Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 29

Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 29
STUÐLABERG 1/2014 29 fannst þær ekki hæfa tímaritinu en hafði fyrir því að senda mér langt og ítarlegt bréf þar sem hún ráðlagði mér hvaða skáld ég gæti lesið til að sjá hvernig hægt er að leika sér að forminu í stað þess að láta það hefta sig. Ég áttaði mig smám saman á því að hægt var að leika tveimur skjöldum. Hefðbundna formið gat þjónað nútímaljóðinu og öfugt. Ég þyrfti ekki að velja annað hvort. Hver er þín helsta fyrirmynd í kveðskapnum? Ég á mér engar fyrirmyndir í kveðskapnum en ég á mér uppáhaldsljóðabækur og stend mig að því að lesa þær sömu aftur og aftur. Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar stend- ur þar fremst í flokki. Síðan hef ég lesið fyrirtaksljóðabækur eftir Piu Tafdrup, Stein- unni Sigurðardóttur, Vigdísi Grímsdóttur, Marinu Tsvetaevu, Sigfús Daðason, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Gyrði Elíasson, og Charles Bukowski. Síðan skipti vitaskuld máli að vita af fleiri jafnöldrum sem voru að feta sín fyrstu spor á skáldabrautinni á sama tíma og ég. Í MH voru önnur skáld fyrir á fleti og það var gott af vita að þau deildu áhuga með mér. Þar vandist ég því líka að koma fram og lesa upp. Hvað er svo á döfinni hjá þér um þessar mund- ir? Ég verð talsvert á ferðinni um heiminn að lesa upp þetta árið, eins og þau síðustu. Nú bíður mín ljóðahátíð í Finnlandi þar sem Blóð- hófnir kom út í fyrra og síðan er mín vænst í Noregi. Skáldið Knut Ødegård hefur þýtt Blóðhófni yfir á norsku. Þýðingin kemur út í sumar. Á næsta ári birtist bálkurinn síðan á arabísku. Blóðhófnir skeiðar því enn heima á milli. Ég er með annan bálk í smíðum sem ég stefni á að komi út í haust. Síðan yrki ég alltaf stök ljóð inn á milli. Hefur skáldið Gerður Kristný eitthvert sér- stakt markmið til að keppa að? Ég hef í hyggju að ljúka við næsta bálk sem fylgt hefur mér lengi. Síðan á ég hálfkarað handrit að barnabók. Það er skemmtilegt að skrifa fyrir krakka og lesa upp fyrir þá. Ég keppi helst að því að halda dampi. RIA.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.