi vora sál, og lífsins létti bölið og lífgi fagurt mál. Og víst er eitt hið vissa; það vel í maga fer. Á tæpri nóttu tæmdu þeir tíu potta hver. Gunnar Kr. Sigurjónsson lenti nýlega í orðaskaki við mann sem orti limru og sleppti að mestu eða öllu leyti ljóðstöfunum, eða, eins og Gunnar orðar það, „... var ýmist með of- stuðlað eða vanstuðlað“. Þeir deildu um rétt- mæti bragformsins og Gunnar skilaði eftir- farandi: Að búa til limrur og ljóð, er list sem er flókin – en góð. En eins og með annað er ýmislegt bannað, og sleipt er á bragarins slóð. Þessi niðurstaða Gunnars fer afar vel saman við stefnu Stuðlabergs. Ármann Þorgrímsson setti saman af- hendu, kallar hana Kastljós á Þórshöfn: Löngum sést að lögin eru í landi tvenn; Sum eru fyrir sýslumenn. Og Höskuldur Búi Jónsson orti merkilega vísu um landbúnaðar- sjávarútvegs- og um- hverfisráðherra: Lyngi grænu öllu ann aldrei landið sneyðir. Ingi dafnar, hvergi hann heiðar gróðri eyðir. RIA. Frá Jökuldal. Si gu rð ur A ða ls te in ss on

x

Stuðlaberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.