Stuðlaberg - 01.06.2014, Page 35

Stuðlaberg - 01.06.2014, Page 35
Þann 2. október næstkomandi verður Sigurður Sigurðarson dýralæknir 75 ára. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum seinna bindið af æviminningum Sigurðar og verður það jafnframt afmælisrit hans. Þar segir hann frá dýralæknis- námi sínu í Noregi, glöðu stúdentalífi og kynnum af Norðmönnum og Íslend- ingum. Eftir það tók við lífið sjálft, erilssamt starf sem dýralæknir, yfirdýralæknir og vísindamaður á tilraunastöð Atvinnudeildar Háskóla Íslands á Keldum. Hann átti veigamikinn þátt í að halda í skefjum hinni illræmdu riðuveiki og vinna bug á öðrum búfjársjúkdómum með óbilandi staðfestu sinni og fagmannlegum vinnubrögðum. Víða voru miklir hagsmunir í húfi en Sigurður hvikaði hvergi. Sitt sýndist þá hverjum og fyrir kom að dýralækninum var hótað lífláti. En þessi ævisaga Sigurðar geymir margt fleira. Fyrir utan merkan fróðleik eru þar ógrynni sagna af skemmtilegu fólki, skemmtilegum viðburðum og fullt af galsa og kímni og skemmtilegum vísum. Útgefandi býður hér með vinum Sigurðar og velunnurum, öllum þeim sem vilja sýna honum sóma, að skrá sig á heillaóskaskrá, Tabula gratulatoria, sem verður í upphafi bókarinnar og gerast jafnframt áskrifendur að henni. Verð bókarinnar verður kr. 6.480- og er sendingargjaldið innifalið. Þeir sem vilja þiggja þetta boð eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Brynjar Baldursson í netfangið brynjar@holabok.is eða í síma 698-6919. Bókaútgáfan Hólar holabok.is / holar@holabok.is Sigurður dýralæknir 75 ára

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.