Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 31

Stuðlaberg - 01.06.2014, Qupperneq 31
STUÐLABERG 1/2014 31 Víxlrím eða skiptirím (abab)1, runurím (aabb) og samrím (aaaa) er algengasta rím- skipan í fjögurra vísuorða2 brag eða bragein- ingu.3 Óháð því hver þessara þriggja rímgerða er notuð þá gildir hin almenna regla um dreif- ingu ljóðstafa að tveir stuðlar standa á sínum stað í frumlínum4 og einn höfuðstafur í fyrsta risi síðlína. Möguleikar á rími eru þó fleiri. Algengt er að láta aðeins síðlínur ríma (oaoa) og í 1 Hér er ekki gerður greinarmunur á einrími og tvírími þannig að ab getur allt eins staðið fyrir AB, Ab eða aB. 2 Hugtökin vísorð og lína eru hér notuð sitt á hvað en eru þó einnar merkingar bæði. 3 Með brageiningu er t.d. átt við helming átta vísuorða háttar sem er samansettur úr tveimur fjögura vísuorða einingum sem hvorki stuðlar né rím binda saman. 4 Nema vísuorðin séu þeim mun lengri eða styttri. Klofarím Hvernig er stuðlað með klofarími? Á þrjá vegu. Hverja? Með víxlstuðlun, vikstuðlun eða rammastuðlun. gömlum sálmum var tíðkað að skjóta fjórðu línu undan samrími (aaao) en endurtaka hana í staðinn í lok hvers erindis. Enn má nefna stikluvik (aoaa). Engin af þessum sjaldgæfari rímaðferðum hefur áhrif á dreifingu ljóðstafa. Hún er jafnan eins og fyrr var lýst. Enn er ónefnt klofarím (abba) sem svo er nefnt eftir b-línunum sem kljúfa a-rímið en hefur einnig verið kallað rammarím eftir a- línunum sem ramma b-rímið inn. Þá ber svo við að hægt er að stuðla með þrennum hætti. Í fyrsta lagi á hefðbundinn hátt. Það mætti kalla víxlstuðlun: Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla, þar sem hamrahilla hlær við skini sólar. (Jónas Hallgrímsson) Í öðru lagi geta vísuorð með b-rími mynd- að braglínupar en fyrsta og fjórða lína eru þá sér um stuðla. Það mætti kalla rammastuðlun. Þó landahringur bylgjum blám ey vora í faðmi feli víðum en fjarri þú hjá vinum blíðum á móðurjarðar kætist knjám (Jónas Hallgrímsson) Hér tekur stuðlunin undir með ríminu; gerir miðlínurnar tvær að greinilegri bragein- ingu og leggur um leið áherslu á hlutverk fyrstu og síðustu línu sem „ramma“. Í þriðja lagi getur stuðlun verið með hefð- bundnum hætti framan af erindi þangað til í síðasta vísuorði sem víkur frá víxlhefðinni og er sér um stuðla. Það mætti kalla vikstuðlun: Bjarki Karlsson stundar doktorsnám í ís- lenskri bragfræði.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.