Stuðlaberg - 01.04.2022, Side 8

Stuðlaberg - 01.04.2022, Side 8
8 STUÐLABERG 1/2022 Ragnhildur var sú sem mest og best hafði hvatt hann til að yrkja, hún dáði ljóðin hans og hélt þeim saman. Stór hluti handrits þess sem varðveitti ástarljóðin er með hennar rithönd. Og skáldið launar henni. Hún fær frá honum æ fleiri vísur og kvæði. Ein vísnanna er undir ljóðahætti: Stundir og daga stend ég agndofa, hugsa horfnar tíðir. Deyja vinir og vinir bregðast. Ein er ást þín söm. Í vanmætti sínum leitar hann að því eina sem hann á eftir: Er ei von ég þrái þá þessa næturvöku? Og fyrst að ég nú ekkert á annað sem þig gleðja má hvísla’ ég að þér hlýrri og nýrri stöku. Eldurinn, sem kviknaði á Eyjólfsstöðum um miðjan sjöunda tug nítjándu aldar, brann alltaf jafn heitt, allt til hinsta dags. Páll yfirgaf svo þennan lífsins táradal árið 1905, tæplega áttræður, vonsvikinn og beygður, nánast eigna laus og farinn að heilsu. En skáldskapargáfunni hélt hann allt til ævi loka — og ástinni til Ragnhildar. RIA. Engjavísur Ragnhildur var á engjum í ágúst 1891 þegar Páll sendi henni þessar vísur: Hér hef ég þér hvílu búna hjartað mitt er svæfill þinn. Þína fögru limu lúna leggðu nú í faðminn minn. Gef mér sætu svefnkossana sem þú nú á vörum ber, þá skal ég minn sönginn svana syngja glaður yfir þér, syngja þér um ást og yndi, æskuvor og hjartans frið allt á meðan lék í lyndi og lífið brosti okkur við, syngja um missi sona minna sem ég trega dag og nótt, ást og svölun augna þinn er mér gefa líf og þrótt, kveða þér um svefninn sæta sem nú liggur fyrir mér og ég muni aftur mæta í eilífðinni fyrstur þér. Þá skal sál mín syngja á strengi sælli en hér á dauðans strönd þegar mína og þína drengi og þig ég leiði mér við hönd. Búið að yrkja svo mikið … ég er tímamótamaður, það eru víst allir tímamótamenn, mér finnst að ég sé tímamótamaður, ég er alinn upp á öld stuðla og höfuðstafa og síðan hef ég fengist mikið við kvæði frá fornum tímum og meira að segja fengist við kvæði sem eru löngu eldri en Íslands byggð þar sem ort er á þennan hátt og mér hefur alltaf þótt ákaflega gaman að því að hugsa til þess að Íslendingar hafa varðveitt þessa gömlu kunnáttu einir manna sem hefur fyrir eina tíð verið algeng um öll germönsk lönd, bæði á Englandi og í Þýskalandi og á Norðurlöndum, en hins vegar skil ég ákaflega vel að á endanum þá er búið að yrkja svo mikið að það er í raun og veru ekki hægt að finna önnur rím en þau sem einhver er búinn að nota áður og ekki hægt að setja önnur orð saman í stuðla heldur en þau sem hafa verið notuð einhvern tíma áður. Úr sjónvarpsviðtali við Jón Helgason prófessor árið 1970.

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.