Stuðlaberg - 01.04.2022, Qupperneq 19

Stuðlaberg - 01.04.2022, Qupperneq 19
STUÐLABERG 1/2022 19 reyndi að apa eftir honum. Ég hef aldrei náð því að yrkja neitt af viti fyrir tónlistarmenn en ég hef í staðinn reynt að leggja eitthvað í flutninginn og breiða úr mér á sviðinu þegar ég flyt ljóð. Áttu þér eitthvert uppáhaldsskáld? Ég á mér oft uppáhaldsskáld. Ég nefndi Þorstein Erlingsson. Hann var líklega fyrsta skáldið sem ég las mikið og reyndi að líkja eftir. Mér fannst allt svo einfalt og auðskiljanlegt hjá Þorsteini og mig hefur alltaf langað til að vera eins og hann að þessu leyti þótt ég þykist stundum vera með djúpar pælingar á bakvið það sem ég geri. Bob Dylan, Fernando Pessoa og Wislava Zymborska hafa líka haft mikil áhrif á mína ljóðagerð og ég gæti síðan nefnt fjölmörg íslensk skáld sem ég hef lesið og reynt að læra af, allt frá atómskáldum til svikaskálda. Ég hef líka reynt að láta óþekkt eða lítt þekkt skáld koma mér á óvart, það er nefnilega merkilegt hvað hægt er rekast á margar perlur við að fletta upp í alls konar safnritum, austfirskra skálda svo dæmi sér tekið. Þú fæst bæði við hefðbundin og óhefðbundin ljóð. Getur þú sagt okkur hvað veldur því að þú velur aðra hvora leiðina? Hvenær notar þú hefðbundið form, hvenær óhefðbundið? Þetta er snúin spurning. Í mörgu af því sem ég yrki reyni ég að elta hljómfall úr talmáli og þá henta háttbundin form ekki sérlega vel. Í öðrum tilfellum vill maður einmitt vekja athygli á formi og þegar maður setur saman vísu er það svolítið eins og að setja á sig rautt trúðsnef. Sjáiði, segir athöfnin, núna er ég með trúðsnef. Það sem ég yrki undir hefðbundnum bragarháttum er oftar en ekki eitthvert grín enda henta t.d. ferskeytlur ágætlega þegar maður reynir að vera fyndinn vegna þess að endurtekningarformið vekur ósjálfrátt eftirvæntingu hjá lesanda eða hlustanda. Á síðustu öld voru uppi deilur um ljóðlist. Sumir fordæmdu óbundin ljóð, aðrir töluðu niður allt sem var hefðbundið. Hver er afstaða þín? Ég held að þessar deilur hafi ekki nema að litlu leyti snúist um ljóðlist. Þetta var á miklum breytingatímum í samfélaginu og margir voru óöruggir. Þeir sem stífast vildu halda í gömul form voru að einhverju leyti eins og lesendur glæpasagna nú á tímum. Langflest lesum við glæpasögur til að fá staðfestingu á því að eitthvað sé eins og það eigi að vera samkvæmt okkar trú eða skilningi. Jafnvel þótt saga geti virst ruglingsleg og plottið óskiljanlegt þá gengur allt upp að lokum, það er upphaf, miðja, endir — og gátan mikla leysist. Innihald eða merking skiptir okkur glæpasögulesendur ekki höfuðmáli, þörf okkar fyrir frásagnir er þörf fyrir ákveðið form, bragfræði, það hvernig flókin sagan er látin ganga upp með byggingu og stíl. Hefðbundin ljóð gegna sama hlutverki við að veita öryggi í allri óreiðu lífsins. „Hefðbundin ljóð veita öryggi í óreiðu lífsins,“ segir Anton Helgi.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.